Enn um úthlutun tollkvóta Margrét Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2023 11:30 Undanfarið hefur skapast nokkur umræða um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, verðþróun tollkvótanna og áhrif þeirrar verðþróunar á verð til neytenda. Af hálfu Félags atvinnurekenda (FA) hefur því verið haldið fram að verðhækkun á tollkvótum undanfarin misseri sé tilkomin vegna yfirboða af hálfu afurðastöðva í landbúnaði. Tilgangur slíkra fullyrðinga virðist vera að undirbyggja tillögur FA um að útiloka ákveðin fyrirtæki frá útboði og þar með minnka samkeppni við önnur fyrirtæki sem stunda innflutning um þessi takmörkuðu gæði sem tollkvóti er. Gjalda ber varhug við slíkum hugmyndum. Fullyrðingar um útboð tollkvóta standast ekki skoðun Framkvæmdastjóri FA hefur m.a. haldið því fram að þessi háttsemi leiði til hærra vöruverðs fyrir neytendur. Einföld greining út frá markaðshagfræði leiðir þó vitanlega í ljós að núgildandi fyrirkomulag útboðs á tollkvótum hefur engin áhrif á verð til neytenda, heldur einungis hvernig hagnaður af innflutningnum skiptist á milli innflutningsfyrirtækja og ríkissjóðs. Tollkvóti er tiltekið magn vöru sem hægt er að flytja inn til landsins á lægri tollum eða tollfrjálst. Með útboði tollkvóta gefst innflytjendum færi á að bjóða í kvótana, væntanlega með hliðsjón af hagkvæmni innflutningsins. Útboðsgjaldið ræðst síðan af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið. Magn tollkvóta er fast (nema gerðar séu breytingar á milliríkjasamningum) og því breytir verð á tollkvótum engu um heildarframboð vara, svo framarlega sem tollkvótarnir eru nýttir. Hvernig hefur útboðsgjald fyrir tollkvóta þróast? Þegar útboðsgjald vegna tollkvóta fyrir búvörur frá ESB er skoðað kemur í ljós að það er nú svipað og það var á árinu 2019 fyrir flestar vörur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sé litið til verðþróunar tollkvóta frá því samningur við ESB tók gildi um mitt ár 2018 má sjá að verðið hefur lækkað töluvert fyrir margar tegundir frá þeim tíma, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sem dæmi hefur verð fyrir tollkvóta í osti lækkað um 14%, nautgripakjöt um 28% og alifuglakjöt um 15%. Verð fyrir tollkvóta lækkaði (miðað við fast verðlag) á árunum 2020-2021 en ætla má að rekja megi þær sveiflur m.a. til fækkunar ferðamanna sökum heimsfaraldurs. Það er ekki óeðlilegt að eftirspurn eftir tollkvótum minnki við slíkar aðstæður. Þá hefur innrás Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022 einnig haft mikil áhrif á framboð og framleiðslukostnað matvæla í heiminum. Ætla má að hækkanir á útboðsverði í síðustu úthlutunum tollkvóta megi öðru fremur rekja til aukinnar eftirspurnar vegna fjölgunar ferðamanna að nýju eftir heimsfaraldur. Á tímabilinu jan-nóv 2022 sóttu 1,7 milljón ferðamanna Ísland heim samanborið við 690 þúsund á sama tímabili 2021 og 480 þúsund árið 2020 (skv. mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu). Má m.a. sjá áhrif þessa í aukinni eftirspurn eftir tollkvótanum sem hefur farið úr því að vera þreföld á við framboðið í ársbyrjun 2021 í fimmfalda eftirspurn í síðasta útboði. Aukin eftirspurn eftir takmörkuðum gæðum hlýtur alltaf að þýða hærra verð, burtséð frá því hvaða fyrirtæki taka þátt í útboðinu. Niðurlag Að þessu sögðu þá er ljóst að það er nokkuð bratt að halda því fram að þátttaka innlendra fyrirtækja, sem stunda m.a. landbúnaðartengda starfsemi, valdi verðhækkun á tollkvótum. Verð tollkvóta ræðst einfaldlega af markaðsaðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Margrét Gísladóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast nokkur umræða um úthlutun tollkvóta fyrir landbúnaðarvörur, verðþróun tollkvótanna og áhrif þeirrar verðþróunar á verð til neytenda. Af hálfu Félags atvinnurekenda (FA) hefur því verið haldið fram að verðhækkun á tollkvótum undanfarin misseri sé tilkomin vegna yfirboða af hálfu afurðastöðva í landbúnaði. Tilgangur slíkra fullyrðinga virðist vera að undirbyggja tillögur FA um að útiloka ákveðin fyrirtæki frá útboði og þar með minnka samkeppni við önnur fyrirtæki sem stunda innflutning um þessi takmörkuðu gæði sem tollkvóti er. Gjalda ber varhug við slíkum hugmyndum. Fullyrðingar um útboð tollkvóta standast ekki skoðun Framkvæmdastjóri FA hefur m.a. haldið því fram að þessi háttsemi leiði til hærra vöruverðs fyrir neytendur. Einföld greining út frá markaðshagfræði leiðir þó vitanlega í ljós að núgildandi fyrirkomulag útboðs á tollkvótum hefur engin áhrif á verð til neytenda, heldur einungis hvernig hagnaður af innflutningnum skiptist á milli innflutningsfyrirtækja og ríkissjóðs. Tollkvóti er tiltekið magn vöru sem hægt er að flytja inn til landsins á lægri tollum eða tollfrjálst. Með útboði tollkvóta gefst innflytjendum færi á að bjóða í kvótana, væntanlega með hliðsjón af hagkvæmni innflutningsins. Útboðsgjaldið ræðst síðan af lægsta samþykkta tilboði í hverjum vörulið. Magn tollkvóta er fast (nema gerðar séu breytingar á milliríkjasamningum) og því breytir verð á tollkvótum engu um heildarframboð vara, svo framarlega sem tollkvótarnir eru nýttir. Hvernig hefur útboðsgjald fyrir tollkvóta þróast? Þegar útboðsgjald vegna tollkvóta fyrir búvörur frá ESB er skoðað kemur í ljós að það er nú svipað og það var á árinu 2019 fyrir flestar vörur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sé litið til verðþróunar tollkvóta frá því samningur við ESB tók gildi um mitt ár 2018 má sjá að verðið hefur lækkað töluvert fyrir margar tegundir frá þeim tíma, að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Sem dæmi hefur verð fyrir tollkvóta í osti lækkað um 14%, nautgripakjöt um 28% og alifuglakjöt um 15%. Verð fyrir tollkvóta lækkaði (miðað við fast verðlag) á árunum 2020-2021 en ætla má að rekja megi þær sveiflur m.a. til fækkunar ferðamanna sökum heimsfaraldurs. Það er ekki óeðlilegt að eftirspurn eftir tollkvótum minnki við slíkar aðstæður. Þá hefur innrás Rússlands í Úkraínu í febrúar 2022 einnig haft mikil áhrif á framboð og framleiðslukostnað matvæla í heiminum. Ætla má að hækkanir á útboðsverði í síðustu úthlutunum tollkvóta megi öðru fremur rekja til aukinnar eftirspurnar vegna fjölgunar ferðamanna að nýju eftir heimsfaraldur. Á tímabilinu jan-nóv 2022 sóttu 1,7 milljón ferðamanna Ísland heim samanborið við 690 þúsund á sama tímabili 2021 og 480 þúsund árið 2020 (skv. mælaborði ferðaþjónustunnar hjá Ferðamálastofu). Má m.a. sjá áhrif þessa í aukinni eftirspurn eftir tollkvótanum sem hefur farið úr því að vera þreföld á við framboðið í ársbyrjun 2021 í fimmfalda eftirspurn í síðasta útboði. Aukin eftirspurn eftir takmörkuðum gæðum hlýtur alltaf að þýða hærra verð, burtséð frá því hvaða fyrirtæki taka þátt í útboðinu. Niðurlag Að þessu sögðu þá er ljóst að það er nokkuð bratt að halda því fram að þátttaka innlendra fyrirtækja, sem stunda m.a. landbúnaðartengda starfsemi, valdi verðhækkun á tollkvótum. Verð tollkvóta ræðst einfaldlega af markaðsaðstæðum hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar