Bandaríski fótboltinn

Fréttamynd

Svava áfram út í kuldanum í New York

Íslenska landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir var ónotaður varamaður í fimmta leiknum í röð þegar Gotham FC vann 2-1 sigur á Chicago Red Stars í bandarísku atvinnumannadeildinni í nótt.

Fótbolti
Fréttamynd

Átti hina full­komnu spyrnu í hálf­leik

Stórskemmtilegt atvik átti sér stað í hálfleik á leik San José Earthquakes og Portland Timbers í MLS-deildinni í knattspyrnu. Leikurinn sjálfur endaði með markalausu jafntefli en atvikið sem um er ræðir fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.

Fótbolti
Fréttamynd

Vinir Messi orðaðir við Inter Miami

Eftir að félagaskipti Lionel Messi til Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum voru staðfest á dögunum hrannast inn fréttir af fleiri mögulegum félagaskiptum til liðsins úr vinahópi Messi. Nýjasta nafnið er varnarmaðurinn Jordi Alba, sem leikið hefur með Barcelona síðan 2012.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi í Miami mun bylta MLS-deildinni þökk sé Apple og Adidas

Lionel Messi hefur ákveðið að hans næsta skref á knattspyrnuferlinum verði tekið í Miami í Bandaríkjunum. Heimsmeistarinn hefur samið við Inter Miami og stefnir á að gera slökustu sóknarlínu MLS-deildarinnar samkeppnishæfa. Ljóst er að koma hans í deildina mun auka áhuga á henni til muna.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter Miami reynir einnig fá Di María og Busquets

Inter Miami ætlar sér greinilega stóra hluti í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu á komandi mánuðum. Lionel Messi er á leið til félagsins og nú berast fréttir af því að liðið ætli sér einnig að klófesta þá Ángel Di María og Sergio Busquets.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi valdi Miami

Argentínski snillingurinn Lionel Messi mun ganga í raðir bandaríska MLS-liðsins Inter Miami.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham rak gamla liðsfélagann

Phil Neville hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Inter Miami eftir skelfilegt gengi liðsins að undanförnu. Liðið hefur tapað tíu af fimmtán leikjum sínum á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Langþráður sigur hjá lærisveinum Rooney

Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í DC United unnu langþráðan sigur í MLS deildinni í knattspyrnu í nótt. Þá kom Dagur Dan Þórhallsson við sögu hjá liði Orlando City sem vann góðan sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Í sex leikja bann fyrir rasisma

Framherji New York Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta hefur verið dæmdur í sex leikja bann fyrir rasisma. Auk bannsins fékk Vanzeir sekt og þá þarf hann að sækja fræðslunámskeið.

Fótbolti