Landsvirkjun

Fréttamynd

Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust

Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Lands­virkjun perlar

Í fréttaskýringaþættinum Kveik var í liðinni viku fjallað um fyrirhugaða Hvammsvirkjun, sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Fjallað var um áhrif virkjunarinnar á samfélag, landslag og umhverfi en einnig stuttlega minnst á laxastofn Þjórsár. Sá er með allra stærstu laxastofnum Atlantshafslaxins, sem áður var útbreidd tegund um alla Norður-Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Engin ó­vissa um af­drif lax­fiska ofan Hvamms­virkjunar

Ennþá einu sinni er Hvammsvirkjun í Þjórsá komin í fréttirnar; nú síðast í rækilegum Kveiksþætti í nýliðinni viku. Vegna síendurtekinna rangfærslna frá Landsvirkjun um áhrif þessarar virkjunar á lífríki árinnar neyðumst við gömlu karlarnir til að kveikja aftur á tölvunni.

Skoðun
Fréttamynd

Landsvirkjun fórni stærsta laxastofni Íslands?

Í þætti Kveiks á RÚV í gær var fjallað um virkjunaráform Landsvirkjunar í Þjórsá, nánar tiltekið Hvammsvirkjun. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) heldur því fram að því miður sé framkvæmdin gríðarlega neikvæð fyrir villta laxastofna og lífríki Þjórsár.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenska leiðin og arður orku­linda

Stórnotendur raforku greiddu á síðasta ári $43 fyrir hverja MWst, sem er það hæsta í sögu Landsvirkjunar. Sú tala jafngildir 5,8 kr. á kWst. Heildsölumarkaðurinn greiddi á sama tíma að meðaltali 4,6 kr. á kWst, eða 1,20 krónum minna, fyrir grunnorku sem er sambærileg vara og stórnotendur kaupa.

Skoðun
Fréttamynd

Kapp­kostum að vera góður granni

Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka verðmæti þeirra endurnýjanlegu orkuauðlinda sem okkur er trúað fyrir. Þetta gerum við með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi. Landsvirkjun er hluti af samfélaginu og við leggjum okkur sérstaklega fram um að vera virk í nærsamfélagi aflstöðva okkar. Við kappkostum að vera góður granni.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig byggjum við upp grænt hagkerfi?

Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Margt þarf að ganga upp til að það markmið náist en sjálfbærnitengd fjármögnun veitir atvinnulífinu hvata til þess að færa sig í átt að kolefnishlutleysi. Stýring fjármagns í rétt verkefni er forsenda þess að hraða tækniþróun og styðja við að markmiðið náist.

Skoðun
Fréttamynd

Heimili eiga ekki að keppa við stór­not­endur um örugga orku

Loksins, loksins er raforkuöryggi fyrir almenning komið á dagskrá stjórnvalda, með vinnu að laga- og reglugerðarbreytingum þar að lútandi. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi talað fyrir mikilvægi þess að koma almenningi í var og nú er sú vegferð hafin. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur keppi ekki við stórnotendur um örugga orku.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­eigin­leg veg­ferð Evrópu

Þjóðir heims hafa sett sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Íslendingar hafa í samfloti með öðrum þjóðum í Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Markmið þjóða heims eru fjölþætt en stór hluti þeirra snýr að orkuskiptum, að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og notast á endanum aðeins við orku úr endurnýjanlegum auðlindum.

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­menn fagna grænni orku­vinnslu

Græna orkan er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag á Íslandi og hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn sækja í. Nær allir erlendir ferðamenn sem hingað koma, eða 96%, eru jákvæðir gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þar af eru 80% mjög jákvæð en innan við 1% neikvæð.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kvarð­an­ir síð­ust­u 12 ára juku sjóðs­streym­i Lands­virkj­un­ar um millj­arð dala

Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum.

Innherji
Fréttamynd

Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana

Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja til tuttugu milljarða arðgreiðslu

Afkoma ársins var sú besta í sögu Landsvirkjunar. Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði, sem er sá mælikvarði sem við lítum helst til þegar afkoma fyrirtækisins er skoðuð, var 44,9 milljarðar króna og hækkaði um ríflega 72% á milli ára í bandaríkjadal talið. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsvirkjunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eignar­náms­ógn í samninga­við­ræðum við land­eig­endur við Þjórs­á

Í gær kom svar upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar við grein minni „Eru samningar Landsvirkjunar við landeigendur við Þjórsá löglegir?“. Ég verð eiginlega að þakka upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar fyrir þetta svar því það reitti landeigendur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi það mikið til reiði að þeir fundu sig knúna, í fyrsta skipti, til að tjá sig opinberlega um samningagerðina.

Skoðun
Fréttamynd

Já, samningarnir eru lög­legir

Við samningagerð milli landeigenda við Þjórsá og Landsvirkjunar var ekki rætt um eignarnám og fullyrðingum um meinta þvingun í garð landeigenda er harðlega mótmælt. Landsvirkjun hefur gert fjölda samninga við landeigendur á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Eru samningar Lands­virkjunar við land­eig­endur við Þjórs­á lög­legir?

Þann 17. janúar síðastliðinn birti ég greinina Samfélagsleg áhrif af sambúð með Landsvirkjun á visir.is. Í henni skoðaði ég samfélagsleg áhrif af ríflega hálfrar aldar sambýli Landsvirkjunar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Ég bar saman bæði mannfjöldaþróun og rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins við nágrannasveitarfélögin. Í þeim samanburði kom Skeiða- og Gnúpverjahreppur verst út og vil ég meina að sambúð við Landsvirkjun hafi þar áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Meðvirkni fjölmiðla

Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum.

Skoðun