Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. Innlent 9.6.2021 12:10 Falsfrelsi ríkisstjórnarinnar Það segir sitt um arfleið ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að það eru ekki verk hennar sem eru minnistæðust heldur brostin fyrirheit. Það sem ekki varð. Skoðun 9.6.2021 12:01 Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. Innlent 9.6.2021 10:10 Blæs á gagnrýni SFS og telur sig hafa verið einmana í viðræðum við Breta Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja nýjan fríverslunarsamnning við Breta vonbrigði. Verðmæti sem hefði verið hægt að sækja með bættum tollakjörum séu ekki í samningnum. Utanríksiráðherra fagnar áhuga samtakanna á málinu, barátta hans hafi verið einmannaleg til þessa Innlent 8.6.2021 12:05 Ríkisstjórnin hafi staðist prófið með prýði Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórninni hafi tekist að leysa þau óvæntu og gríðarstóru verkefni sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum og hún hafi staðist prófið „með prýði.“ Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Innlent 7.6.2021 22:28 Segir áhyggjurnar af stjórnarsamstarfinu hafa raungerst Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lýsti því í ræðu á eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld hvers vegna hann sagði skilið við þingflokkinn í nóvember 2019. Hann gekk til liðs við þingflokk Pírata í febrúar 2021. Innlent 7.6.2021 21:50 „Faðmlag stjórnarflokkanna er kæfandi fyrir einkarekstur“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að ríkisstjórnarsamstarfið sem hún kallar „faðmlag íhaldsflokkanna þriggja“ hafi verið „svo nærandi að hægri deild stjórnarsamstarfsins hefur ekki gert neinar athugasemdir við það þegar vinstri deild stjórnarsamstarfsins sýnir sitt rétta andlit.“ Innlent 7.6.2021 20:29 „Bilið milli almennings og fárra auðjöfra eykst“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir heildarmyndina af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nú vera að koma í ljós. Allt stefni í kreppu þar sem sumir verða miklu efnaðri á meðan aðrir hafi enn minna milli handanna en áður. Innlent 7.6.2021 20:06 „Því minna sem rætt var um stjórnmál því betra fyrir ríkisstjórnina“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir núverandi ríkisstjórn ekki hafa reynst vel og að hún hafi átt sína bestu daga í skjóli kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli hans úr ræðustól Alþingis á eldhúsdagsumræðum þar nú í kvöld. Innlent 7.6.2021 19:55 Býst við að farið verði að tillögum þingnefnda um skorður á hámarkshlut fjárfesta Tvö erlend fjármálafyrirtæki og tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins eru kjölfestufjárfestar í Íslandsbanka - og hafa skuldbundið sig til að kaupa 10% hlutafjár. Hlutafjárútboð bankans hófst í morgun og bankastjóri segir stjórnvalda að ákveða hver hámarkshlutur hvers og eins megi verða. Innlent 7.6.2021 18:30 Guðlaugur í sigurvímu á kosningavöku: „Þeir töpuðu!“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á laugardagskvöld. Hann fagnaði árangrinum ásamt stuðningsmönnum fram á rauða nótt og í sigurræðu sinni sem horfa má á hér á Vísi lét hann stór orð falla um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum. Innlent 7.6.2021 13:33 Breytingar í barnavernd Frumvarp um breytingar á barnaverndarlögum frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra hefur verið samþykkt úr velferðarnefnd. Nái frumvarpið fram að ganga munu meðal annars barnaverndarnefndir eins og við þekkjum þær lagðar af og umdæmi barnaverndarþjónustu stækkuð. Skoðun 7.6.2021 12:33 Hlutafjárútboð hafið og markaðsvirði Íslandsbanka áætlað 150 milljarðar króna Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanki hf., hafa birt lýsingu og tilkynnt stærð fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í bankanum og leiðbeinandi verðbil þess. Selja á rúmlega 636 milljón hluti en útboðshlutirnir, og valréttarhlutirnir, nema að hámarki 35 prósentum af heildarhlutafé bankans. Viðskipti innlent 7.6.2021 09:07 Enginn þingstubbur verði stjórnarskrárfrumvarp ekki afgreitt Svo gæti farið að þing verði rofið í næstu eða þar næstu viku og ekkert verði af þingstubbi í ágúst ef stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra verður ekki afgreitt úr nefnd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðherra verða að sætta sig við að mörg mál nái ekki fram að ganga fyrir kosningar. Innlent 6.6.2021 20:52 Síðustu dagar kjörtímabilsins að renna upp á Alþingi Síðustu dagar þingstarfa á yfirstandandi kjörtímabili eru framundan í vikunni og setja svip sinn á Víglínuna á Stöð 2 í dag. Eldhúsdagsumræður fara fram á morgun og samkvæmt starfsáæltun á þingstörfum á vorþingi að ljúka næst komandi fimmtudag hinn 10. júní. Innlent 6.6.2021 16:21 Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. Innlent 6.6.2021 12:18 Vill nýja ríkisstjórn í anda R-listans Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist lesa það úr nýlegum skoðanakönnunum að flokkur hans geti haft forgöngu um að mynda ríkisstjórn í anda R-listans eftir kosningar í haust. Innlent 5.6.2021 17:46 Telja líkur á mannslátum vegna undirmönnunar Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. Innlent 5.6.2021 09:52 Breytingin þýði að lögreglan geti starfað eftir geðþótta Dómsmálaráðherra hefur gefið lögreglu heimild til að nota tálbeitur, dulargervi, flugumenn og uppljóstrara til að veita grunuðum stöðuga eftirför án þess að hafa rökstuddan grun um glæp. Innlent 4.6.2021 20:14 Ráðherra heimilar stöðugt eftirlit lögreglu án rökstudds gruns um glæp Lögregluyfirvöld á Íslandi þurfa ekki lengur rökstuddan grun um að verið sé að fremja alvarlegt lögbrot til þess að beita sérstökum rannsóknaraðferðum á borð við tálbeitur, dulargervi, flugumenn, uppljóstrara og stöðuga eftirför með grunuðum án þeirra vitundar. Innlent 4.6.2021 15:56 Rothögg ríkisstjórnarinnar á heilbrigðiskerfið Jæja, þar kom að því. Með samstilltu átaki sínu tókst ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar að stöðva starfsemi sérfræðinga í Domus Medica. Það er eitthvað sem meiri háttar áföllum og erfiðleikum, þar með talið hruninu 2008, tókst ekki að gera. Skoðun 4.6.2021 09:31 Ábyrgð á eftirliti með vottorðum færð yfir á flugfélög Flugfélög sem fljúga til Íslands verða frá og með næsta laugardegi að neita þeim um flutning til landsins sem geta ekki sýnt fram á fullgilt vottorð um bólusetningu fyrir Covid-19, fyrri sýkingu eða neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Innlent 3.6.2021 14:26 Bein útsending: Ekkert ofbeldi án gerenda Hvernig náum við til gerenda í ofbeldisbrotum? Öll vitum við að til þess að koma í veg fyrir ofbeldisbrot þurfa gerendur að hætta að beita ofbeldi. Hingað til hafa úrræði fyrir gerendur verið afar takmörkuð. Innlent 3.6.2021 13:31 Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. Innlent 2.6.2021 17:44 Útilokað að hálendisþjóðgarðurinn verði samþykktur í núverandi mynd Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, telur útilokað að frumvarp um hálendisþjóðgarð í sinni núverandi mynd verði að lögum á þessu þingi. Innlent 30.5.2021 22:24 Leggja til að fallið verði frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga Fallið verður frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga ef breytingartillaga meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar nær fram að ganga. Ráðherra sveitarstjórnarmála segir að með þessu sé verið að hlusta á sjónarmið minni sveitarfélaga. Innlent 30.5.2021 18:30 Langflestir vilja að Katrín leiði næstu ríkisstjórn Langflestir eða nærri helmingur aðspurðra í nýrri könnun Maskínu vilja Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra landsins. Stuðningur við formann Samfylkingarinnar helmingast á milli kannana. Innlent 28.5.2021 18:36 Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. Innlent 28.5.2021 16:24 Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Innlent 27.5.2021 17:30 Um hundrað þúsund ónýttar ferðagjafir renna út á þriðjudag Nú fer hver að verða síðastur að nýta ferðagjöf sína sem gefin var út í fyrrasumar. Ferðagjöfin rennur út um mánaðamótin, á þriðjudaginn eftir fimm daga, og enn eiga um hundrað þúsund Íslendingar eftir að nota sína gjöf. Neytendur 27.5.2021 12:47 « ‹ 113 114 115 116 117 118 119 120 121 … 148 ›
Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar. Innlent 9.6.2021 12:10
Falsfrelsi ríkisstjórnarinnar Það segir sitt um arfleið ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að það eru ekki verk hennar sem eru minnistæðust heldur brostin fyrirheit. Það sem ekki varð. Skoðun 9.6.2021 12:01
Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn. Innlent 9.6.2021 10:10
