Skattar og tollar Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. Innlent 8.1.2021 08:15 Fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja Núgildandi fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja og landsvæða og um 3,2 milljarða manna. Þá bíða þrír samningar EFTA gildistöku, einn bíður undirritunar og þá á EFTA í viðræðum við fleiri ríki um viðskiptasamninga. Ef yfirstandandi samningaviðræður skila árangri mun Ísland eiga í fríverslunarsambandi við ríki þar sem í búa um tveir þriðju hlutar mannkyns. Viðskipti innlent 6.1.2021 18:47 Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. Innlent 4.1.2021 16:52 Þessar skattabreytingar taka gildi nú um áramótin Ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu tóku gildi nú um áramótin. Þar má nefna 3,6 prósent lækkun á grunnþrepi tekjuskatts, breytingu á frítekjumarki, hækkun á krónutölugjöldum og hækkun á skerðingarmörkum barnabóta. Viðskipti innlent 1.1.2021 19:03 Þarf íslenskur landbúnaður innflutningsvernd? Ég er jafnréttissinni og vil sjá jafnrétti til handa öllum og ekki síst konum og körlum. Þó að ég sé jafnréttissinni þá fyndist mér mjög ósanngjarnt ef gerð væri sú krafa að t.d. allar þær frábæru frjálsíþróttakonur sem við eigum yrði gert að keppa við karla í sinni grein. Skoðun 1.1.2021 16:01 Theodóra settur skattrannsóknarstjóri næsta hálfa árið Theodóra Emilsdóttir hefur verið settur skattrannsóknarstjóri frá áramótum til 1. júlí 2021 í tímabundnu leyfi Bryndísar Kristjánsdóttur. Viðskipti innlent 29.12.2020 13:17 Aðgerðir á tímum Covid Margir hagsmunahópar hafa blandað sér í umræðuna um landbúnaðarmál og matvælaverð sem hefur verið ofarlega á baugi á liðnum dögum. Þar hafa sérhagsmunaöfl innflytjenda reynt að kasta rýrð á mikilvægi þess að standa vörð um fæðuöryggi og innlendan landbúnað og atvinnugreinina sem slíka. Skoðun 21.12.2020 13:31 Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. Innlent 18.12.2020 11:59 Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. Innlent 17.12.2020 19:21 Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. Innlent 17.12.2020 15:43 Fresta niðurfellingu ívilnunar vegna tengiltvinnbíla Svo virðist sem ákveðið hafi verið að fresta fyrirhugaðri niðurfellingu ívilnunar sem tengiltvinnbílar hafa notið hér á landi í formi lækkaðs virðisaukaskatts. Viðskipti innlent 17.12.2020 07:37 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. Viðskipti innlent 16.12.2020 19:21 „Ráð sem duga“ Á síðustu vikum hafa verið miklar umræður um stöðu og hag landbúnaðarins og hlut hans í íslensku efnahagslífi. Þar hafa komið fram sjónarmið sem halda því fram að það stappi nærri lögleysu að beita hefðbundnum stjórntækjum ríkisins til að hafa áhrif á starfsumhverfi atvinnugreinarinnar, svo sem tollum, uppboðum á tollkvótum og undanþágum frá almennum samkeppnislögum. Skoðun 15.12.2020 13:16 Látum hækkun frítekjumarka fjármagnstekna nýtast öllum Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum að nú stendur til að hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150þ.kr upp í 300þ.kr. Ekki eru allir sammála um ágæti þeirrar hugmyndar þar sem hér sé verið að veita hluta landsmanna aukinn stuðning frá ríkinu og að sá hópur sé sennilega sá sem þyrfti síst á ölmusu að halda. Skoðun 15.12.2020 10:01 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. Viðskipti innlent 11.12.2020 22:35 Sérhagsmunir í „upphæðum“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er með skipulögðum hætti að veikja ýmsar af mikilvægustu eftirlitstsstofnunum í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og nú á að draga tennurnar úr Skattrannsóknarstjóra. Skoðun 10.12.2020 13:30 Hverju skilar góðgerðartónlistin? Mér skilst að nú sé verið að safna fyrir nýjum bíl handa Emmsjé Gauta. Það er svo sem ekki vitlausara en þegar samfélagið lagðist hér á hliðina á sínum tíma svo kaupa mætti fiðlu en hið fyrrnefnda er þó sagt í gríni og ætlað að afla fé fyrir Barnaspítala Hringsins. Skoðun 10.12.2020 08:01 Íslendingar og Bretar skrifa undir viðskiptasamning Bresk og íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir bráðabirgðafríverslunarsamning sem mun taka gildi í ársbyrjun 2021. Viðskipti innlent 8.12.2020 13:13 Komum í veg fyrir varanlegt tjón! Framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda skrifaði nokkra ádrepu í Mogganum í gær, vegna þess meinta þrýstings sem borist hefur frá bændum til stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna alvarlegs ástands sem blasir við á innlendum markaði. Skoðun 4.12.2020 17:01 Frumvarp um aukna álagningu á innfluttar landbúnaðarvörur nýtur mikils stuðnings Frumvarp landbúnaðarráðherra um tímabunda hækkun á álögum ríkisins á innfluttar landbúnaðarvörur virðist njóta stuðnings mikils meirihluta þingmanna. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar lýstu sig einir andsnúna frumvarpinu við fyrstu umræðu um það í gær. Innlent 4.12.2020 12:01 Neytendasamtökin segja ósanngjarnt að neytendur borgi stuðning við bændur Formaður Neytendasamtakanna segir ósanngjarnt að neytendur verði látnir borga stuðning við bændur með því að hækka álögur á innfluttar landbúnaðarvörur í skjóli kórónuveirufaraldursins. Nær væri að veita bændum beinan stuðning eins og örðum atvinnugreinum. Viðskipti innlent 3.12.2020 19:20 Ríkið dæmt til að greiða Elko 18,7 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Elko hf, rekstraraðila raftækjaverslana Elko, 18,7 milljónir vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkisins í tengslum við innflutning á raftækjum. Viðskipti innlent 1.12.2020 14:52 FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. Viðskipti innlent 1.12.2020 11:16 Hamskipti osta í hafi Nýlega bárust þau tíðindi að evrópskir ostar breyttu eðli sínu á leið yfir hafið á leið til Íslands. Þessar eðlisbreytingar höfðu í för með sér gerbreytta tollmeðferð. Skoðun 30.11.2020 14:00 Lagt til að sætindi hækki um tuttugu prósent í verði Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, skipaði leggur til að breytingar verði gerðar á skattkerfinu með það að leiðarljósi að sætindi hækki um tuttugu prósent í verði. Viðskipti innlent 27.11.2020 06:55 Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Erlent 25.11.2020 21:30 Samkeppni skattkerfa og auknar fjárfestingar Ég rakst nýverið á auglýsingu frá Viðskiptaráði Íslands (VÍ) þar sem þeir voru að auglýsa grein sína „Ósamkeppnishæft skattkerfi á krítískum tímapunkti“. Skoðun 23.11.2020 10:31 Bráðabirgðafríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn. Innlent 20.11.2020 17:39 Undirrituðu samning um stærstu viðskiptablokk í heimi Íbúar aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið. Viðskipti erlent 15.11.2020 17:19 Í kyrrþey Um langa hríð hefur hefðbundinn íslenskur landbúnaður glímt við erfiða rekstrarstöðu og þó kannski sérstaklega sauðfjárræktin. Nú er svo komið að allt að því vonlaust er fyrir sauðfjárbændur að reka bú sín og afla þeirra tekna sem til þarf til að geta greitt sjálfum sér laun og halda við tækjum og húsum. Skoðun 14.11.2020 09:31 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 30 ›
Þessar breytingar tóku gildi um áramótin Ýmsar breytingar í hinum ýmsu málaflokkum tóku gildi nú um áramótin. Gjöld voru víða hækkuð, til dæmis í sund, sorphirðu og strætó - en í sumum tilfellum lækkuð. Skattabreytingar voru innleiddar, fæðingarorlof lengt og plastpokar bannaðir. Innlent 8.1.2021 08:15
Fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja Núgildandi fríverslunarsamningar Íslands ná til 74 ríkja og landsvæða og um 3,2 milljarða manna. Þá bíða þrír samningar EFTA gildistöku, einn bíður undirritunar og þá á EFTA í viðræðum við fleiri ríki um viðskiptasamninga. Ef yfirstandandi samningaviðræður skila árangri mun Ísland eiga í fríverslunarsambandi við ríki þar sem í búa um tveir þriðju hlutar mannkyns. Viðskipti innlent 6.1.2021 18:47
Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. Innlent 4.1.2021 16:52
Þessar skattabreytingar taka gildi nú um áramótin Ýmsar skattabreytingar er snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu tóku gildi nú um áramótin. Þar má nefna 3,6 prósent lækkun á grunnþrepi tekjuskatts, breytingu á frítekjumarki, hækkun á krónutölugjöldum og hækkun á skerðingarmörkum barnabóta. Viðskipti innlent 1.1.2021 19:03
Þarf íslenskur landbúnaður innflutningsvernd? Ég er jafnréttissinni og vil sjá jafnrétti til handa öllum og ekki síst konum og körlum. Þó að ég sé jafnréttissinni þá fyndist mér mjög ósanngjarnt ef gerð væri sú krafa að t.d. allar þær frábæru frjálsíþróttakonur sem við eigum yrði gert að keppa við karla í sinni grein. Skoðun 1.1.2021 16:01
Theodóra settur skattrannsóknarstjóri næsta hálfa árið Theodóra Emilsdóttir hefur verið settur skattrannsóknarstjóri frá áramótum til 1. júlí 2021 í tímabundnu leyfi Bryndísar Kristjánsdóttur. Viðskipti innlent 29.12.2020 13:17
Aðgerðir á tímum Covid Margir hagsmunahópar hafa blandað sér í umræðuna um landbúnaðarmál og matvælaverð sem hefur verið ofarlega á baugi á liðnum dögum. Þar hafa sérhagsmunaöfl innflytjenda reynt að kasta rýrð á mikilvægi þess að standa vörð um fæðuöryggi og innlendan landbúnað og atvinnugreinina sem slíka. Skoðun 21.12.2020 13:31
Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. Innlent 18.12.2020 11:59
Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. Innlent 17.12.2020 19:21
Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. Innlent 17.12.2020 15:43
Fresta niðurfellingu ívilnunar vegna tengiltvinnbíla Svo virðist sem ákveðið hafi verið að fresta fyrirhugaðri niðurfellingu ívilnunar sem tengiltvinnbílar hafa notið hér á landi í formi lækkaðs virðisaukaskatts. Viðskipti innlent 17.12.2020 07:37
Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. Viðskipti innlent 16.12.2020 19:21
„Ráð sem duga“ Á síðustu vikum hafa verið miklar umræður um stöðu og hag landbúnaðarins og hlut hans í íslensku efnahagslífi. Þar hafa komið fram sjónarmið sem halda því fram að það stappi nærri lögleysu að beita hefðbundnum stjórntækjum ríkisins til að hafa áhrif á starfsumhverfi atvinnugreinarinnar, svo sem tollum, uppboðum á tollkvótum og undanþágum frá almennum samkeppnislögum. Skoðun 15.12.2020 13:16
Látum hækkun frítekjumarka fjármagnstekna nýtast öllum Það hefur sennilega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fréttum að nú stendur til að hækka frítekjumark fjármagnstekna frá 150þ.kr upp í 300þ.kr. Ekki eru allir sammála um ágæti þeirrar hugmyndar þar sem hér sé verið að veita hluta landsmanna aukinn stuðning frá ríkinu og að sá hópur sé sennilega sá sem þyrfti síst á ölmusu að halda. Skoðun 15.12.2020 10:01
Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. Viðskipti innlent 11.12.2020 22:35
Sérhagsmunir í „upphæðum“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er með skipulögðum hætti að veikja ýmsar af mikilvægustu eftirlitstsstofnunum í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og nú á að draga tennurnar úr Skattrannsóknarstjóra. Skoðun 10.12.2020 13:30
