Frjósemi Heimilt að „framselja“ kynfrumur og fósturvísa til fyrrverandi og eftirlifandi Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að kynfrumum og fósturvísum verði ekki lengur sjálfkrafa eytt við sambúðar- eða hjúskaparslit eða andlát. Munu einstaklingar þannig geta veitt heimild fyrir notkun kynfruma og fósturvísa þrátt fyrir breyttar aðstæður. Innlent 31.3.2023 07:14 Leikkona á sjötugsaldri gagnrýnd fyrir að nota staðgöngumóður Spænska leikkonan Ana Obregón sætir nú gagnrýni í heimalandi sínu eftir að hún upplýsti að hún hefði eignast barn með milligöngu staðgöngumóður. Obregón, sem er fyrst og fremst þekkt fyrir að leika í sjónvarpsþáttum, er 68 ára gömul. Erlent 30.3.2023 14:26 Fagnar því að „ógeðfelld og ljót krafa“ falli frá Fósturvísum verður ekki eytt sjálfkrafa við skilnað eða andlát ef að frumvarp heilbrigðisráðherra nær fram að ganga. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði lagt fram eigið frumvarp, fagnar málinu og segir þetta ógeðfellt ákvæði. Hún vill þó ganga lengra og telur tilefni til að skoða rýmri heimild fyrir því að gefa fósturvísa. Innlent 5.2.2023 14:01 Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. Innlent 5.2.2023 08:01 Vandamál hve oft læknar svari konum: „Þú verður bara að léttast“ Guðrún Rútsdóttir, varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði, vill auka meðvitund um PCOS heilkennið hjá almenningi og starfsfólki í heilbrigðiskerfinu. Ástæðan fyrir þessari ósk um aukna vitundarvakningu er umfjöllun um notkun Íslendinga á lyfjunum Saxenda, Ozempic og Viscosa. Innlent 4.2.2023 07:00 Vilja flytja út norskt gjafasæði til Íslands Livio í Noregi hefur sóst eftir því að hefja útflutning á norsku gjafasæði og horfir sérstaklega til Íslands og Svíþjóðar. Erlent 1.2.2023 09:01 „Pældu í því að taka úr sér líffæri til að geta eignast annað barn með mér“ Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum ræðir hann samband sitt við eiginkonu sínu Valdísi Unnarsdóttur en saman eiga þau eina dóttur, Svandísi Ríkharðsdóttur. Lífið 27.11.2022 10:00 Eignaðist tvíbura með þrítugum fósturvísum Hjón í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum eignaðust undir lok síðasta mánaðar tvíbura. Þau notuðust við fósturvísa sem höfðu verið frystir í apríl árið 1992. Um er að ræða heimsmet. Erlent 22.11.2022 19:00 „Ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast“ Mannkynið gæti staðið frammi fyrir frjósemiskrísu á komandi tímum ef ekkert verður aðhafst, að því er kemur fram í grein í Guardian. Þar segir að sæði í karlmönnum verði sífellt máttlausara og að fjöldi sæðisfrumna í körlum hafi hrunið um helming á síðustu fjörutíu árum. Þróunin er að stigmagnast. Innlent 19.11.2022 10:45 Breytingar á lögum um geymslu fósturvísa í samráðsgátt Frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áformað er að breyta ákvæðum laganna með þeim hætti að ekki sé skylt að eyða fósturvísum við ákveðnar aðstæður aðila. Samkvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að nota fósturvísa nema í samræmi við samþykktan tilgang geymslunnar. Innlent 18.11.2022 07:01 Vildi óska þess að einhver hefði sagt henni að láta frysta eggin sín „Þetta var virkilega erfitt,“ segir hin ástsæla leikkona Jennifer Aniston, sem greinir frá því í forsíðuviðtali við tímaritið Allure að hún hafi glímt við ófrjósemi. Er það í fyrsta sinn sem Aniston opnar sig um þessa erfiðleika. Lífið 10.11.2022 12:50 Hafa lagt út