Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Veiran heggur skarð í raðir ríkisstjórnar og Alþingis Fámennt var á ríkisstjórnarfundi í morgun en þrír ráðherrar hafa greinst með kórónuveiruna og því er veiran búin að höggva töluvert skarð í raðir þingmanna. Forsætisráðherra segir stefnt að því að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag en atkvæðagreiðslur um tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar hófust í morgun. Innlent 28.12.2021 13:07 Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. Innlent 28.12.2021 12:01 Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. Innlent 28.12.2021 11:23 Áskoranir og sóknarfæri 2022: Þarf að endurskoða úrelt viðhorf Lilja Alfreðsdóttir segir að verðbólguþróunin verði stærsta áskorunin til skamms tíma, þar sem hrávöruverð á heimsvísu hefur hækkað um næstum 90 prósent og gámaverð um 500 prósent frá því ársbyrjun 2020. Innherji 28.12.2021 07:01 Bjarni Benediktsson með Covid-19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Innlent 27.12.2021 21:32 Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. Innlent 27.12.2021 19:48 Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. Skoðun 27.12.2021 19:31 Siglum báruna Líf okkar allra hefur markast af kófinu síðastliðin tvö ár og því hefur fylgt gríðarlegt heilsufarslegt og efnahagslegt tjón. Þegar þetta er ritað eru tæplega sjö þúsund manns á landinu í einangrun eða sóttkví yfir jólin, langflestir með lítil eða engin einkenni. Umræðan 26.12.2021 09:00 „Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. Atvinnulíf 24.12.2021 10:01 Áslaug skýtur á takmarkanir: „Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur að líta verði til fleiri þátta en smitvarna þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir vegna kórónuveirunnar hér á landi. Bóluefni veiti góða vernd og ekki megi líta fram hjá þeim áhrifum sem takmarkanirnar hafi á geðheilsu almennings og þá sérstaklega barna. Innlent 23.12.2021 17:37 Fjárlagafrumvarpið endurspegli svikin loforð Þingmaður Samfylkingarinnar segir að samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar sé ekki mikið að marka loforð hennar. Frumvarpið markist af viðbragðsstjórnmálum en ekki sókn til varnar velferðinni. Stjórnarliðar segja frumvarpið sóknarfrumvarp á erfiðum tímum í miðjum faraldri. Innlent 23.12.2021 11:39 Stjórnvöld ekki búin að bjarga málunum: „Stemningin er orðin frekar súr“ Samtök fyrirtækja í veitingarekstri fagna því að hlustað hafi verið á rekstraraðila en hafa áhyggjur af takmörkunum á opnunartíma veitingastaða. Klukkutíminn skipti verulegu máli í rekstrinum enda nær ómögulegt að ná inn tveimur hollum af gestum þegar veitingastöðum ber að loka klukkan níu. Viðskipti innlent 22.12.2021 20:37 Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. Viðskipti innlent 22.12.2021 19:18 Persónuafslátturinn hækkar um fjögur þúsund krónur Persónuafsláttur næsta árs verður tæpar 54 þúsund krónur samþykki Alþingi frumvarp um breytingar tekjuskatts. Um er að ræða hækkun um rúmar þrjú þúsund krónur. Innlent 22.12.2021 15:16 Bjarni segir skaða af sóttvarnaaðgerðum verða bættan Fjármálaráðherra heitir því að ríkið muni hlaupa undir bagga með fyrirtækjum sem lendi í áframhaldandi rekstrarerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins. Borgarstjóri gagnrýnir hins vegar að ekki séu gefin skýr skilaboð um aðgerðir til að mæta stöðu fólks og fyrirtækja. Innlent 22.12.2021 13:19 Hafþór ráðinn aðstoðarmaður Lilju Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Hann hefur þegar hafið störf. Innlent 22.12.2021 11:27 Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. Innlent 21.12.2021 19:20 Már sérstakur ráðgjafi fjármálaráðherra Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur ekki