Hverju skilar góðgerðartónlistin? Mér skilst að nú sé verið að safna fyrir nýjum bíl handa Emmsjé Gauta. Það er svo sem ekki vitlausara en þegar samfélagið lagðist hér á hliðina á sínum tíma svo kaupa mætti fiðlu en hið fyrrnefnda er þó sagt í gríni og ætlað að afla fé fyrir Barnaspítala Hringsins. Skoðun 10.12.2020 08:01
Íslendingar og Bretar skrifa undir viðskiptasamning Bresk og íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir bráðabirgðafríverslunarsamning sem mun taka gildi í ársbyrjun 2021. Viðskipti innlent 8.12.2020 13:13
Komum í veg fyrir varanlegt tjón! Framkvæmdastjóri Félags Atvinnurekenda skrifaði nokkra ádrepu í Mogganum í gær, vegna þess meinta þrýstings sem borist hefur frá bændum til stjórnvalda að grípa til aðgerða vegna alvarlegs ástands sem blasir við á innlendum markaði. Skoðun 4.12.2020 17:01
Frumvarp um aukna álagningu á innfluttar landbúnaðarvörur nýtur mikils stuðnings Frumvarp landbúnaðarráðherra um tímabunda hækkun á álögum ríkisins á innfluttar landbúnaðarvörur virðist njóta stuðnings mikils meirihluta þingmanna. Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar lýstu sig einir andsnúna frumvarpinu við fyrstu umræðu um það í gær. Innlent 4.12.2020 12:01
Neytendasamtökin segja ósanngjarnt að neytendur borgi stuðning við bændur Formaður Neytendasamtakanna segir ósanngjarnt að neytendur verði látnir borga stuðning við bændur með því að hækka álögur á innfluttar landbúnaðarvörur í skjóli kórónuveirufaraldursins. Nær væri að veita bændum beinan stuðning eins og örðum atvinnugreinum. Viðskipti innlent 3.12.2020 19:20
Ríkið dæmt til að greiða Elko 18,7 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Elko hf, rekstraraðila raftækjaverslana Elko, 18,7 milljónir vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkisins í tengslum við innflutning á raftækjum. Viðskipti innlent 1.12.2020 14:52
FA sakar ráðherra um að láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum Félag atvinnurekenda sakar landbúnaðarráðherra um láta undan þrýstingi frá sérhagsmunum og fara gegn hagsmunum innflutningsfyrirtækja og neytenda. Það sé gert í nýju frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um fyrirkomulag útboðs tollkvóta fyrir búvörur. Viðskipti innlent 1.12.2020 11:16
Hamskipti osta í hafi Nýlega bárust þau tíðindi að evrópskir ostar breyttu eðli sínu á leið yfir hafið á leið til Íslands. Þessar eðlisbreytingar höfðu í för með sér gerbreytta tollmeðferð. Skoðun 30.11.2020 14:00
Lagt til að sætindi hækki um tuttugu prósent í verði Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, skipaði leggur til að breytingar verði gerðar á skattkerfinu með það að leiðarljósi að sætindi hækki um tuttugu prósent í verði. Viðskipti innlent 27.11.2020 06:55
Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Erlent 25.11.2020 21:30
Samkeppni skattkerfa og auknar fjárfestingar Ég rakst nýverið á auglýsingu frá Viðskiptaráði Íslands (VÍ) þar sem þeir voru að auglýsa grein sína „Ósamkeppnishæft skattkerfi á krítískum tímapunkti“. Skoðun 23.11.2020 10:31
Bráðabirgðafríverslunarsamningur við Bretland í höfn Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn. Innlent 20.11.2020 17:39
Undirrituðu samning um stærstu viðskiptablokk í heimi Íbúar aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið. Viðskipti erlent 15.11.2020 17:19
Í kyrrþey Um langa hríð hefur hefðbundinn íslenskur landbúnaður glímt við erfiða rekstrarstöðu og þó kannski sérstaklega sauðfjárræktin. Nú er svo komið að allt að því vonlaust er fyrir sauðfjárbændur að reka bú sín og afla þeirra tekna sem til þarf til að geta greitt sjálfum sér laun og halda við tækjum og húsum. Skoðun 14.11.2020 09:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent