Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Lilja komin aftur til starfa Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er hætt í tímabundnu leyfi sem hófst um miðjan júnímánuð. Um var að ræða veikindaleyfi að læknisráði en ekki var greint frá eðli veikindanna. Innlent 1.7.2021 10:19 Mikilvæg skref í rétta átt í plastmálum Frá og með 3. júlí taka gildi margskonar breytingar sem miða að því að draga úr notkun óþarfa plasts í samfélaginu, til þess að varna því að það berist út í umhverfið og valdi þar skaða. Skoðun 1.7.2021 09:31 Steingrímur J. hefur lengi átt milljónir í Marel Forseti Alþingis segir að það sé vegna athugunarleysis að hann hafi ekki tíundað þetta í hagsmunaskráningu fyrr en nýlega. Innlent 30.6.2021 10:47 Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Innlent 29.6.2021 14:48 Stækka Snæfellsjökulsþjóðgarð á afmælinu Umhverfisráðherra skrifaði undir reglugerð um stækkun Snæfellsjökulsþjóðgarðs í dag. Garðurinn fagnar tuttugu ára afmæli sínu á morgun. Innlent 27.6.2021 18:36 Forsætisráðherra undirbýr úttekt á aðgerðum stjórnvalda í faraldrinum Forsætisráðherra segir mikilvægt að gerð verði úttekt á aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum og að dreginn verði lærdómur af honum. Endanlegt fyrirkomulag úttektarinnar liggur ekki fyrir, en ráðherra lítur til nágrannalanda okkar. Innlent 27.6.2021 18:35 Ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið gert enda fjárframlög sjaldan verið meiri Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið að gert innan heilbrigðiskerfisins, enda sé búið að stórauka fjárframlög til heilbrigðismála. Um þúsund læknar afhentu heilbrigðisráðherra nýverið áskorun um að bæta verulega stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu. Innlent 27.6.2021 12:51 467 daga þrautaganga á enda Dagurinn í dag er sannkallaður hátíðisdagur. Hann markar endalok samkomutakmarkana sem hafa verið í gildi í einhverri mynd síðustu 467 daga. Og það vonandi til frambúðar. Innlent 26.6.2021 12:31 Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. Innlent 25.6.2021 19:31 Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. Viðskipti innlent 25.6.2021 16:56 Fylgir ráðgjöf Hafró um leyfilegan heildarafla Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og felur meðal annars í sér þrettán prósenta lækkun aflamarks á þorski. Innlent 25.6.2021 14:18 Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. Innlent 25.6.2021 13:50 „Æ, þetta er bara dásamleg tilfinning“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir nítugustu reglugerðina um samkomutakmarkanir sem hún undirritar vera sérstaklega ánægjulega. Í dag tilkynnti hún um brottfall allra takmarkana innanlands. Innlent 25.6.2021 13:29 „Kennir okkur hvað það merkir að lifa í samfélagi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að faraldur kórónuveirunnar og viðbrögðin við honum hér á landi hafi kennt okkur hvað það merkir í samfélagi. Ólíkir aðilar hafi unnið að saman markmiði og að styrkur samfélagsins geti verið ótrúlega mikill í svona kringumstæðum. Innlent 25.6.2021 12:06 Svona var blaðamannafundurinn um afléttingu sóttvarnaaðgerða Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan ellefu í dag um afléttingu sóttvarna og aðgerða á landamærunum. Innlent 25.6.2021 09:06 Guðmundur Ingi undirritar samning um rekstur Rifs Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Norðurþing og Náttúrustofa Norðausturlands hafa gert með sér samning um rekstur Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn. Innlent 24.6.2021 13:14 Forsætisráðherra undirritar samning um Jafnvægisvog Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, undirrituðu í dag samstarfssamning um Jafnvægisvogina. Viðskipti innlent 24.6.2021 12:05 Sakar heilbrigðisráðherra um að sýna læknum vanvirðingu Einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar hátt í þúsund lækna segir ákveðna tegund vanvirðingar felast í því að heilbrigðisráðherra hafi ekki gefið sér tíma til þess að taka við undirskriftunum í dag. Hann óttast um öryggi heilbrigðisstarfsfólks og telur ómögulegt að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda á hendur Landspítalanum. Innlent 23.6.2021 19:36 Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Viðskipti innlent 23.6.2021 16:25 Salan á Íslandsbanka: Segir Bjarna hafa deilt út eignum fjöldans til hinna ríku Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir söluna á Íslandsbanka grímulaust rán á eignum almennings. Í boð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Viðskipti innlent 23.6.2021 11:35 Katrín létt með lunda í Eyjum Lundi nokkur stal senunni þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar í dag. Katrínu virtist skemmt þrátt fyrir að lundinn virti enga goggunarröð og tæki sér stöðu á höfði hennar. Lífið 22.6.2021 20:33 Bóluefnið sem brást Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. Erlent 18.6.2021 23:44 Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. Innlent 18.6.2021 19:00 „Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hún telur að heimsfaraldurinn hafi skapað mikla samstöðu meðal Íslendinga og jafnvel gert þá að meiri þjóð en þeir hafa lengi verið. Innlent 17.6.2021 11:31 Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna. Viðskipti innlent 16.6.2021 12:16 Áhugaleysi ríkisstjórnarinnar á málefnum barna Ríkisstjórn Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks er nær áhugalaus um málefni barna. Miklar yfirlýsingar hafa verið gefnar en efndir hafa verið litlar sem engar. Nokkrum lögum verið breytt en þau hafa ekki skipt miklu máli. Skoðun 16.6.2021 12:01 Hluthafar í Íslandsbanka 24 þúsund eftir útboðið Um 24 þúsund hluthafar verða í Íslandsbanka eftir hlutafjárútboð bankans sem lauk á hádegi í dag. Það er mesti fjöldi hluthafa allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Viðskipti innlent 16.6.2021 00:14 Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. Innlent 15.6.2021 12:14 Lilja í tímabundið leyfi frá störfum Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun að læknisráði fara í tímabundið veikindaleyfi. Innlent 15.6.2021 11:31 Ólíkir ráðherrar saman á fundi NATO fyrir hönd Íslands Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins (NATO) funduðu í höfuðstöðvum þess í Brussel í dag. Tveir ráðherrar Íslands sátu fundinn en þeir hafa nokkuð misjafna sýn á hlutverk bandalagsins og hvort Ísland eigi í raun heima þar. Innlent 14.6.2021 22:52 « ‹ 112 113 114 115 116 117 118 119 120 … 149 ›
Lilja komin aftur til starfa Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er hætt í tímabundnu leyfi sem hófst um miðjan júnímánuð. Um var að ræða veikindaleyfi að læknisráði en ekki var greint frá eðli veikindanna. Innlent 1.7.2021 10:19
Mikilvæg skref í rétta átt í plastmálum Frá og með 3. júlí taka gildi margskonar breytingar sem miða að því að draga úr notkun óþarfa plasts í samfélaginu, til þess að varna því að það berist út í umhverfið og valdi þar skaða. Skoðun 1.7.2021 09:31
Steingrímur J. hefur lengi átt milljónir í Marel Forseti Alþingis segir að það sé vegna athugunarleysis að hann hafi ekki tíundað þetta í hagsmunaskráningu fyrr en nýlega. Innlent 30.6.2021 10:47
Halla Bergþóra mun ekki tjá sig neitt frekar um samtalið við dómsmálaráðherra Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að tjá sig efnislega að neinu leyti um hið fræga símtal sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Innlent 29.6.2021 14:48
Stækka Snæfellsjökulsþjóðgarð á afmælinu Umhverfisráðherra skrifaði undir reglugerð um stækkun Snæfellsjökulsþjóðgarðs í dag. Garðurinn fagnar tuttugu ára afmæli sínu á morgun. Innlent 27.6.2021 18:36
Forsætisráðherra undirbýr úttekt á aðgerðum stjórnvalda í faraldrinum Forsætisráðherra segir mikilvægt að gerð verði úttekt á aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum og að dreginn verði lærdómur af honum. Endanlegt fyrirkomulag úttektarinnar liggur ekki fyrir, en ráðherra lítur til nágrannalanda okkar. Innlent 27.6.2021 18:35
Ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið gert enda fjárframlög sjaldan verið meiri Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ómaklegt að fullyrða að ekkert hafi verið að gert innan heilbrigðiskerfisins, enda sé búið að stórauka fjárframlög til heilbrigðismála. Um þúsund læknar afhentu heilbrigðisráðherra nýverið áskorun um að bæta verulega stöðuna á Landspítalanum og heilbrigðiskerfinu öllu. Innlent 27.6.2021 12:51
467 daga þrautaganga á enda Dagurinn í dag er sannkallaður hátíðisdagur. Hann markar endalok samkomutakmarkana sem hafa verið í gildi í einhverri mynd síðustu 467 daga. Og það vonandi til frambúðar. Innlent 26.6.2021 12:31
Ráðherra mun ræða við lögregluna um afhendingu gagna Dómsmálaráðherra segir það óeðlilegt ef átt hefur verið við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem leystu upp samkomu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Málið er nú á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra mun ræða málið við lögreglustjóra. Innlent 25.6.2021 19:31
Heildarskuldbinding vegna leigu á húsnæði undir skattinn nemur tæpum tíu milljörðum Ríkissjóður leigði húsnæði undir starfsemi ríkisins fyrir rúma sjö milljarða á síðasta ári. Viðskipti innlent 25.6.2021 16:56
Fylgir ráðgjöf Hafró um leyfilegan heildarafla Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Reglugerðin fylgir vísindalegri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og felur meðal annars í sér þrettán prósenta lækkun aflamarks á þorski. Innlent 25.6.2021 14:18
Lögreglustjóri segir að engu hafi átt að leyna með því að klippa upptökur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að hennar embætti hafi ekki verið að leyna nefnd um eftirlit með störfum lögreglu neinu þegar það sendi henni upptökur úr búkmyndavélum sem hafði verið átt við. Innlent 25.6.2021 13:50
„Æ, þetta er bara dásamleg tilfinning“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir nítugustu reglugerðina um samkomutakmarkanir sem hún undirritar vera sérstaklega ánægjulega. Í dag tilkynnti hún um brottfall allra takmarkana innanlands. Innlent 25.6.2021 13:29
„Kennir okkur hvað það merkir að lifa í samfélagi“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að faraldur kórónuveirunnar og viðbrögðin við honum hér á landi hafi kennt okkur hvað það merkir í samfélagi. Ólíkir aðilar hafi unnið að saman markmiði og að styrkur samfélagsins geti verið ótrúlega mikill í svona kringumstæðum. Innlent 25.6.2021 12:06
Svona var blaðamannafundurinn um afléttingu sóttvarnaaðgerða Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan ellefu í dag um afléttingu sóttvarna og aðgerða á landamærunum. Innlent 25.6.2021 09:06
Guðmundur Ingi undirritar samning um rekstur Rifs Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Norðurþing og Náttúrustofa Norðausturlands hafa gert með sér samning um rekstur Rannsóknastöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn. Innlent 24.6.2021 13:14
Forsætisráðherra undirritar samning um Jafnvægisvog Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigríður Hrund Pétursdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, undirrituðu í dag samstarfssamning um Jafnvægisvogina. Viðskipti innlent 24.6.2021 12:05
Sakar heilbrigðisráðherra um að sýna læknum vanvirðingu Einn aðstandenda undirskriftarsöfnunar hátt í þúsund lækna segir ákveðna tegund vanvirðingar felast í því að heilbrigðisráðherra hafi ekki gefið sér tíma til þess að taka við undirskriftunum í dag. Hann óttast um öryggi heilbrigðisstarfsfólks og telur ómögulegt að mæta sparnaðarkröfu stjórnvalda á hendur Landspítalanum. Innlent 23.6.2021 19:36
Díll aldarinnar fyrir þá sem keyptu Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. Viðskipti innlent 23.6.2021 16:25
Salan á Íslandsbanka: Segir Bjarna hafa deilt út eignum fjöldans til hinna ríku Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir söluna á Íslandsbanka grímulaust rán á eignum almennings. Í boð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. Viðskipti innlent 23.6.2021 11:35
Katrín létt með lunda í Eyjum Lundi nokkur stal senunni þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar í dag. Katrínu virtist skemmt þrátt fyrir að lundinn virti enga goggunarröð og tæki sér stöðu á höfði hennar. Lífið 22.6.2021 20:33
Bóluefnið sem brást Í upphafi kórónuveirufaraldursins kepptust tvær þýskar rannsóknarstofur um að koma bóluefni á markað sem fyrst: BioNTech annars vegar og CureVac hins vegar. Rúmu einu og hálfu ári eftir að kapphlaupið hófst eru eigendur BioNTech á toppi tilverunnar; þeir bera ábyrgð á bóluefni Pfizer; en CureVac? Það er fyrirtæki á barmi gjaldþrots. Erlent 18.6.2021 23:44
Aflétting sóttvarnareglna á landamærum metin í lok mánaðar Aflétting sóttvarnareglna á landamærunum verður metin í lok mánaðar. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ferðaþjónustan vonast til að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin. Innlent 18.6.2021 19:00
„Kannski gerði faraldurinn okkur að meiri þjóð en við höfum lengi verið“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti ávarp á Austurvelli í dag í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hún telur að heimsfaraldurinn hafi skapað mikla samstöðu meðal Íslendinga og jafnvel gert þá að meiri þjóð en þeir hafa lengi verið. Innlent 17.6.2021 11:31
Bjarni ánægður með fjölmennasta hluthafahóp landsins Hluthafar Íslandsbanka verða um tuttugu og fjögur þúsund eftir hlutafjárútboð bankans og fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki. Umfram eftirspurn eftir hlutabréfum var margföld og fjármálaráðherra segir stóran eigendahóp hafa mikla þýðingu fyrir samfélagslega sátt söluna. Viðskipti innlent 16.6.2021 12:16
Áhugaleysi ríkisstjórnarinnar á málefnum barna Ríkisstjórn Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks er nær áhugalaus um málefni barna. Miklar yfirlýsingar hafa verið gefnar en efndir hafa verið litlar sem engar. Nokkrum lögum verið breytt en þau hafa ekki skipt miklu máli. Skoðun 16.6.2021 12:01
Hluthafar í Íslandsbanka 24 þúsund eftir útboðið Um 24 þúsund hluthafar verða í Íslandsbanka eftir hlutafjárútboð bankans sem lauk á hádegi í dag. Það er mesti fjöldi hluthafa allra skráðra fyrirtækja á Íslandi. Viðskipti innlent 16.6.2021 00:14
Þorskurinn veldur vonbrigðum: Hefði viljað hafa þetta öfugt Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að þorskkvótinn verði lækkaður um 13% á næsta fiskveiðiári, úr 256 þúsund tonnum í 222 þúsund tonn. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir vonbrigði að samdráttur sé í ráðgjöfinni. Innlent 15.6.2021 12:14
Lilja í tímabundið leyfi frá störfum Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun að læknisráði fara í tímabundið veikindaleyfi. Innlent 15.6.2021 11:31
Ólíkir ráðherrar saman á fundi NATO fyrir hönd Íslands Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins (NATO) funduðu í höfuðstöðvum þess í Brussel í dag. Tveir ráðherrar Íslands sátu fundinn en þeir hafa nokkuð misjafna sýn á hlutverk bandalagsins og hvort Ísland eigi í raun heima þar. Innlent 14.6.2021 22:52