setið aðgerðalaus frá því að hann lét af embætti haustið 2019. Hann hefur fengist við skýrsluskrif og greiningvinnu af ýmsum toga en athygli vekur þó að flest verkefnin sem Már hefur tekið sér fyrir hendur koma frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Klinkið 21.12.2021 18:06 Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. Innlent 21.12.2021 14:48 Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra eyðir jólunum á þinginu þar sem hún vinnur hörðum höndum að því að búa til nýtt ráðuneyti. Hún ætlar þó líka að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir að vera ekki mjög íhaldssöm þegar kemur að jólunum, á hún þó nokkrar hefðir eins og að kaupa furu, baka sörur með vinkonunum og fara á Jómfrúna í desember. Jól 21.12.2021 11:31 Fjögur sóttu um embætti forstöðumanns Rannís Fjögur sóttu um embætti forstöðumanns Rannsóknarmiðstöðvar Íslands sem auglýst var til umsóknar á dögunum. Viðskipti innlent 21.12.2021 10:46 Ríkisstjórnin fundar klukkan 9.30 og ræðir tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin hittist á fundi um klukkan 9.30 í dag. Þar verða tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar ræddar. Innlent 21.12.2021 06:55 Sjálfstæðisflokkurinn þarf aðeins að stoppa Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hefur áhyggjur af sjálfstæði Íslands og segir að honum hafi til að mynda litist afskaplega illa á þriðja orkupakkann á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að doka við og spyrja sig fyrir hvað hann stendur, segir útgerðarmaðurinn. Innlent 18.12.2021 07:01 Brynjari þykir skrítið hvernig Hreinn sagði bless Brynjar Níelsson segir að það hafi ekkert endilega komið sér á óvart að Hreinn Loftsson hafi viljað hætta sér við hlið sem annar aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar ráðherra. En honum þykir einkennilegt hvernig það bar að. Innlent 17.12.2021 17:54 Hreini hugnaðist ekki að vinna með Brynjari í ráðuneytinu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist vera í viðræðum við Hrein Loftsson, fyrrverandi aðstoðarmann sinn, um að hann taki að sér sérverkefni fyrir ráðuneytið. Hann getur þó ekki tilgreint hver þau störf verði. Samkvæmt heimildum fréttstofu tengist uppsögn Hreins ráðningu Brynjars Níelssonar sem annan aðstoðarmann Jóns. Innlent 17.12.2021 16:53 Umsækjendur um alþjóðlega vernd fá jólabónus Hver fullorðinn umsækjandi um alþjóðlega vernd hér á landi á rétt á tíu þúsund króna viðbótargreiðslu í desember umfram fastar framfærslugreiðslur. Fimm þúsund krónur greiðast fyrir hvert barn. Innlent 17.12.2021 14:30 Frá orkusviði N1 til aðstoðar Áslaugar Örnu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ráðið Magnús Júlíusson sem aðstoðarmann ráðherra. Magnús kemur til Áslaugar Örnu frá orkusviði N1. Innlent 17.12.2021 14:19 Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Innlent 17.12.2021 07:01 Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. Innlent 16.12.2021 22:31 Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. Innlent 16.12.2021 20:19 « ‹ 98 99 100 101 102 103 104 105 106 … 149 ›
Veiran heggur skarð í raðir ríkisstjórnar og Alþingis Fámennt var á ríkisstjórnarfundi í morgun en þrír ráðherrar hafa greinst með kórónuveiruna og því er veiran búin að höggva töluvert skarð í raðir þingmanna. Forsætisráðherra segir stefnt að því að ljúka þingstörfum fyrir áramót í dag en atkvæðagreiðslur um tekjufrumvörp ríkisstjórnarinnar hófust í morgun. Innlent 28.12.2021 13:07
Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. Innlent 28.12.2021 12:01
Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. Innlent 28.12.2021 11:23
Áskoranir og sóknarfæri 2022: Þarf að endurskoða úrelt viðhorf Lilja Alfreðsdóttir segir að verðbólguþróunin verði stærsta áskorunin til skamms tíma, þar sem hrávöruverð á heimsvísu hefur hækkað um næstum 90 prósent og gámaverð um 500 prósent frá því ársbyrjun 2020. Innherji 28.12.2021 07:01
Bjarni Benediktsson með Covid-19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Innlent 27.12.2021 21:32
Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum. Innlent 27.12.2021 19:48
Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar. Skoðun 27.12.2021 19:31
Siglum báruna Líf okkar allra hefur markast af kófinu síðastliðin tvö ár og því hefur fylgt gríðarlegt heilsufarslegt og efnahagslegt tjón. Þegar þetta er ritað eru tæplega sjö þúsund manns á landinu í einangrun eða sóttkví yfir jólin, langflestir með lítil eða engin einkenni. Umræðan 26.12.2021 09:00
„Vegna þessa æðis á ég það til að þvo gardínur á nóttunni“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, þingmaður og íslenskufræðingur, viðurkennir að fyrir jólin renni oft á hana jóla-æði. Og þá jafnvel svo mikið að á næturnar keppist hún við að þvo gardínur eða búa til jólakonfekt. Atvinnulíf 24.12.2021 10:01
Áslaug skýtur á takmarkanir: „Önnur sjónarmið en sóttvarnir þurfa að heyrast“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, telur að líta verði til fleiri þátta en smitvarna þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir vegna kórónuveirunnar hér á landi. Bóluefni veiti góða vernd og ekki megi líta fram hjá þeim áhrifum sem takmarkanirnar hafi á geðheilsu almennings og þá sérstaklega barna. Innlent 23.12.2021 17:37
Fjárlagafrumvarpið endurspegli svikin loforð Þingmaður Samfylkingarinnar segir að samkvæmt fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar sé ekki mikið að marka loforð hennar. Frumvarpið markist af viðbragðsstjórnmálum en ekki sókn til varnar velferðinni. Stjórnarliðar segja frumvarpið sóknarfrumvarp á erfiðum tímum í miðjum faraldri. Innlent 23.12.2021 11:39
Stjórnvöld ekki búin að bjarga málunum: „Stemningin er orðin frekar súr“ Samtök fyrirtækja í veitingarekstri fagna því að hlustað hafi verið á rekstraraðila en hafa áhyggjur af takmörkunum á opnunartíma veitingastaða. Klukkutíminn skipti verulegu máli í rekstrinum enda nær ómögulegt að ná inn tveimur hollum af gestum þegar veitingastöðum ber að loka klukkan níu. Viðskipti innlent 22.12.2021 20:37
Veitingamenn fá einnig undanþágu frá hertum takmörkunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita veitingastöðum undanþágu frá hertum samkomutakmörkunum á morgun. Viðskipti innlent 22.12.2021 19:18
Persónuafslátturinn hækkar um fjögur þúsund krónur Persónuafsláttur næsta árs verður tæpar 54 þúsund krónur samþykki Alþingi frumvarp um breytingar tekjuskatts. Um er að ræða hækkun um rúmar þrjú þúsund krónur. Innlent 22.12.2021 15:16
Bjarni segir skaða af sóttvarnaaðgerðum verða bættan Fjármálaráðherra heitir því að ríkið muni hlaupa undir bagga með fyrirtækjum sem lendi í áframhaldandi rekstrarerfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins. Borgarstjóri gagnrýnir hins vegar að ekki séu gefin skýr skilaboð um aðgerðir til að mæta stöðu fólks og fyrirtækja. Innlent 22.12.2021 13:19
Hafþór ráðinn aðstoðarmaður Lilju Hafþór Eide Hafþórsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Hann hefur þegar hafið störf. Innlent 22.12.2021 11:27
Katrín: Ekki skemmtileg tíðindi í aðdraganda jóla Hertari sóttvarnaaðgerðir taka gildi á miðnætti annað kvöld og gilda í þrjár vikur. Aldrei hafa fleiri greinst á einum sólarhring eins og í gær. Forsætisráðherra telur líklegt að sóttvarnareglur verði hertar á landamærunum um miðjan janúar. Innlent 21.12.2021 19:20
Már sérstakur ráðgjafi fjármálaráðherra Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, hefur ekki setið aðgerðalaus frá því að hann lét af embætti haustið 2019. Hann hefur fengist við skýrsluskrif og greiningvinnu af ýmsum toga en athygli vekur þó að flest verkefnin sem Már hefur tekið sér fyrir hendur koma frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Klinkið 21.12.2021 18:06
