Eldri borgarar

Öflugri heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi
Heilbrigðisumdæmi Suðurlands hefur lengi verið eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum auk þess sem sumarbústaðafjöldi á svæðinu er með því sem mest gerist á landinu og fólksfjölgun hefur verið mikil. Í heilbrigðisumdæminu bjuggu árið 2020 29.9217 manns á víðfeðmu svæði.

Ný tækifæri í þjónustu eldra fólks
Samsetning mannfjöldans á Íslandi er að þróast á þann veg að hlutfall eldra fólks hækkar frá því sem áður var. Brýnt er þess vegna að við horfum til mögulegra nýrra tækifæra og breytinga í málefnum eldra fólks.

„Ekki fallegt“ að selja hús sem var gjöf til Alzheimer-sjúklinga
Áform um að selja húsnæði vinsæls dagvistunarúrræðis fyrir heilabilunarsjúklinga mæta mótstöðu aðstandenda. Fríðuhús var gjöf til Alzheimer-samtakanna á sínum tíma, sem fyrrverandi starfsmaður segir „ekki fallegt“ að setja á sölu.

Er eldra fólk tímasprengja?
Það er talað um eins og einhverjar hamfarir séu um það bil að skella á íslenskri þjóð á næstu árum og áratugum sem er kölluð hinu skelfilega samheiti: „Ellilífeyrisþegar“ eða „Eldra fólk“ þegar talað er um fólk sem er komið á eftirlaun eða á leiðinni þangað þegar skilaboð frá ráðandi yfirstétt þessa lands eru lesin.

Gamalt fólk má líka velja
Hvernig skipuleggjum við þjónustu við eldra fólk á næstu áratugum? Munum við geta notað sömu lausnir og áður? Getum við búist við því að þau sem þurfa þjónustu hugsi eins og hafi sömu væntingar til þjónustu og þau sem voru í sömu sporum fyrir 20 árum?

Öldruðum hrúgað í vöruskemmu þegar Ída gekk yfir
Þegar fellibylurinn Ída var farinn hjá og storminn lægði, áttu margir í Louisiana erfitt með að hafa uppi á öldruðum ástvinum. Í ljós kom að um 800 íbúar sjö hjúkrunarheimila höfðu verið fluttir í vöruhús og sjö áttu ekki afturkvæmt.

Aríel tekur við formennsku í Sjómannadagsráði
Aríel Pétursson, varaformaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins frá síðasta aðalfundi sem fram fór í vor, tók í dag við formennsku í ráðinu af Hálfdani Henrýssyni. Hálfdán hefur starfað með Sjómannadagsráði óslitið í 34 ár.

Fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara
Lífeyrissjóðirnir eru eitt stærsta samfélagslega framlag þeirrar kynslóðar sem hafa lokið góðri starfsævi. Sjóðirnir tryggja afkomu og lífskjör þeirra sem byggt hafa upp lífeyrissparnaðinn. En fram hjá því verður ekki litið að margir áttu þess ekki kost að ávinna sér viðunandi réttindi í lífeyrissjóði.

87 ára og hefur haldið 55 myndlistarsýningar
Þrátt fyrir að Jón Ingi Sigurmundsson á Selfossi sé að nálgast nírætt þá er hann enn í fullu fjöri við að mála myndir en hann var að opna sína fimmtugustu og fimmtu málverkasýningu. Jón segist ekkert verið orðinn skjálfhentur.

Öflugri heilbrigðisþjónusta á Suðurnesjum
Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja er fjórða fjölmennasta heilbrigðisumdæmið á landinu, ef horft er til fjölda þeirra sem eru skráð á heilsugæslustöðvar. Mikilvægt er að öll nauðsynleg heilbrigðisþjónusta sé í boði í umdæminu, hún standist gæðakröfur og njóti trausts meðal íbúa umdæmisins.

SELMA, sérhæft öldrunarteymi í heimaþjónustu
Með fjölgun aldraðra stöndum við frammi fyrir þeirri áskorun að mæta þjónustuþörfum þessa stækkandi hóps. Við þurfum sem samfélag að mæta fólki þar sem það er statt af virðingu og umhyggju. Tryggja fjölbreytta þjónustu sem uppfyllir allar gæðakröfur nútímans.

Hvað er mikilvægt; bankar eða gamalt fólk?
Samtök fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, sem kalla sig Samtök atvinnulífsins, hafa verið í áróðursherferð undanfarið og haldið því fram að það sé að verða of mikið af gömlu fólki í samfélaginu í samanburði við fólk á vinnualdri.

Húseigandinn dró tilboð um fyrirhuguð hjúkrunarrými til baka
Fyrirtækið Heilsuvernd var búið að komast að samkomulagi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur tímabundinna hjúkrunarrýma í Urðarhvarfi 8. Samningstíminn var fjögur ár með möguleika á framlengingu.

Eldri kynslóðin þurfi að minnka neyslu á bollasúpum og hrökkbrauði
Samkvæmt nýlegri rannsókn er það mýta að það hægi á grunnbrennslu líkamans með aldrinum. Næringarfræðingur segir að þær lífsstílsbreytingar sem komi gjarnan með aldrinum hafi meiri áhrif á aukakílóin heldur en aldurinn í sjálfu sér.

