Ólympíuleikar 2020 í Tókýó

Fréttamynd

Gullinn mánudagur fyrir Breta

Mánudagurinn 26. júlí 2021 fer í hóp með bestu dögum Bretlands á Ólympíuleikunum því Bretar unnu þrenn gullverðlaun í dag.

Sport
Fréttamynd

Biles átti ekki sinn besta dag

Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur átt betri daga í fimleikasalnum en hún átti í undanúrslitum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Þrátt fyrir það komst hún í úrslit í fimm greinum.

Sport
Fréttamynd

Lygilegur sigur Frakka hélt þeim á lífi

Frakkar hafa verið allt annað en sannfærandi í fótboltakeppni karla á Ólympíuleikunum það sem af er. Eftir 4-1 tap fyrir Mexíkó í fyrsta leik var útlit fyrir að liðið félli úr keppni í morgun en hádramatísk endurkoma hélt þeim á lífi.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrstu gullverðlaun heimamanna

Na­ohisa Takato varð í dag fyrsti heimamaðurinn til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó þessa dagana. Hann hafði bet­ur gegn Yung Wei Yang frá Taív­an í úr­slit­um í -60 kg flokki í júdó.

Sport
Fréttamynd

Danir settu markamet gegn lærisveinum Dags

Heimamenn í Japan, undir stjórn Dags Sigurðssonar, biðu afhroð í fyrsta leik sínum í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Danmörk vann 47-30 sigur á þeim japönsku.

Handbolti
Fréttamynd

Egyptar rúlluðu yfir Portúgala á lokakaflanum

Egyptaland vann frábæran 37-31 sigur á Portúgal í fyrsta leik liðanna í B-riðli í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó. Egyptar stungu Portúgala af í síðari hálfleik eftir jafnan leik framan af.

Handbolti
Fréttamynd

Grátleg töp hjá bæði Aroni og Alfreð

Landslið Barein í handbolta, undir stjórn Arons Kristjánssonar, var ævintýralega nálægt sigri, eða að minnsta kosti jafntefli, gegn Svíum í B-riðli handboltakeppnar karla á Ólympíuleikunum í nótt. Sömu sögu er að segja af liði Þýskalands, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar.

Handbolti