milljónir vegna ófrjósemi Kona sem greitt hefur sjö milljónir króna í meðferðir og annan kostnað vegna ófrjósemi segir mikilvægt að fólk í sömu sporum fái meiri fjárhagslegan stuðning. Innlent 9.11.2022 21:00 Bandaríkjamenn eignast móðurfélag Livio á Íslandi Bandaríska fjárfestingafélagið Kohlberg Kravis Roberts hefur keypt sænska fyrirtækið Livio AB, sem sérhæfir sig í glasafrjóvgunum og öðrum úrræðum við ófrjósemi. Livio AB á 64 prósenta hlut í íslenska dótturfélaginu Livio, sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á glasafrjóvganir. Viðskipti innlent 21.10.2022 09:07 Hildur og Gísli eiga von á barni Hildur Sverrisdóttir alþingismaður og sambýlismaður hennar, Gísli Árnason, eiga von á barni. Lífið 11.10.2022 21:16 Lög um tæknifrjóvganir mega ekki gera verkefnið erfiðara Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Skoðun 26.9.2022 07:00 Fleiri sækja í frjósemismeðferðir Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Innlent 25.8.2022 21:01 Skaðleg efni leynast víða Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur í þrávirkum efnum hjá Umhverfisstofnun segir PFAS efni leynast víða og geta valdið hinum ýmsu heilsukvillum eins og frjósemis- og skjaldkirtilsvandamálum. Innlent 23.6.2022 23:56 Gengu til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð Snjódrífurnar leiddu Lífskraftsgöngur á Akrafjall, Súlur og Sjónfríð á Glámuhálendi til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. Þátttakendur voru margar þjóðþekktar konur sem allar skörtuðu bleikum Lífskraftshúfum. Lífið 22.6.2022 16:31 Dýrkeypt að takast á við ófrjósemi Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að glíma við ófrjósemi í framhaldinu. Á síðastliðnum dögum og vikum hafa tæknifrjóvgunarmál víða borið á góma í samfélaginu. Skoðun 15.6.2022 19:16 Selja húfu til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar Góðgerðafélagið Lífskraftur hefur sölu á Lífskraftshúfum í samstarfi við 66° norður til stuðnings fjölskyldum og einstaklingum sem glíma við krabbamein og ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Lífið 14.6.2022 14:54 Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. Innlent 12.6.2022 21:42 Mikil fjölgun á nýskráningum erlendra ríkisborgara Alls fæddust 1.105 börn á Íslandi á fyrsta ársfjórðungi ársins. 109 íslensk börn fæddust erlendis og eru nýskráðir erlendir ríkisborgarar 2.567 talsins. Innlent 1.6.2022 14:49 „Ríkið á að auka tækifæri fólks í þessari stöðu en ekki öfugt“ Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði nýverið fram frumvarp til breytinga á löggjöf um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna. Frumvarpið felur í sér einföldun regluverks í kringum tæknifrjóvganir ásamt auknu frelsi og trausti til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgun. Innlent 20.5.2022 14:27 „Fyrir mér er móðurhlutverkið það stærsta“ „Mér finnst afskaplega gott að fjalla um þessa hluti sem við forðumst að tala um,“ segir leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir. Hún glímdi við ófrjósemi í fimm ár áður en hún og Sveinn Geirsson eiginmaður hennar eignuðust tvíburadrengi árið 2012. Lífið 5.4.2022 06:00 Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. Lífið 1.4.2022 22:01 52 ára og ólétt í annað sinn Sænska sjónvarpsstjarnan Petra Mede tilkynnti í viðtali við Nyhetsmorgon á TV4 að hún á von á sínu öðru barni. Lífið 14.3.2022 10:43 Stofnuðu PCOS samtök Íslands: Þessi hópur þurfti málsvara PCOS samtök Íslands hafa verið stofnuð sem málsvari fyrir hóp þeirra einstaklinga sem eru með sjúkdóminn og er búið að opna á skráningu fyrir meðlimi. Áætlað er að um 10-15% kvenna á frjósemiskeiði séu með PCOS sem gerir þetta einn algengasta innkirtlasjúkdóminn hjá konum. Lífið 11.2.2022 09:30 Bætum lagaumhverfi tæknifrjóvgana og treystum tilvonandi foreldrum Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði. Skoðun 3.2.2022 09:00 Mikill hausverkur að velja sæðisgjafa: „Ég kastaði Kolbrúnu fyrir lestina og hún var til í að prófa“ Þær Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir vissu frá því þær byrjuðu að vera saman að þær langaði að stofna fjölskyldu. Lífið 2.2.2022 12:31 Ása eignaðist sitt fyrsta barn tæplega fimmtug og kom stúlkan í heiminn á deginum mikilvæga Ása Dóra Finnbogadóttir verður fimmtug á árinu og eignaðist sitt fyrsta barn um helgina eftir áralanga bið. Lífið 1.2.2022 10:31 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 7 ›
Heimilt að „framselja“ kynfrumur og fósturvísa til fyrrverandi og eftirlifandi Heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis að kynfrumum og fósturvísum verði ekki lengur sjálfkrafa eytt við sambúðar- eða hjúskaparslit eða andlát. Munu einstaklingar þannig geta veitt heimild fyrir notkun kynfruma og fósturvísa þrátt fyrir breyttar aðstæður. Innlent 31.3.2023 07:14
Leikkona á sjötugsaldri gagnrýnd fyrir að nota staðgöngumóður Spænska leikkonan Ana Obregón sætir nú gagnrýni í heimalandi sínu eftir að hún upplýsti að hún hefði eignast barn með milligöngu staðgöngumóður. Obregón, sem er fyrst og fremst þekkt fyrir að leika í sjónvarpsþáttum, er 68 ára gömul. Erlent 30.3.2023 14:26
Fagnar því að „ógeðfelld og ljót krafa“ falli frá Fósturvísum verður ekki eytt sjálfkrafa við skilnað eða andlát ef að frumvarp heilbrigðisráðherra nær fram að ganga. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði lagt fram eigið frumvarp, fagnar málinu og segir þetta ógeðfellt ákvæði. Hún vill þó ganga lengra og telur tilefni til að skoða rýmri heimild fyrir því að gefa fósturvísa. Innlent 5.2.2023 14:01
Eiga von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Par úr Árbænum, sem fór í einkar vel heppnaða tæknifrjóvgun í vetur, fékk sláandi fregnir í snemmsónar; eineggja þríburar eru væntanlegir í vor. Þær óraði ekki fyrir því að þríburar væru mögulegir en eru yfir sig spenntar. Þá voru viðbrögð aðstandenda við fréttunum, sem fylgja umfjölluninni, oft ansi skrautleg. Innlent 5.2.2023 08:01
Vandamál hve oft læknar svari konum: „Þú verður bara að léttast“ Guðrún Rútsdóttir, varaformaður PCOS samtaka Íslands og doktor í próteinefnafræði, vill auka meðvitund um PCOS heilkennið hjá almenningi og starfsfólki í heilbrigðiskerfinu. Ástæðan fyrir þessari ósk um aukna vitundarvakningu er umfjöllun um notkun Íslendinga á lyfjunum Saxenda, Ozempic og Viscosa. Innlent 4.2.2023 07:00
Vilja flytja út norskt gjafasæði til Íslands Livio í Noregi hefur sóst eftir því að hefja útflutning á norsku gjafasæði og horfir sérstaklega til Íslands og Svíþjóðar. Erlent 1.2.2023 09:01
„Pældu í því að taka úr sér líffæri til að geta eignast annað barn með mér“ Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum ræðir hann samband sitt við eiginkonu sínu Valdísi Unnarsdóttur en saman eiga þau eina dóttur, Svandísi Ríkharðsdóttur. Lífið 27.11.2022 10:00