Þörf umræða um málefni aldraðra
Heilbrigðisþing var haldið fyrir skömmu. Umræðuefnið var nýútkomin skýrsla varðandi aðbúnað og þjónustu við aldraða. Umræðan er tímabær og í raun löngu tímabær, um það hvaða aðstæður og aðbúnað við viljum veita þeim sem eru orðnir aldraðir og þurfa þjónustu með einum eða öðrum hætti sökum breytinga á heilsufari.

Íslenskt samfélag
Þau voru bæði orðin sjötíu og tveggja ára og höfðu hætt að vinna fyrir tveimur til þremur árum. Og á þessum föstudagsmorgni sátu þau við eldhúsborðið og drukku morgunkaffið eins og þau gerðu reyndar á hverjum morgni.

Það dreymir enga um að búa á stofnun
Á föstudaginn var haldið Heilbrigðisþing. Þingið í ár fjallaði um framtíðarsýn í þjónustu við eldra fólk. Á þinginu kynnti Halldór S. Guðmundsson skýrslu sína „Virðing og reisn - Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir eldra fólk“.

Hátíðarmatseðillinn 17. júní: Opið bréf til allra frambjóðenda til Alþingis 2021
Ég ætla að byrja á því segja ykkur, frambjóðendur allra flokka, frá stöðufærslu sem hefur gengið reglulega á samfélagsmiðlum síðan þeir komu fram á sjónarsviðið en hefur í raun ekki hlotið nógu mikla athygli, þrátt fyrir að vera eins sannur og að sólin kemur upp í austri og sest í vestri.

Enn ekki gengið frá samningum þrátt fyrir að fjármögnun hafi verið tryggð
Enn hefur ekki verið gengið frá samningum um rekstur 90 hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að fjármögnun þeirra hafi verið tryggð fyrir áramót. Vonir stóðu til að hægt yrði að taka hjúkrunarrýmin í notkun í sumar, sem hefði létt verulega á hinum margumrædda „fráflæðisvanda“ á Landspítalanum.

Meðal hugmynda að skipa sérstakan ráðherra fyrir eldri borgara
Nauðsynlegt er að skipuleggja og samþætta þjónustu við eldra fólk að mati höfundar tillagna um breytingar til heilbrigðisráðherra. Meðal hugmynda er að skipaður verði sérstakur ráðherra fyrir málefni aldraðra.

Bein útsending: Heilbrigðisþing um framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu við aldraða
Heilbrigðisþingið um framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu við aldraða hefst klukkan 9 í dag og stendur til klukkan 16.

Elsti kvenoddvitinn frestar ballettþátttöku fyrir stjórnmálin
Helga Thorberg leikkona og garðyrkjufræðingur er elsta kona til að vera oddviti flokks í framboði til alþingiskosninga í haust. Hún fer fram fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi og segist hissa á að ekki skuli vera fleiri konur á hennar aldri að leiða lista að þessu sinni.

Fólki fæddu 1931 eða fyrr boðið að fá örvunarskammt
Boðið verður upp á örvunarskammt með mRNA bóluefni fyrir fólk sem fætt er 1931 eða fyrr á fimmtudaginn næsta. Bólusett verður í Laugardalshöll, en ekki verða sérstaklega send út SMS-skilaboð.

Tálgað á Selfossi – kindur, kisur, karlar og fuglar
Fuglar, kindur, kisur, fiskar, slaufur og mannfólk er meðal þess sem nokkrir eldri borgarar á Selfossi tálga um leið og þau njóta félagsskaparins við hvort annað. Nú stendur yfir sýning á verkum hópsins á bókasafninu á Selfossi þar sem margt forvitnilegt er að sjá.

Orðinn 98 ára en leggur enn stund á fræðin
Páll Bergþórsson veðurfræðingur varð 98 ára gamall í dag. Þrátt fyrir háan aldur dundar hann sér enn við fræðin og segir tíma til kominn að gripið verði til loftslagsaðgerða.

74 ára göngugarpur nálgast þrjú þúsund ferðir á Úlfarsfell
Sigmundur Stefánsson, 74 ára göngugarpur, viðurkennir að göngur sínar á Úlfarsfell séu orðnar að hálfgerðri áráttu. Hann hefur gengið á topp fjallsins yfir 2.700 sinnum.

Eldri borgarar bjartsýnir fyrir örvunarbólusetningu
Stefnt er að því að hefja endurbólusetningar eldri borgara og fólks með undirliggjandi sjúkdóma samhliða örvunarbólusetningu þeirra sem fengu Janssen. Framkvæmdastjóri hjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk jákvætt fyrir endurbólusetningunni.

Öll greind sýni hafa reynst neikvæð
Hátt í 120 íbúar svokallaðra öryggisíbúða á vegum hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi voru í dag skimaðir fyrir kórónuveirunni, eftir að sex íbúar í nokkrum húsanna greindust með kórónuveiruna. Stærstu meirihluti niðurstaðna liggur nú fyrir og hefur enginn bæst í hóp smitaðra.

Hreppaflutningar 21. aldarinnar
Ég, líkt og flestir, er umkringd fólki af eldri kynslóðinni. Þetta fólk hefur upplifað meira, aðra tíma, öðruvísi viðhorf. Þau sáu um þetta land og þessa þjóð á undan okkur og skilaði þessu öllu af sér í okkar hendur til að njóta síðustu æviáranna.

Smit á hjúkrunarheimili á Egilsstöðum
Allir starfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hafa verið skimaðir eftir að starfsmaður á heimilinu greindist smitaður af Covid-19. Þeir eru taldir hafa verið útsettir fyrir smiti hafa verið settir í sóttkví.