Samkomubann á Íslandi Sjö sinnum fleiri smitast í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls. Innlent 9.12.2020 15:37 Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. Innlent 9.12.2020 13:43 Aukið eftirlit með komufarþegum um hátíðirnar Icelandair mun tvöfalda flugáætlun sína í aðdraganda jólanna til að koma Íslendingum heim. Lögreglan mun auka eftirlit með komufarþegum til að tryggja að þeir fari eftir fyrirmælum um sóttkví. Innlent 9.12.2020 12:01 „Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. Innlent 9.12.2020 09:06 Kári „skíthræddur“ um eina bylgju í viðbót áður en bóluefni kemur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að sér lítist prýðilega á þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og koma til með að gilda til 12. janúar næstkomandi. Hann segir þó að hann hefði viljað halda aðgerðum óbreyttum og kveðst hræddur um að ein bylgja kórónuveirufaraldursins til viðbótar muni ríða yfir áður en bólusetning hefst hér á landi. Innlent 8.12.2020 20:26 Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. Innlent 8.12.2020 17:18 Áramótabrennur úr sögunni þetta árið Áramótabrennur eru úr sögunni þetta árið, ef marka má reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum sem birt var í dag. Innlent 8.12.2020 16:19 Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. Viðskipti innlent 8.12.2020 14:53 Opna IKEA á fimmtudag eftir fimm vikna lokun IKEA mun opna verslun sína í Kauptúni klukkan tíu á fimmtudagsmorgun. Undirbúningur við opnunina stendur nú sem hæst eftir að tilkynnt var um tilslakanir á sóttvarnareglum í dag. Viðskipti innlent 8.12.2020 14:24 Svandís gerði nokkrar breytingar á tillögunum í samráði við Þórólf Heilbrigðisráðherra gerði nokkrar breytingar á tillögum sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Breytingarnar voru gerðar í samráði við þann síðarnefnda í gærkvöldi, að sögn ráðherra. Innlent 8.12.2020 13:32 Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. Innlent 8.12.2020 13:01 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. Innlent 8.12.2020 11:50 „Eitthvað verið að rýmka“ að sögn Bjarna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að eitthvað verði rýmkað til með nýjum sóttvarnareglum sem ræddar voru á ríkisstjórnarfundi nú í morgun. Innlent 8.12.2020 11:45 Rætt við ráðherra eftir ríkisstjórnarfund Tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Innlent 8.12.2020 10:22 Ljósmyndara synjað um lokunarstyrk: „Þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum“ Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, furðar sig á því að hún skuli ekki eiga rétt á lokunarstyrk frá stjórnvöldum vegna kórónuveirufaraldursins. Viðskipti innlent 8.12.2020 10:08 Minnisblað Þórólfs og næstu aðgerðir til umræðu í ríkisstjórn Gera má ráð fyrir því að minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær verði rætt á ríkisstjórnarfundi sem verður fyrir hádegi í dag. Innlent 8.12.2020 06:52 Reglurnar „mjög einkennilegar“ í ljósi fermetranna 22.500 Framkvæmdastjóri IKEA segir að ef ekki verði slakað á fjöldatakmörkunum á fimmtudag, þannig að unnt verði að opna verslunina á ný, sé jólasalan ónýt. Hann segir núverandi reglur, sem gera aðeins ráð fyrir tíu viðskiptavinum í gríðarstórri versluninni í einu, einkennilegar. Viðskipti innlent 7.12.2020 22:06 Þórólfur búinn að skila minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Innlent 7.12.2020 18:19 „Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. Innlent 6.12.2020 19:07 Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum og væntanlegum bólusetningum Um þrjátíu til fjörutíu mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli eftir hádegi í dag til þess að mótmæla væntanlegum bólusetningum vegna Covid-19 og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, sem þeir segja valda skaða á heilsu og líf fólks. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mótmælin ekki í anda þeirra aðgerða sem séu í gangi í landinu og minnir á tíu manna samkomubann. Innlent 5.12.2020 16:00 Of snemmt að segja til um hvort hægt verði að fara í tilslakanir fyrir jól Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir of snemmt að segja til um hvort hægt verði að fara í tilslakanir fyrir jól, en að tölur síðustu daga séu jákvæðar. Innlent 5.12.2020 12:00 Litakóðakerfi vegna Covid-19 samþykkt Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka upp Covid-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum. Tillaga þessi kom frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis og svipar veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Innlent 4.12.2020 14:39 „Þetta er alls ekki tíminn til að slaka á“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ánægjulegt að allir þeir tólf sem greindust með veiruna innanlands í gær hafi verið í sóttkví. Innlent 4.12.2020 11:47 Gaupi hitti Þórólf: „Finnst íþróttamenn ekki geta kvartað umfram aðra“ Guðjón Guðmundsson ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag. Hann segir að íþróttafólk búi ekki við meiri hömlur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir og segir rangt að Ísland sé eitt fárra landa sem banni íþróttaiðkun. Sport 3.12.2020 15:35 Sóttvarnaaðgerðir séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn en aðra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, minnti á það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn heldur en aðra. Innlent 3.12.2020 12:23 Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru. Innlent 2.12.2020 14:01 „Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins yfir fjölda kórónuveirusmita sýni að smituðum fjölgi ekki mjög skarpt upp á við. Það þurfi þó að bíða aðeins og sjá þróunina næstu daga varðandi það hvort smitum fari fækkandi. Innlent 2.12.2020 11:48 Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. Innlent 2.12.2020 07:01 Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. Viðskipti innlent 1.12.2020 20:01 Vísuðu 2.500 manns frá eftir að ákvörðun ráðherra lá fyrir Veitingamenn höfðu margir gert sér vonir um að geta tekið fleiri viðskiptavini inn á staði sína í aðdraganda jólanna. Eftir að heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðun sína fyrr í dag að svo verður ekki er ljóst að áhrifin á rekstur þeirra verða talsverð. Viðskipti innlent 1.12.2020 18:22 « ‹ 19 20 21 22 23 24 25 26 27 … 50 ›
Sjö sinnum fleiri smitast í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum Smitrakningarteymi almannavarna hefur rakið 36 bein Covid-19 smit til líkamsræktarstöðva. Heildarfjöldi afleiddra smita er 74. Þetta kemur fram í skriflegu svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Smit sem hafa verið rakin beint til sundlauga eru fimm talsins og afleidd smit tuttugu alls. Innlent 9.12.2020 15:37
Lýsir lokunina ólögmæta í erindi til þriggja ráðherra Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class telur þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum af sóttvarnaástæðum ólögmæta. Þetta kemur fram í formlegu erindi sem Björn sendi þremur ráðherrum í byrjun mánaðar, ásamt minnisblaði frá lögmönnum. Innlent 9.12.2020 13:43
Aukið eftirlit með komufarþegum um hátíðirnar Icelandair mun tvöfalda flugáætlun sína í aðdraganda jólanna til að koma Íslendingum heim. Lögreglan mun auka eftirlit með komufarþegum til að tryggja að þeir fari eftir fyrirmælum um sóttkví. Innlent 9.12.2020 12:01
„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. Innlent 9.12.2020 09:06
Kári „skíthræddur“ um eina bylgju í viðbót áður en bóluefni kemur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að sér lítist prýðilega á þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og koma til með að gilda til 12. janúar næstkomandi. Hann segir þó að hann hefði viljað halda aðgerðum óbreyttum og kveðst hræddur um að ein bylgja kórónuveirufaraldursins til viðbótar muni ríða yfir áður en bólusetning hefst hér á landi. Innlent 8.12.2020 20:26
Segir eigendur líkamsræktarstöðva íhuga réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða Einn eiganda crossfitstöðvarinnar Granda 101 segir að eigendur líkamsræktarstöðva íhugi nú réttarstöðu sína vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Eigendurnir séu í daglegum samskiptum og eigi fund með lögfræðingi á morgun. Innlent 8.12.2020 17:18
Áramótabrennur úr sögunni þetta árið Áramótabrennur eru úr sögunni þetta árið, ef marka má reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum sem birt var í dag. Innlent 8.12.2020 16:19
Fylltist örvæntingu eftir fréttir dagsins Eigandi Sporthússins telur það mismunun að halda líkamsræktarstöðvum lokuðum til 12. janúar hið minnsta, líkt og gert er ráð fyrir í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Hann segir fréttir dagsins áfall og tjónið sem af lokununum hlýst gríðarlegt. Viðskipti innlent 8.12.2020 14:53
Opna IKEA á fimmtudag eftir fimm vikna lokun IKEA mun opna verslun sína í Kauptúni klukkan tíu á fimmtudagsmorgun. Undirbúningur við opnunina stendur nú sem hæst eftir að tilkynnt var um tilslakanir á sóttvarnareglum í dag. Viðskipti innlent 8.12.2020 14:24
Svandís gerði nokkrar breytingar á tillögunum í samráði við Þórólf Heilbrigðisráðherra gerði nokkrar breytingar á tillögum sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Breytingarnar voru gerðar í samráði við þann síðarnefnda í gærkvöldi, að sögn ráðherra. Innlent 8.12.2020 13:32
Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. Innlent 8.12.2020 13:01
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. Innlent 8.12.2020 11:50
„Eitthvað verið að rýmka“ að sögn Bjarna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að eitthvað verði rýmkað til með nýjum sóttvarnareglum sem ræddar voru á ríkisstjórnarfundi nú í morgun. Innlent 8.12.2020 11:45
Rætt við ráðherra eftir ríkisstjórnarfund Tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Innlent 8.12.2020 10:22
