Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Rað­s­vik ríkis­stjórnarinnar!

Nú liggur fyrir að Alþingi er komið í sumarfrí og ljóst að enn og aftur víla stjórnvöld ekki fyrir sér að svíkja verkalýðshreyfinguna gróflega.

Skoðun
Fréttamynd

„Birta yfir samfélaginu“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir efnahagssamdráttinn vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hafa verið minni hér á landi en spáð var. Tekið sé að birta yfir samfélaginu á ný og á hún von á snarpri viðspyrnu þegar faraldrinum lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Stór mál ekki kláruð á þessu kjörtímabili

Stefnt er að því að Alþingi ljúki störfum í dag en þing þarf ekki að koma aftur saman fyrr en eftir kosningar. Eitt stærsta mál Vinstri-grænna hálendisþjóðgarðurinn verður ekki afgreitt á þessu kjörtímabili og það sama á við um stjórnarskrárfrumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Segir sénsana vera að klárast hjá Katrínu

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist líta svo á að koma þurfi frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá inn í þingsal til umræðu. Annars séu tækifæri hennar til að hafa áhrif í stjórnarskrármálinu upp urin.

Innlent
Fréttamynd

Brenna inni með bunka af málum

Á lokametrum kjörtímabilsins er ljóst að mörg af stóru málum ríkisstjórnarinnar munu ekki hljóta afgreiðslu í bili, þrátt fyrir að hafa sum verið í undirbúningi um langa hríð.

Innlent
Fréttamynd

Lagt til að vísa hálendisþjóðgarði aftur til ríkisstjórnar

Áform um stofnun miðhálendisþjóðgarðs á kjörtímabilinu virðast endanlega fallin niður þar sem meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt til að málinu verði vísað aftur til ríkisstjórnarinnar. Rammaáætlun mun líklega einnig daga uppi í nefnd að sögn þingflokksformanns Viðreisnar.

Innlent
Fréttamynd

Fals­frelsi ríkis­stjórnarinnar

Það segir sitt um arfleið ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að það eru ekki verk hennar sem eru minnistæðust heldur brostin fyrirheit. Það sem ekki varð.

Skoðun
Fréttamynd

Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta

Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin hafi staðist prófið með prýði

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórninni hafi tekist að leysa þau óvæntu og gríðarstóru verkefni sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum og hún hafi staðist prófið „með prýði.“ Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

„Faðm­lag stjórnar­flokkanna er kæfandi fyrir einka­rekstur“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að ríkisstjórnarsamstarfið sem hún kallar „faðmlag íhaldsflokkanna þriggja“ hafi verið „svo nærandi að hægri deild stjórnarsamstarfsins hefur ekki gert neinar athugasemdir við það þegar vinstri deild stjórnarsamstarfsins sýnir sitt rétta andlit.“

Innlent
Fréttamynd

„Bilið milli al­mennings og fárra auð­jöfra eykst“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir heildarmyndina af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nú vera að koma í ljós. Allt stefni í kreppu þar sem sumir verða miklu efnaðri á meðan aðrir hafi enn minna milli handanna en áður.

Innlent
Fréttamynd

Guðlaugur í sigurvímu á kosningavöku: „Þeir töpuðu!“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var kjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á laugardagskvöld. Hann fagnaði árangrinum ásamt stuðningsmönnum fram á rauða nótt og í sigurræðu sinni sem horfa má á hér á Vísi lét hann stór orð falla um ástand mála í Sjálfstæðisflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Breytingar í barna­vernd

Frumvarp um breytingar á barnaverndarlögum frá Ásmundi Einari Daðasyni félags- og barnamálaráðherra hefur verið samþykkt úr velferðarnefnd. Nái frumvarpið fram að ganga munu meðal annars barnaverndarnefndir eins og við þekkjum þær lagðar af og umdæmi barnaverndarþjónustu stækkuð.

Skoðun
Fréttamynd

Enginn þing­stubbur verði stjórnar­skrár­frum­varp ekki af­greitt

Svo gæti farið að þing verði rofið í næstu eða þar næstu viku og ekkert verði af þing­stubbi í ágúst ef stjórnar­skrár­frum­varp for­sætis­ráð­herra verður ekki af­greitt úr nefnd. Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra segir ráð­herra verða að sætta sig við að mörg mál nái ekki fram að ganga fyrir kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Síðustu dagar kjörtímabilsins að renna upp á Alþingi

Síðustu dagar þingstarfa á yfirstandandi kjörtímabili eru framundan í vikunni og setja svip sinn á Víglínuna á Stöð 2 í dag. Eldhúsdagsumræður fara fram á morgun og samkvæmt starfsáæltun á þingstörfum á vorþingi að ljúka næst komandi fimmtudag hinn 10. júní.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi lofar nýrri Ölfusárbrú í lok árs 2023 eða 2024

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra lofar nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss í lok ársins 2023 eða árið 2024 en framkvæmdir við brúna verða boðnar út um næstu áramót. Brúin mun kosta um sex og hálfan milljarða króna og innheimtur verður vegatollur yfir hana.

Innlent
Fréttamynd

Vill nýja ríkis­­­stjórn í anda R-listans

Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, segist lesa það úr ný­legum skoðanakönnunum að flokkur hans geti haft for­göngu um að mynda ríkis­stjórn í anda R-listans eftir kosningar í haust.

Innlent