Tuttugu milljónir til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey. Innlent 21.12.2021 14:48
Jólamolar: Er ekki íhaldssöm þegar kemur að jólunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra eyðir jólunum á þinginu þar sem hún vinnur hörðum höndum að því að búa til nýtt ráðuneyti. Hún ætlar þó líka að njóta hátíðanna í faðmi fjölskyldu og vina. Þrátt fyrir að vera ekki mjög íhaldssöm þegar kemur að jólunum, á hún þó nokkrar hefðir eins og að kaupa furu, baka sörur með vinkonunum og fara á Jómfrúna í desember. Jól 21.12.2021 11:31
Fjögur sóttu um embætti forstöðumanns Rannís Fjögur sóttu um embætti forstöðumanns Rannsóknarmiðstöðvar Íslands sem auglýst var til umsóknar á dögunum. Viðskipti innlent 21.12.2021 10:46
Ríkisstjórnin fundar klukkan 9.30 og ræðir tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin hittist á fundi um klukkan 9.30 í dag. Þar verða tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar ræddar. Innlent 21.12.2021 06:55
Sjálfstæðisflokkurinn þarf aðeins að stoppa Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hefur áhyggjur af sjálfstæði Íslands og segir að honum hafi til að mynda litist afskaplega illa á þriðja orkupakkann á sínum tíma. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að doka við og spyrja sig fyrir hvað hann stendur, segir útgerðarmaðurinn. Innlent 18.12.2021 07:01
Brynjari þykir skrítið hvernig Hreinn sagði bless Brynjar Níelsson segir að það hafi ekkert endilega komið sér á óvart að Hreinn Loftsson hafi viljað hætta sér við hlið sem annar aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar ráðherra. En honum þykir einkennilegt hvernig það bar að. Innlent 17.12.2021 17:54
Hreini hugnaðist ekki að vinna með Brynjari í ráðuneytinu Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist vera í viðræðum við Hrein Loftsson, fyrrverandi aðstoðarmann sinn, um að hann taki að sér sérverkefni fyrir ráðuneytið. Hann getur þó ekki tilgreint hver þau störf verði. Samkvæmt heimildum fréttstofu tengist uppsögn Hreins ráðningu Brynjars Níelssonar sem annan aðstoðarmann Jóns. Innlent 17.12.2021 16:53
Umsækjendur um alþjóðlega vernd fá jólabónus Hver fullorðinn umsækjandi um alþjóðlega vernd hér á landi á rétt á tíu þúsund króna viðbótargreiðslu í desember umfram fastar framfærslugreiðslur. Fimm þúsund krónur greiðast fyrir hvert barn. Innlent 17.12.2021 14:30
Frá orkusviði N1 til aðstoðar Áslaugar Örnu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ráðið Magnús Júlíusson sem aðstoðarmann ráðherra. Magnús kemur til Áslaugar Örnu frá orkusviði N1. Innlent 17.12.2021 14:19
Losunarmarkmið ríkisstjórnarinnar nær ekki til Evrópu Hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda verður talsvert lægra en 55% þrátt fyrir að kveðið sé á um 55% losunarmarkmið í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Innlent 17.12.2021 07:01
Jón skipti um skoðun og heldur ráðuneytisstjóranum Jón Gunnarsson, innanríkisráðherra, hefur skipt um skoðun varðandi það að auglýsa stöðu ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins í vor. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafði komist að þeirri niðurstöðu að auglýsa ætti stöðuna og Jón var sömuleiðis þeirrar skoðunar í síðustu viku. Innlent 16.12.2021 22:31
Hreinn hættur eftir aðeins tvær vikur með Jóni Hreinn Loftsson hefur ákveðið að hætta sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, innanríkisráðherra. Í færslu á Facebook segir Hreinn ekki frá því af hverju hann tók þá ákvörðun að hætta en ráðning hans var tilkynnt þann fyrsta desember. Innlent 16.12.2021 20:19