Ljósmyndara synjað um lokunarstyrk: „Þeir segja að ég hefði getað unnið í öðrum verkefnum“ Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, furðar sig á því að hún skuli ekki eiga rétt á lokunarstyrk frá stjórnvöldum vegna kórónuveirufaraldursins. Viðskipti innlent 8.12.2020 10:08
Minnisblað Þórólfs og næstu aðgerðir til umræðu í ríkisstjórn Gera má ráð fyrir því að minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í gær verði rætt á ríkisstjórnarfundi sem verður fyrir hádegi í dag. Innlent 8.12.2020 06:52
Reglurnar „mjög einkennilegar“ í ljósi fermetranna 22.500 Framkvæmdastjóri IKEA segir að ef ekki verði slakað á fjöldatakmörkunum á fimmtudag, þannig að unnt verði að opna verslunina á ný, sé jólasalan ónýt. Hann segir núverandi reglur, sem gera aðeins ráð fyrir tíu viðskiptavinum í gríðarstórri versluninni í einu, einkennilegar. Viðskipti innlent 7.12.2020 22:06
Þórólfur búinn að skila minnisblaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að áframhaldandi sóttvarnaaðgerðum nú síðdegis. Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Innlent 7.12.2020 18:19
„Frábær vinna hjá smitrakningarteyminu“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að af 44 greindum smitum hér á landi í desember hafi aðeins þrír verið utan sóttkvíar. 41 hafa verið í sóttkví við greiningu sem svarar til 93 prósenta. Innlent 6.12.2020 19:07
Mótmæltu sóttvarnaaðgerðum og væntanlegum bólusetningum Um þrjátíu til fjörutíu mótmælendur söfnuðust saman á Austurvelli eftir hádegi í dag til þess að mótmæla væntanlegum bólusetningum vegna Covid-19 og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda, sem þeir segja valda skaða á heilsu og líf fólks. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mótmælin ekki í anda þeirra aðgerða sem séu í gangi í landinu og minnir á tíu manna samkomubann. Innlent 5.12.2020 16:00
Of snemmt að segja til um hvort hægt verði að fara í tilslakanir fyrir jól Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir of snemmt að segja til um hvort hægt verði að fara í tilslakanir fyrir jól, en að tölur síðustu daga séu jákvæðar. Innlent 5.12.2020 12:00
Litakóðakerfi vegna Covid-19 samþykkt Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka upp Covid-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum. Tillaga þessi kom frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis og svipar veðurviðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Innlent 4.12.2020 14:39
„Þetta er alls ekki tíminn til að slaka á“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ánægjulegt að allir þeir tólf sem greindust með veiruna innanlands í gær hafi verið í sóttkví. Innlent 4.12.2020 11:47
Gaupi hitti Þórólf: „Finnst íþróttamenn ekki geta kvartað umfram aðra“ Guðjón Guðmundsson ræddi við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í dag. Hann segir að íþróttafólk búi ekki við meiri hömlur vegna kórónuveirufaraldursins en aðrir og segir rangt að Ísland sé eitt fárra landa sem banni íþróttaiðkun. Sport 3.12.2020 15:35
Sóttvarnaaðgerðir séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn en aðra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, minnti á það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn heldur en aðra. Innlent 3.12.2020 12:23
Býður upp á líkamsræktartíma þrátt fyrir íþróttabann Einkaþjálfari sem selur líkamsræktartíma segist ekki telja þá falla undir skilgreiningu á íþróttastarfi sem er bannað samkvæmt sóttvarnareglum. Embætti landlæknis segir tímana virðast brot á samkomureglum óháð hversu fjölmennir þeir eru. Innlent 2.12.2020 14:01
„Vonandi erum við að fara að sjá þetta eitthvað niður á við“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir tölur dagsins yfir fjölda kórónuveirusmita sýni að smituðum fjölgi ekki mjög skarpt upp á við. Það þurfi þó að bíða aðeins og sjá þróunina næstu daga varðandi það hvort smitum fari fækkandi. Innlent 2.12.2020 11:48
Óboðni gesturinn sem neitar að fara Árið 2020 er senn á enda. Því verður seint lýst sem venjulegu ári enda hefur samkomubann verið í gildi meirihlutann af árinu og daglegt líf allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti þó aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir og má líkja veirunni við óboðinn gest sem neitar að fara. Innlent 2.12.2020 07:01
Ósanngjarnt að fá aðeins að taka á móti 10 manns í 3000 fm húsnæði Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima, segir að það hafi verið erfitt að fá þær fréttir að tíu manna fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi, þó þær hafi vissulega verið viðbúnar. Ósanngjarnt sé að mega ekki taka á móti fleirum en tíu í einu í þessu gríðarstóra húsnæði en að gert sé það besta úr hlutunum með hólfaskiptingum. Viðskipti innlent 1.12.2020 20:01
Vísuðu 2.500 manns frá eftir að ákvörðun ráðherra lá fyrir Veitingamenn höfðu margir gert sér vonir um að geta tekið fleiri viðskiptavini inn á staði sína í aðdraganda jólanna. Eftir að heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðun sína fyrr í dag að svo verður ekki er ljóst að áhrifin á rekstur þeirra verða talsverð. Viðskipti innlent 1.12.2020 18:22