Erlent

Fréttamynd

Vogunarsjóðir gegn Stork

Vogunarsjóðirnir Centaurus og Paulson, sem eiga samanlagt um 32% hlutafjár í hollensku fyrirtækjasamstæðunni Stork, hafa sett fram kröfu um að haldinn verði sérstakur hluthafafundur til að taka fyrir vantrausttillögu á stjórn félagsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Brenndu sex menn lifandi

Vopnaðir sjía múslimar, í Írak, réðust í dag á sex súnní múslima sem voru að koma frá bænahaldi, og brenndu þá lifandi. Þetta er talið vera hefnd fyrir mannskæða sprengjuárás, í gær, sem kostaði yfir 200 manns lífið, í hverfi sjía múslima í Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Scania fellir tilboð MAN

Stjórn sænska vörubílaframleiðandans Scania hefur fellt óvinveitt yfirtökutilboð þýska samkeppnisaðilans MAN í félagið. Tilboðið hljóðaði upp á 10,2 milljarða evrur eða um 942 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nasistastytta afhjúpuð í Noregi

Stytta af lögreglustjóra Oslóarborgar, á stríðsárunum, hefur verið afhjúpuð í dag. Knut Röd vann sér það helst til frægðar að senda um 850 norska Gyðinga í útrýmingarbúðir nasista. Aðeins ellefu þeirra áttu afturkvæmt.

Erlent
Fréttamynd

Telja hvalaskoðunarbáta ógna lífi hvalanna

Sameiginlegar rannsóknir breskra og kanadiskra vísindamanna benda til þess að hvalaskoðunarbátar trufli svo hvalina, að lífi þeirra geti stafað hætta af. Bátarnir trufli hvalina við fæðuöflun og hreki þá jafnvel frá góðum matar- og hvíldarsvæðum.

Erlent
Fréttamynd

Enn ein fjöldagröfin í Bosníu

Enn ein fjöldagröfin er fundin í Bosníu og er talið að hún sé frá fjöldamorðunum í Srebrenica árið 1995. Samtals fundust jarðneskar leifar 156 fórnarlamba. Þar af voru níutíu heil lík og svo líkamshlutar af sextíu og sex mönnum.

Erlent
Fréttamynd

Le Pen vinsælli en nokkru sinni

Hægri öfgamaðurinn Jean-Marie Le er nú vinsælli en nokkrusinni, í Frakklandi, og gerir sér góðar vonir um að fara með sigur af hólmi í forsetakosningunum sem haldnar verða eftir sex mánuði.

Erlent
Fréttamynd

„Herra Pútín, þú myrtir mig“

Alexander Litvinenko, fyrrverandi KGB-njósnarinn sem lést í Lundúnum í gærkvöldi, sakar Vladímír Pútín um að hafa myrt sig í yfirlýsingu sem hann skrifaði fyrir lát sitt.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkaði lítillega

Heimsmarkaðverð á hráolíu hækkaði lítillega í rafrænum viðskiptum á markaði í Bandaríkjunum í dag. Búist er við nokkurri eftirspurn eftir eldsneyti vestanhafs um helgina en Þakkargjörðarhátíðin er nú að renna þar í garð. Verðið hefur lækkað um 23 prósent síðan það náði hámarki í júlí í sumar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Varar Ástrala við afskiptum af Fiji eyjum

Yfirmaður hersins á Fiji eyjum hefur varað Ástralíu og Nýja Sjáland við að skipta sér af innanríkismálum á eyjunum, eftir að utanríkisráðherra Ástralíu sagði að þeir hefðu skýrar sannanir fyrir því að herforinginn væri að undirbúa valdarán innan tveggja vikna.

Erlent
Fréttamynd

Hluthafar hindra yfirtöku á Aer Lingus

Sjóður í eigu starfsmannafélags írska flugfélagsins Aer Lingus, sem á stóran hlut í flugfélaginu, hefur fellt yfirtökutilboð írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair í félagið. Breska ríkisútvarpið segir sjóðinn geta komið í veg fyrir yfirtöku Ryanair á Aer Lingus.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Rúanda hótar stjórnmálaslitum við Frakkland

Rúanda hefur kvatt sendiherra sinn í Frakklandi heim, og hótar að slíta stjórnmálasamband við landið, eftir að franskur dómari gaf út handtökuskipun á hendur níu háttsettum embættismönnum í Rúanda.

Erlent
Fréttamynd

Krónprins Danmerkur á ferð um Ástralíu

Friðrik, krónprins Danmerkur, og Mary eiginkona hans eru á ferðalagi um Ástralíu. Mary er fædd á eynni Tasmaníu sem er hluti af Ástralíu. Ástralir telja sig eiga dálítið í dönsku konungfjölskyldunni og hafa fylgst vel með ferð hjónanna um landið.

Erlent
Fréttamynd

Sony innkallar stafrænar myndavélar

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur ákveðið að innkalla átta gerðir stafrænna myndavéla vegna galla í myndnema sem gerir það að verkum að notendur geta átt í erfiðleikum með að sjá á skjá vélarinnar þegar þeir taka myndir. Forsvarsmenn Sony hafa neitað að tjá sig um það hversu margar myndavélar verði innkallaðar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfir tvö hundruð látnir eftir árásir í Bagdad

Tala látinna eftir hrinu árása í Sadr-hverfi í Bagdad í gær er nú komin upp í 202 og þá eru um 250 sárir. Árásin er sú mannskæðasta frá því að Bandaríkjamenn réðust inn í landið ásamt bandamönnum sínum í mars árið 2003.

Erlent
Fréttamynd

Rútubíll valt á leið til Oslóar

Tíu farþegar slösuðust, þar af tveir alvarlega, þegar rútubíll með fimmtíu og fimm farþega á leið frá Þrándheimi til Oslóar valt út af veginum í Dofrafjöllum í nótt. Talið er að vindhviða hafi feykt bílnum út af veginum. Fólkið braut sér leið út úr flakinu og sóttu þyrlur þá mest slösuðu.

Erlent
Fréttamynd

Útgöngubann í Írak eftir mannskæða árás

Útgöngubann hefur sett á í Bagdad í Írak um óákveðinn tíma eftir eina mannskæðustu árás í landinu frá innrás Bandaríkjamanna árið 2003. Að minnsta kosti eitt hundrað fjörtíu og fjórir týndu lífi í sprengjuárás á fátækrahverfi Sjía í Bagdad í gær og talið er að hátt í þrjú hundruð manns hafi særst.

Erlent
Fréttamynd

Yfir 50 flóttamenn grunaðir

Yfir fimmtíu útlendingar, sem hafa fengið hæli eða dvelja í Noregi, eru grunaðir um að hafa átt aðild að stríðsglæpum eða glæpum gegn mannkyni. Þetta hefur fréttavefur norska blaðsins VG eftir Espen Erdal hjá rannsóknarlögreglunni. Hann segir að listinn yfir útlendinga í landinu sem grunaðir eru um slíka glæpi lengist stöðugt.

Erlent
Fréttamynd

Hætt að reykja opinberlega

Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja opinberlega, þó að heima í Amalíuborgarhöllinni séu allir öskubakkar enn í fullri notkun. Þetta kom fram á fréttavef Politiken í gær.

Erlent
Fréttamynd

Enn deila íbúar Kanada um Quebec

Forsætisráðherra Kanada leggur til að þingið viðurkenni sérstöðu Quebec-búa, en ekki sjálfstæði. Varð á undan aðskilnaðarsinnum, sem vilja sjálfstæði.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðarsorg eftir lát 23 manna

Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Póllandi í gær, eftir að 23 námuverkamenn létu lífið í mannskæðasta námuslysi í landinu í nærri þrjá áratugi.

Erlent