Eignaðist tvíbura með þrítugum fósturvísum Hjón í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum eignaðust undir lok síðasta mánaðar tvíbura. Þau notuðust við fósturvísa sem höfðu verið frystir í apríl árið 1992. Um er að ræða heimsmet. Erlent 22.11.2022 19:00
„Ef þetta er sönn saga um sæðisfrumurnar eru alls konar áhyggjur sem fara að myndast“ Mannkynið gæti staðið frammi fyrir frjósemiskrísu á komandi tímum ef ekkert verður aðhafst, að því er kemur fram í grein í Guardian. Þar segir að sæði í karlmönnum verði sífellt máttlausara og að fjöldi sæðisfrumna í körlum hafi hrunið um helming á síðustu fjörutíu árum. Þróunin er að stigmagnast. Innlent 19.11.2022 10:45
Breytingar á lögum um geymslu fósturvísa í samráðsgátt Frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Áformað er að breyta ákvæðum laganna með þeim hætti að ekki sé skylt að eyða fósturvísum við ákveðnar aðstæður aðila. Samkvæmt gildandi lögum er ekki heimilt að nota fósturvísa nema í samræmi við samþykktan tilgang geymslunnar. Innlent 18.11.2022 07:01
Vildi óska þess að einhver hefði sagt henni að láta frysta eggin sín „Þetta var virkilega erfitt,“ segir hin ástsæla leikkona Jennifer Aniston, sem greinir frá því í forsíðuviðtali við tímaritið Allure að hún hafi glímt við ófrjósemi. Er það í fyrsta sinn sem Aniston opnar sig um þessa erfiðleika. Lífið 10.11.2022 12:50
Hafa lagt út milljónir vegna ófrjósemi Kona sem greitt hefur sjö milljónir króna í meðferðir og annan kostnað vegna ófrjósemi segir mikilvægt að fólk í sömu sporum fái meiri fjárhagslegan stuðning. Innlent 9.11.2022 21:00
Bandaríkjamenn eignast móðurfélag Livio á Íslandi Bandaríska fjárfestingafélagið Kohlberg Kravis Roberts hefur keypt sænska fyrirtækið Livio AB, sem sérhæfir sig í glasafrjóvgunum og öðrum úrræðum við ófrjósemi. Livio AB á 64 prósenta hlut í íslenska dótturfélaginu Livio, sem er eina fyrirtækið á Íslandi sem býður upp á glasafrjóvganir. Viðskipti innlent 21.10.2022 09:07
Hildur og Gísli eiga von á barni Hildur Sverrisdóttir alþingismaður og sambýlismaður hennar, Gísli Árnason, eiga von á barni. Lífið 11.10.2022 21:16
Lög um tæknifrjóvganir mega ekki gera verkefnið erfiðara Í síðustu viku mælti ég fyrir frumvarpi mínu um aukið frelsi í löggjöf um tæknifrjóvganir. Ég lagði málið fyrst fram á síðasta þingi en það komst því miður ekki á dagskrá þá heldur nú í byrjun nýs þings eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að setja málið fremst í röð þingmannamála. Skoðun 26.9.2022 07:00
Fleiri sækja í frjósemismeðferðir Eftirspurn eftir frjósemismeðferðum hefur aukist töluvert síðustu ár eða frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Biðin eftir því að komast að hefur verið allt að hálft ár þegar hún hefur verið hvað lengst. Þá hefur konum fjölgað sem vilja frysta egg. Innlent 25.8.2022 21:01
Skaðleg efni leynast víða Bergdís Björk Bæringsdóttir, sérfræðingur í þrávirkum efnum hjá Umhverfisstofnun segir PFAS efni leynast víða og geta valdið hinum ýmsu heilsukvillum eins og frjósemis- og skjaldkirtilsvandamálum. Innlent 23.6.2022 23:56
Gengu til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð Snjódrífurnar leiddu Lífskraftsgöngur á Akrafjall, Súlur og Sjónfríð á Glámuhálendi til styrktar þeirra sem glíma við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. Þátttakendur voru margar þjóðþekktar konur sem allar skörtuðu bleikum Lífskraftshúfum. Lífið 22.6.2022 16:31
Dýrkeypt að takast á við ófrjósemi Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að glíma við ófrjósemi í framhaldinu. Á síðastliðnum dögum og vikum hafa tæknifrjóvgunarmál víða borið á góma í samfélaginu. Skoðun 15.6.2022 19:16
Selja húfu til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar Góðgerðafélagið Lífskraftur hefur sölu á Lífskraftshúfum í samstarfi við 66° norður til stuðnings fjölskyldum og einstaklingum sem glíma við krabbamein og ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Lífið 14.6.2022 14:54
Fólki verði frjálst að semja um tæknifrjóvgun að öllu leyti Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill að fólki verði gefið rúmt samningsfrelsi þegar kemur að tæknifrjóvgun. Á dögunum greindi kona frá því að kynfrumum látins eiginmanns hennar hafi verið eytt, þvert á vilja þeirra beggja. Frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun er ætlað að girða fyrir slík atvik. Innlent 12.6.2022 21:42
Mikil fjölgun á nýskráningum erlendra ríkisborgara Alls fæddust 1.105 börn á Íslandi á fyrsta ársfjórðungi ársins. 109 íslensk börn fæddust erlendis og eru nýskráðir erlendir ríkisborgarar 2.567 talsins. Innlent 1.6.2022 14:49
„Ríkið á að auka tækifæri fólks í þessari stöðu en ekki öfugt“ Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði nýverið fram frumvarp til breytinga á löggjöf um tæknifrjóvgun og notkun kynfrumna. Frumvarpið felur í sér einföldun regluverks í kringum tæknifrjóvganir ásamt auknu frelsi og trausti til handa tilvonandi foreldrum sem þurfa að nýta sér tæknifrjóvgun. Innlent 20.5.2022 14:27
„Fyrir mér er móðurhlutverkið það stærsta“ „Mér finnst afskaplega gott að fjalla um þessa hluti sem við forðumst að tala um,“ segir leikstjórinn Tinna Hrafnsdóttir. Hún glímdi við ófrjósemi í fimm ár áður en hún og Sveinn Geirsson eiginmaður hennar eignuðust tvíburadrengi árið 2012. Lífið 5.4.2022 06:00
Voru á leið í glasafrjóvgun þegar þau fengu óvænt jákvætt óléttupróf Einar og Milla höfðu verið samstarfsfélagar í þónokkur ár þegar ástin kviknaði á milli þeirra. Þau giftu sig í miðjum heimsfaraldri og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman. Þau tala opinskátt um það að hafa glímt við ófrjósemi, en þau voru á leiðinni í glasafrjóvgun þegar kraftaverkið kom óvænt undir. Lífið 1.4.2022 22:01
52 ára og ólétt í annað sinn Sænska sjónvarpsstjarnan Petra Mede tilkynnti í viðtali við Nyhetsmorgon á TV4 að hún á von á sínu öðru barni. Lífið 14.3.2022 10:43
Stofnuðu PCOS samtök Íslands: Þessi hópur þurfti málsvara PCOS samtök Íslands hafa verið stofnuð sem málsvari fyrir hóp þeirra einstaklinga sem eru með sjúkdóminn og er búið að opna á skráningu fyrir meðlimi. Áætlað er að um 10-15% kvenna á frjósemiskeiði séu með PCOS sem gerir þetta einn algengasta innkirtlasjúkdóminn hjá konum. Lífið 11.2.2022 09:30
Bætum lagaumhverfi tæknifrjóvgana og treystum tilvonandi foreldrum Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði. Skoðun 3.2.2022 09:00
Mikill hausverkur að velja sæðisgjafa: „Ég kastaði Kolbrúnu fyrir lestina og hún var til í að prófa“ Þær Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir vissu frá því þær byrjuðu að vera saman að þær langaði að stofna fjölskyldu. Lífið 2.2.2022 12:31
Ása eignaðist sitt fyrsta barn tæplega fimmtug og kom stúlkan í heiminn á deginum mikilvæga Ása Dóra Finnbogadóttir verður fimmtug á árinu og eignaðist sitt fyrsta barn um helgina eftir áralanga bið. Lífið 1.2.2022 10:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent