Katar

Fréttamynd

FIFA „harmi slegið“ vegna andláts verkamanns

Filippeyskur verkamaður lést í vinnuslysi eftir að HM í Katar hófst, í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu. Talsmenn Alþjóðaknattspyrnusambansins kveðast miður sín vegna atviksins, sem verði rannsakað nánar.

Fótbolti
Fréttamynd

Leyndarmálið um stuðningsmenn Katar á HM

Stuðningsmenn Katar á yfirstandandi heimsmeistaramóti hafa vakið töluverða athygli, þá sérstaklega fyrir þá gríðarmiklu stemningu sem þeim fylgdi. En hverjir eru þessir menn eiginlega?

Fótbolti
Fréttamynd

Sá danski komst aftur í hann krappan í Katar | Ráðist á íranska mótmælendur

Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt sem var stöðvaður af katörskum öryggisvörðum í beinni útsendingu TV2 fyrr í mánuðinum lenti aftur í vandræðum þar ytra. Hann var skikkaður í varðhald og skipað að eyða myndefni af írönsku stuðningsfólki sem hafði orðið fyrir árás landa sinna sem er hliðhollt þarlendum stjórnvöldum.

Fótbolti
Fréttamynd

HM í Katar „gullgæs“ fyrir Talibana sem græddu milljarða

Hreyfing Talibana í Afganistan græddi andvirði milljarða króna á uppbyggingu Katara fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem nú stendur yfir í síðarnefnda ríkinu. Það gerðu þeir fyrir tilstuðlan greiðslna frá katarska ríkinu undir yfirskini friðaviðræðna. 

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðnings­maður Wa­les lést í Katar

Velska knattspyrnusambandið hefur staðfest að einn stuðningsmaður velska landsliðsins hafi látist í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta fer nú fram. Ekki er talið að neitt saknæmt hafi átt sér stað.

Fótbolti
Fréttamynd

„HM snýst ekki um bjór og brennivín“

„Fyrir mér ætti þetta að vera ævintýri fyrir fólk sem snýst ekki um bjór, heldur fótbolta“ segir fyrrum fótboltamaðurinn Jónas Grani Garðarsson sem starfar í Katar þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í dag. Katarar hættu við bjórsölu í nánd við velli mótsins á föstudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Á bak við tjöldin á HM í Katar: Mann­réttinda­brot, í­þrótta­þvottur og spilling

Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar

„Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefði þetta gerst fyrir ári hefði ég lík­lega verið hand­tekinn“

Danskur fréttamaður, sem varð fyrir því að vera stöðvaður í beinni útsendingu af katörskum öryggisvörðum, segist hafa verið mjög meðvitaður um afleiðingarnar sem orðið gætu af atburðinum. Katarar verði að sætta sig við fjölmiðlaumfjöllun, góða og slæma, þar sem þeir hafi opnað dyr sínar fyrir umheiminum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Ráð­leggja HM-gestum að nota ein­nota síma

Frönsk persónuverndaryfirvöld ráðleggja þeim sem ætla að sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar að nota einnota eða tóma síma til þess að forðast að lenda upp á kant við þarlend yfirvöld. Sérfræðingar hafa varað við því að yfirvöld í Katar geti njósnað um fólk með tveimur forritum sem gestir þurfa að ná í.

Erlent
Fréttamynd

Heims­meistar­keppnin í Qatar – slökkvum á sjón­varps­tækjunum

Heimsmeistarakeppin karla í fótbolta er að hefjast í Qatar. Undir venjulegum kringumstæðum er slíkt keppni atburður sem við áhugamenn um fótbolta bíðum með óþreyju enda hafa þessar keppnir oft verið veisla hinnar fallegu íþróttar. Sjálfur hef ég fylgst með heimsmeistarakeppnum í karlaboltanum frá 1966.

Skoðun
Fréttamynd

Stoltur and­styrktar­aðili HM í Katar

Skoska brugghúsið BrewDog hefur lýst því yfir að vera „stoltur andstyrktaraðili“ heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Katar. Allur ágóði af sölu einnar bjórtegundar brugghússins mun renna til góðgerðasamtaka sem leggja áherslu á mannréttindi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óhugnanlegar frásagnir af ofbeldi Katara birtar í nýrri skýrslu

Lögreglan í Katar hefur eftir eigin geðþótta handtekið og misnotað meðlimi LGBTQ-samfélagsins þar í landi, þrátt fyrir að engin ákæra liggi fyrir. Þetta segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem kalla eftir umbótum í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í næsta mánuði.

Fótbolti