Bandaríski fótboltinn

Fréttamynd

Dagur og félagar unnu gegn toppliðinu | Óvænt tap Nökkva og félaga

Bandaríska MLS-deildinn í knattspyrnu hélt áfram í nótt og komu tveir Íslendingar við sögu í leikjum næturinnar. Dagur Dan Þórhallsson og félagar hans í Orlando City unnu góðan 0-1 útisigur gegn FC Cincinnati, en Nökkvi Þeyr Þórisson og félagar í St. Louis City máttu þola 2-1 tap gegn Sporting Kansas City.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham hitti Modric í Króatíu

David Beckham hefur verið duglegur að fá stórstjörnur til Inter Miami og einn besti leikmaður sinnar kynslóðar gæti nú verið á leið til Flórída.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi lyfti Inter af botninum

Lionel Messi heldur áfram að gera það gott hjá Inter Miami en liðið vann í nótt sinn fyrsta deildarleik í háa herrans tíð og lyfti sér af botni deildarinnar. Messi innsiglaði sigur liðsins með laglegu marki undir lok leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi út­skýrir fögn sín

Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi hefur byrjað af krafti með Inter Miami og skorað 9 mörk í aðeins sex leikjum. Hann hefur fagnað þónokkuð af mörkunum á einstakan hátt og var spurður út í það.

Fótbolti
Fréttamynd

Níu mörk í sex leikjum og Messi og félagar á leið í bikarúrslit

Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, hefur heldur betur farið vel af stað hjá nýju félagi eftir að hann gekk í raðir Inter Miami frá PSG. Hann skoraði sitt níunda mark fyrir félagið er liðið mætti Philadelphia Union í undanúrslitum bikarsins í nótt.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi slær met í treyjusölu í Bandaríkjunum

Lionel Messi æðið í Bandaríkjunum heldur áfram. Íþróttavörumerkið Fanatics hefur gefið það út að sala á treyju Lionel Messi á fyrsta sólarhringnum væri sú söluhæsta frá upphafi hjá íþróttamanni sem skiptir um lið.

Sport