Blæs á gagnrýni SFS og telur sig hafa verið einmana í viðræðum við Breta Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja nýjan fríverslunarsamnning við Breta vonbrigði. Verðmæti sem hefði verið hægt að sækja með bættum tollakjörum séu ekki í samningnum. Utanríksiráðherra fagnar áhuga samtakanna á málinu, barátta hans hafi verið einmannaleg til þessa Innlent 8.6.2021 12:05
Ríkisstjórnin hafi staðist prófið með prýði Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórninni hafi tekist að leysa þau óvæntu og gríðarstóru verkefni sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum og hún hafi staðist prófið „með prýði.“ Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld. Innlent 7.6.2021 22:28
Segir áhyggjurnar af stjórnarsamstarfinu hafa raungerst Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lýsti því í ræðu á eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld hvers vegna hann sagði skilið við þingflokkinn í nóvember 2019. Hann gekk til liðs við þingflokk Pírata í febrúar 2021. Innlent 7.6.2021 21:50
„Faðmlag stjórnarflokkanna er kæfandi fyrir einkarekstur“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að ríkisstjórnarsamstarfið sem hún kallar „faðmlag íhaldsflokkanna þriggja“ hafi verið „svo nærandi að hægri deild stjórnarsamstarfsins hefur ekki gert neinar athugasemdir við það þegar vinstri deild stjórnarsamstarfsins sýnir sitt rétta andlit.“ Innlent 7.6.2021 20:29
„Bilið milli almennings og fárra auðjöfra eykst“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir heildarmyndina af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nú vera að koma í ljós. Allt stefni í kreppu þar sem sumir verða miklu efnaðri á meðan aðrir hafi enn minna milli handanna en áður. Innlent 7.6.2021 20:06
„Því minna sem rætt var um stjórnmál því betra fyrir ríkisstjórnina“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir núverandi ríkisstjórn ekki hafa reynst vel og að hún hafi átt sína bestu daga í skjóli kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli hans úr ræðustól Alþingis á eldhúsdagsumræðum þar nú í kvöld. Innlent 7.6.2021 19:55
Býst við að farið verði að tillögum þingnefnda um skorður á hámarkshlut fjárfesta Tvö erlend fjármálafyrirtæki og tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins eru kjölfestufjárfestar í Íslandsbanka - og hafa skuldbundið sig til að kaupa 10% hlutafjár. Hlutafjárútboð bankans hófst í morgun og bankastjóri segir stjórnvalda að ákveða hver hámarkshlutur hvers og eins megi verða. Innlent 7.6.2021 18:30
Guðlaugur í sigurvímu á kosningavöku: „Þeir töpuðu!“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á laugardagskvöld. Hann fagnaði árangrinum ásamt stuðningsmönnum fram á rauða nótt og í sigurræðu sinni sem horfa má á hér á Vísi lét hann stór orð falla um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum. Innlent 7.6.2021 13:33
Breytingar í barnavernd Frumvarp um breytingar á barnaverndarlögum frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra hefur verið samþykkt úr velferðarnefnd. Nái frumvarpið fram að ganga munu meðal annars barnaverndarnefndir eins og við þekkjum þær lagðar af og umdæmi barnaverndarþjónustu stækkuð. Skoðun 7.6.2021 12:33
Hlutafjárútboð hafið og markaðsvirði Íslandsbanka áætlað 150 milljarðar króna Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanki hf., hafa birt lýsingu og tilkynnt stærð fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í bankanum og leiðbeinandi verðbil þess. Selja á rúmlega 636 milljón hluti en útboðshlutirnir, og valréttarhlutirnir, nema að hámarki 35 prósentum af heildarhlutafé bankans. Viðskipti innlent 7.6.2021 09:07
Enginn þingstubbur verði stjórnarskrárfrumvarp ekki afgreitt Svo gæti farið að þing verði rofið í næstu eða þar næstu viku og ekkert verði af þingstubbi í ágúst ef stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra verður ekki afgreitt úr nefnd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðherra verða að sætta sig við að mörg mál nái ekki fram að ganga fyrir kosningar. Innlent 6.6.2021 20:52
Síðustu dagar kjörtímabilsins að renna upp á Alþingi Síðustu dagar þingstarfa á yfirstandandi kjörtímabili eru framundan í vikunni og setja svip sinn á Víglínuna á Stöð 2 í dag. Eldhúsdagsumræður fara fram á morgun og samkvæmt starfsáæltun á þingstörfum á vorþingi að ljúka næst komandi fimmtudag hinn 10. júní. Innlent 6.6.2021 16:21
Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana. Innlent 6.6.2021 12:18
Vill nýja ríkisstjórn í anda R-listans Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist lesa það úr nýlegum skoðanakönnunum að flokkur hans geti haft forgöngu um að mynda ríkisstjórn í anda R-listans eftir kosningar í haust. Innlent 5.6.2021 17:46
Telja líkur á mannslátum vegna undirmönnunar Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því. Innlent 5.6.2021 09:52
Breytingin þýði að lögreglan geti starfað eftir geðþótta Dómsmálaráðherra hefur gefið lögreglu heimild til að nota tálbeitur, dulargervi, flugumenn og uppljóstrara til að veita grunuðum stöðuga eftirför án þess að hafa rökstuddan grun um glæp. Innlent 4.6.2021 20:14
Ráðherra heimilar stöðugt eftirlit lögreglu án rökstudds gruns um glæp Lögregluyfirvöld á Íslandi þurfa ekki lengur rökstuddan grun um að verið sé að fremja alvarlegt lögbrot til þess að beita sérstökum rannsóknaraðferðum á borð við tálbeitur, dulargervi, flugumenn, uppljóstrara og stöðuga eftirför með grunuðum án þeirra vitundar. Innlent 4.6.2021 15:56
Rothögg ríkisstjórnarinnar á heilbrigðiskerfið Jæja, þar kom að því. Með samstilltu átaki sínu tókst ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknar að stöðva starfsemi sérfræðinga í Domus Medica. Það er eitthvað sem meiri háttar áföllum og erfiðleikum, þar með talið hruninu 2008, tókst ekki að gera. Skoðun 4.6.2021 09:31
Ábyrgð á eftirliti með vottorðum færð yfir á flugfélög Flugfélög sem fljúga til Íslands verða frá og með næsta laugardegi að neita þeim um flutning til landsins sem geta ekki sýnt fram á fullgilt vottorð um bólusetningu fyrir Covid-19, fyrri sýkingu eða neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Innlent 3.6.2021 14:26
Bein útsending: Ekkert ofbeldi án gerenda Hvernig náum við til gerenda í ofbeldisbrotum? Öll vitum við að til þess að koma í veg fyrir ofbeldisbrot þurfa gerendur að hætta að beita ofbeldi. Hingað til hafa úrræði fyrir gerendur verið afar takmörkuð. Innlent 3.6.2021 13:31
Ísland verður síðasta þróaða ríkið til að endurheimta fyrri efnahagsstyrk Ekkert þróað ríki verður jafn lengi að endurheimta fyrri efnahagsstyrk eftir heimsfaraldurinn og Ísland, samkvæmt nýrri spá OECD. Við matið er verg landsframleiðsla á mann notuð sem mælikvarði á þetta. Innlent 2.6.2021 17:44
Útilokað að hálendisþjóðgarðurinn verði samþykktur í núverandi mynd Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannesson, telur útilokað að frumvarp um hálendisþjóðgarð í sinni núverandi mynd verði að lögum á þessu þingi. Innlent 30.5.2021 22:24
Leggja til að fallið verði frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga Fallið verður frá skyldu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga ef breytingartillaga meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar nær fram að ganga. Ráðherra sveitarstjórnarmála segir að með þessu sé verið að hlusta á sjónarmið minni sveitarfélaga. Innlent 30.5.2021 18:30
Langflestir vilja að Katrín leiði næstu ríkisstjórn Langflestir eða nærri helmingur aðspurðra í nýrri könnun Maskínu vilja Katrínu Jakobsdóttur sem næsta forsætisráðherra landsins. Stuðningur við formann Samfylkingarinnar helmingast á milli kannana. Innlent 28.5.2021 18:36
Ekkert í störfum Kristjáns Þórs sem gefur tilefni til vantrausts Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist ekki hafa séð neitt í störfum Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins, sem gefi henni tilefni til að vantreysta honum. Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, og formanni Sjálfstæðisflokksins finnst ekki eðlilegt að hann tjái sig um samskipti Kristjáns við meðlim svokallaðrar „skæruliðadeildar“ Samherja. Innlent 28.5.2021 16:24
Bjarni segir stefnt á sölu á allt að 35% hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð Fjármálaráðherra segir stefnt að sölu á allt að þrjátíu og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka um miðjan næsta mánuð. Leitað verður til erlendra fjárfesta en ráðherra vonar að almenningur taki virkan þátt í útboðinu og geti keypt hlut fyrir allt niður í fimmtíu þúsund krónur. Innlent 27.5.2021 17:30
Um hundrað þúsund ónýttar ferðagjafir renna út á þriðjudag Nú fer hver að verða síðastur að nýta ferðagjöf sína sem gefin var út í fyrrasumar. Ferðagjöfin rennur út um mánaðamótin, á þriðjudaginn eftir fimm daga, og enn eiga um hundrað þúsund Íslendingar eftir að nota sína gjöf. Neytendur 27.5.2021 12:47
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent