Geðheilbrigði

Fréttamynd

Geð­heil­brigðis­bylting – níu að­gerðir

Við Píratar lítum á geðheilbrigði sem eina af grunnstoðum samfélagsins. Geðheilbrigði varðar ekki einungis heilsu og velferð einstaklingsins heldur er geðheilbrigði ákveðinn mælikvarði á heilbrigði samfélagsins sem við búum í.

Skoðun
Fréttamynd

Kvarta yfir „eitraðri framkomu“ stjórnenda Hugarafls

Sex fyrrverandi skjólstæðingar grasrótarsamtakanna Hugarafls sendu nýverið greinargerðir á félagsmálaráðuneytið vegna starfs- og stjórnunarhátta samtakanna og framkomu formanns gagnvart félagsmönnum. Hópurinn segir framkomu stjórnenda samtakanna eitraða og hún lýsi sér meðal annars í einelti og ógnarstjórnun gegn almennum félagsmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Hefur sjálfs­skaði til­gang?

Við þekkjum það á eigin skinni að nota sjálfsskaða sem leið til að lifa af. Við höfum oft fundið fyrir því að fólk á erfitt með að skilja af hverju við séum að valda sjálfum okkur skaða. Hvers vegna að bæta sársauka ofan á sársauka?

Skoðun
Fréttamynd

Klikkaða líf!

Staða þín getur orðið „klikkuð“ ef þú lendir í því að veikjast alvarlega á geði.

Skoðun
Fréttamynd

Heil­brigðis­kerfi í þágu þjóðar

Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum.

Skoðun
Fréttamynd

Gleymd börn á gráu svæði

Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda.

Skoðun
Fréttamynd

Sál­fræðinga í alla fram­halds­skóla landsins!

Flokkur fólksins telur mikilvægt að sálfræðingar verði í öllum framhaldsskólum landsins. