Pílukast

Fréttamynd

Clayton og Cullen seinastir inn í 32-manna úrslit

Seinasti keppnisdagur heimsmeistaramótsins í pílukasti fyrir jól fór fram í kvöld þar sem átta manns tryggðu sér sæti í 32-manna úrslitum. Þar á meðal vann Jonny Clayton öruggan 3-0 sigur gegn Danny van Trijp og Joe Cullen hafði betur gegn Ricky Evans í seinustu viðureigninni fyrir jól.

Sport
Fréttamynd

Afmælisbarnið Anderson flaug í 32-manna úrslit

Skotinn fljúgandi, Gary Anderson, var meðal þeirra sem tryggðu sér sæti í 32-manna úrslitum heimsmeistaramótsins í pílkuasti í kvöld. Hann vann góðan 3-1 sigur gegn Madars Razma á 52 ára afmælisdaginn sinn.

Sport
Fréttamynd

Ísmaðurinn örugglega áfram en Sá einstaki lenti í basli

Ísmaðurinn Gerwyn Price, efsti maður heimslistans í pílu, er kominn í þriðju umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti eftir öruggan sigur gegn Luke Woodhouse í kvöld, 3-1. Portúgalinn José de Sousa þurfti hins vegar að snúa taflinu við er hann vann 3-2 sigur gegn Ástralanum Simon Whitlock.

Sport
Fréttamynd

Nýliðinn átti tilþrif kvöldsins

Árni Ágúst Daníelsson, sem hóf að æfa pílukast í byrjun þessa árs, sýndi frábær tilþrif á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti.

Sport
Fréttamynd

Handsprengju varpað að meistaranum í kvöld

Þrír menn sem orðið hafa Íslandsmeistarar eru í hópi keppenda á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti í kvöld. Aðeins einn þeirra getur komist áfram á úrslitakvöldið í desember.

Sport