Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Methelgi í komu ferðamanna og hraðpróf til skoðunar Búist er við methelgi í komu farþegaflugvéla um helgina og gætu ferðamenn þurft að bíða klukkustundunum saman á meðan landamæraverðir fara yfir vottorð þeirra allra. Heilbrigðisráðherra segir svokölluð hraðpróf vera til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Innlent 7.5.2021 21:02 Skiptar skoðanir á afnámi einkaleyfa á bóluefnum Leiðtogar Evrópuríkja eru ósammála um ágæti þess að afnema einkaleyfi á framleiðslu bóluefna gegn kórónuveirunni. Málið er nú til umræðu innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Erlent 7.5.2021 20:00 WHO samþykkir bóluefni Sinopharm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur veitt Covid-bóluefni kínverska lyfjaframleiðandans Sinopharm neyðarleyfi. Það er fyrsta bóluefnið sem ekki er framleitt á vesturlöndum sem fær samþykki stofnunarinnar. Erlent 7.5.2021 18:14 Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. Innlent 7.5.2021 17:14 Ríkisstjórnin skoðar að kaupa Sputnik V fyrir 100 þúsund manns Íslenskum stjórnvöldum stendur til boða að fá skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V fyrir 200 þúsund manns. Ríkisstjórnin skoðar nú þann möguleika að kaupa skammta fyrir 100 þúsund einstaklinga. Innlent 7.5.2021 14:48 Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. Innlent 7.5.2021 12:29 Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. Erlent 7.5.2021 12:23 Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. Innlent 7.5.2021 11:55 Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. Innlent 7.5.2021 11:23 Fimm greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn ekki. Innlent 7.5.2021 11:00 Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum. Erlent 7.5.2021 10:52 Ísland áfram gult og staðan enn verst á Kýpur Ísland er áfram flokkað sem gult ríki á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem segir til um stöðuna á hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Uppfært kort var birt í gær. Erlent 7.5.2021 08:20 Japanir sitja uppi með tugmilljónir bóluefnaskammta Útlit er fyrir að innan tíðar muni Japan sitja uppi með tugmilljónir ónotaðra bóluefnaskammta, þar sem verulegir hnökrar eru á framkvæmd bólusetninga í landinu. Erlent 7.5.2021 08:03 Borgin að baki heimsfaraldurs Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Skoðun 7.5.2021 07:30 Bjóðast til að hýsa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Villa Park Aston Villa hefur boðið Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum, Villa Park. Fótbolti 6.5.2021 23:01 Aukaverkanir Janssen vekja litla lukku hjá bólusettum Mikill fjöldi fólks í kennarastétt fékk langþráða bólusetningu í gær þegar bólusetningar hófust eftir stafrófsröð innan stéttarinnar. Bóluefni Janssen var á boðstólnum, en aukaverkanir hafa þó sett strik í reikninginn varðandi starfsemi sumra skóla. Fleiri hafa greint frá slíkum aukaverkunum á samfélagsmiðlum. Innlent 6.5.2021 20:54 Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. Innlent 6.5.2021 19:31 Fleiri vilja afnema einkaleyfi Hreyfing er komin í viðræður um að afnema einkaleyfi á framleiðslu bóluefna við kórónuveirunni eftir að Bandaríkjamenn lýstu yfir stuðningi við tillöguna í gærkvöldi. Erlent 6.5.2021 18:13 Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni. Innlent 6.5.2021 16:49 UNICEF sendir hjálpargögn til Indlands vegna COVID-19 Útbreiðsla COVID-19 á Indlandi hefur verið stjórnlaus frá því önnur bylgja faraldursins hófst í febrúar samkvæmt frétt UNICEF. Heimsmarkmiðin 6.5.2021 15:00 Moderna með 96 prósent virkni fyrir unglinga Bóluefni Moderna við Covid-19 hefur 96 prósent virkni í hópi 12-17 ára, samkvæmt niðurstöðum úr öðru stigi tilrauna með efnið í þessum aldurshóp. Erlent 6.5.2021 13:53 Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar. Innlent 6.5.2021 12:41 Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lífið 6.5.2021 12:30 Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. Innlent 6.5.2021 11:47 Stefnt að því að halda Þjóðhátíð „Ef þetta plan stjórnvalda um afléttingar á þessum takmörkunum gengur eftir þá held ég að við Íslendingar séu öll að fá allavega lengra og skemmtilegra sumar en í fyrra. Við fengum allavega júní og júlí í fyrra en svo var allt hert upp aftur og það var enginn Þjóðhátíð,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lífið 6.5.2021 11:31 „Ef“ er orðið Það var hressandi að lesa nýlega Morgunblaðsgrein þeirra Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þeirra. Þeir fjölluðu þar skýrt og skilmerkilega um nýja sókn atvinnulífsins og endurreisn hagkerfisins. Skoðun 6.5.2021 11:31 Aukinn fjöldi ferðamanna helsta áhyggjuefnið Það hefur gengið vel að ná utan um þær hópsýkingar sem hafa verið í gangi í samfélaginu síðustu vikur og helsta áhyggjuefnið núna er aukinn fjöldi ferðamanna sem hingað kemur til lands. Innlent 6.5.2021 11:21 Tveir greindust innanlands í gær Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir þeir sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Innlent 6.5.2021 10:55 Ritstjóri Mogga vill að Kínverjar verði krafðir skýringa á veirum sem þaðan berast árlega Í leiðara Morgunblaðsins er vakin athygli á því að árvisst er að hvert haust berist flensa frá Kína sem felli fjölda manns í vesturheimi. Innlent 6.5.2021 10:47 Svona var 179. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Kamillu Sigríði Jósefsdóttur smitsjúkdómalækni sem mun fara yfir skipulag og framkvæmd bólusetningar á Íslandi. Innlent 6.5.2021 10:15 « ‹ 124 125 126 127 128 129 130 131 132 … 334 ›
Methelgi í komu ferðamanna og hraðpróf til skoðunar Búist er við methelgi í komu farþegaflugvéla um helgina og gætu ferðamenn þurft að bíða klukkustundunum saman á meðan landamæraverðir fara yfir vottorð þeirra allra. Heilbrigðisráðherra segir svokölluð hraðpróf vera til skoðunar til að flýta fyrir ferlinu. Innlent 7.5.2021 21:02
Skiptar skoðanir á afnámi einkaleyfa á bóluefnum Leiðtogar Evrópuríkja eru ósammála um ágæti þess að afnema einkaleyfi á framleiðslu bóluefna gegn kórónuveirunni. Málið er nú til umræðu innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Erlent 7.5.2021 20:00
WHO samþykkir bóluefni Sinopharm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur veitt Covid-bóluefni kínverska lyfjaframleiðandans Sinopharm neyðarleyfi. Það er fyrsta bóluefnið sem ekki er framleitt á vesturlöndum sem fær samþykki stofnunarinnar. Erlent 7.5.2021 18:14
Ekki lengur bólusett eftir aldri Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að bólusetning gegn Covid-19 verði hér eftir framkvæmd með tilviljunarkenndum hætti innan hvers forgangshóps í stað þess að einstaklingar séu boðaðir eftir aldri. Þýðir þetta að yngra fólk sem tilheyrir ekki forgangshópi geti átt von á því að vera boðað fyrr í bólusetningu en áður. Innlent 7.5.2021 17:14
Ríkisstjórnin skoðar að kaupa Sputnik V fyrir 100 þúsund manns Íslenskum stjórnvöldum stendur til boða að fá skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V fyrir 200 þúsund manns. Ríkisstjórnin skoðar nú þann möguleika að kaupa skammta fyrir 100 þúsund einstaklinga. Innlent 7.5.2021 14:48
Boðið að fá seinni skammtinn af AstraZeneca fyrr Ákveðið hefur verið að bjóða starfsfólki Landspítala að stytta tímann milli fyrri og seinni bólusetningar með bóluefni AstraZeneca úr tólf vikum í átta. Innlent 7.5.2021 12:29
Einstaklingum undir 40 ára boðið annað bóluefni en frá AstraZeneca Breska lyfjaeftirlitsstofnunin hefur ákveðið að héðan í frá verði einstaklingum undir fertugu boðið annað bóluefni en það frá AstraZeneca vegna sjaldgæfra en alvarlegra blóðtappa sem hafa verið tilkynntir í kjölfar bólusetninga. Erlent 7.5.2021 12:23
Fimmtíu mega koma saman á mánudaginn Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að fimmtíu manns megi koma saman hér á landi frá og með mánudeginum. Fleiri mega mæta í sund og líkamsrækt auk þess sem 150 mega sitja í sætum á viðburðum og 200 mæta í verslanir. Innlent 7.5.2021 11:55
Fáar tilkynningar um aukaverkanir vegna bóluefnis Janssen þrátt fyrir mikil veikindi Þrátt fyrir töluverð veikindi meðal þeirra sem fengu bóluefnið frá Janssen hafa aðeins sjö tilkynningar um aukaverkanir borist Lyfjastofnun. Engar þeirra hafa reynst alvarlegar. Innlent 7.5.2021 11:23
Fimm greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví en einn ekki. Innlent 7.5.2021 11:00
Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum. Erlent 7.5.2021 10:52
Ísland áfram gult og staðan enn verst á Kýpur Ísland er áfram flokkað sem gult ríki á uppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem segir til um stöðuna á hverju ríki vegna kórónuveirufaraldursins. Uppfært kort var birt í gær. Erlent 7.5.2021 08:20
Japanir sitja uppi með tugmilljónir bóluefnaskammta Útlit er fyrir að innan tíðar muni Japan sitja uppi með tugmilljónir ónotaðra bóluefnaskammta, þar sem verulegir hnökrar eru á framkvæmd bólusetninga í landinu. Erlent 7.5.2021 08:03
Borgin að baki heimsfaraldurs Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman er einn af fjölmörgum pistlahöfundum sem hefur gert framtíð borga að efnistökum í pistlaskrifum að undanförnu en víða má lesa dómsdagsspár um borgarsamfélög í ljósi heimsfaraldursins og tækniframfara sem gera fólki kleift að sinna störfum sínum óháð staðsetningu. Skoðun 7.5.2021 07:30
Bjóðast til að hýsa úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Villa Park Aston Villa hefur boðið Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, að spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum, Villa Park. Fótbolti 6.5.2021 23:01
Aukaverkanir Janssen vekja litla lukku hjá bólusettum Mikill fjöldi fólks í kennarastétt fékk langþráða bólusetningu í gær þegar bólusetningar hófust eftir stafrófsröð innan stéttarinnar. Bóluefni Janssen var á boðstólnum, en aukaverkanir hafa þó sett strik í reikninginn varðandi starfsemi sumra skóla. Fleiri hafa greint frá slíkum aukaverkunum á samfélagsmiðlum. Innlent 6.5.2021 20:54
Aðeins um 60 prósent mæting í bólusetningu í dag Um sextíu prósent mætingarhlutfall var í bólusetningu í Laugardalshöll í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að almennt mæti um áttatíu prósent fólks en hefur ekki skýringar á minni mætingu í dag. Innlent 6.5.2021 19:31
Fleiri vilja afnema einkaleyfi Hreyfing er komin í viðræður um að afnema einkaleyfi á framleiðslu bóluefna við kórónuveirunni eftir að Bandaríkjamenn lýstu yfir stuðningi við tillöguna í gærkvöldi. Erlent 6.5.2021 18:13
Röðin aldrei lengri í pylsupartýið í Laugardalshöll Aldrei hafa fleiri verið bólusettir fyrir Covid-19 í Laugardalshöll og í dag. Um fjórtán þúsund manns voru boðaðir í sprautu og stefnir í að 12800 verði sprautaðir með bóluefni AstraZeneca á þessum sólríka degi í höfuðborginni. Innlent 6.5.2021 16:49
UNICEF sendir hjálpargögn til Indlands vegna COVID-19 Útbreiðsla COVID-19 á Indlandi hefur verið stjórnlaus frá því önnur bylgja faraldursins hófst í febrúar samkvæmt frétt UNICEF. Heimsmarkmiðin 6.5.2021 15:00
Moderna með 96 prósent virkni fyrir unglinga Bóluefni Moderna við Covid-19 hefur 96 prósent virkni í hópi 12-17 ára, samkvæmt niðurstöðum úr öðru stigi tilrauna með efnið í þessum aldurshóp. Erlent 6.5.2021 13:53
Þriðjungur þjóðarinnar bólusettur Þriðjungur íslensku þjóðarinnar hefur verið bólusettur með bóluefni gegn Covid-19 með að minnsta kosti einni sprautu. 45% bólusetningarhópsins, þ.e. 16 ára og eldri, eru þá alla vega komin með eina sprautu eða mótefni vegna sýkingar. Innlent 6.5.2021 12:41
Daddi Disco þeytir skífum í Laugardalshöllinni „Ég er í miðri skiptingu á lagi. Þetta er geggjað, Guðni forseti var hérna áðan eins og hans árgangur,“ segir Kjartan Guðbergsson, betur þekktur sem Daddi Disco, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lífið 6.5.2021 12:30
Svandís bólusett: „Þetta er smá eins og söngleikur, allt svo vel skipulagt“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll í morgun. Ráðherrann hefur staðið í ströngu síðasta rúma árið vegna baráttunnar við kórónuveiruna og var mjög ánægð með að fá bóluefnasprautuna í morgun. „Þetta er bara æðislegt. Ég er bara svo hrærð,“ sagði ráðherrann. Innlent 6.5.2021 11:47
Stefnt að því að halda Þjóðhátíð „Ef þetta plan stjórnvalda um afléttingar á þessum takmörkunum gengur eftir þá held ég að við Íslendingar séu öll að fá allavega lengra og skemmtilegra sumar en í fyrra. Við fengum allavega júní og júlí í fyrra en svo var allt hert upp aftur og það var enginn Þjóðhátíð,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Lífið 6.5.2021 11:31
„Ef“ er orðið Það var hressandi að lesa nýlega Morgunblaðsgrein þeirra Árna Sigurjónssonar formanns Samtaka iðnaðarins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra þeirra. Þeir fjölluðu þar skýrt og skilmerkilega um nýja sókn atvinnulífsins og endurreisn hagkerfisins. Skoðun 6.5.2021 11:31
Aukinn fjöldi ferðamanna helsta áhyggjuefnið Það hefur gengið vel að ná utan um þær hópsýkingar sem hafa verið í gangi í samfélaginu síðustu vikur og helsta áhyggjuefnið núna er aukinn fjöldi ferðamanna sem hingað kemur til lands. Innlent 6.5.2021 11:21
Tveir greindust innanlands í gær Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir þeir sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Innlent 6.5.2021 10:55
Ritstjóri Mogga vill að Kínverjar verði krafðir skýringa á veirum sem þaðan berast árlega Í leiðara Morgunblaðsins er vakin athygli á því að árvisst er að hvert haust berist flensa frá Kína sem felli fjölda manns í vesturheimi. Innlent 6.5.2021 10:47
Svona var 179. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fer yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi ásamt Kamillu Sigríði Jósefsdóttur smitsjúkdómalækni sem mun fara yfir skipulag og framkvæmd bólusetningar á Íslandi. Innlent 6.5.2021 10:15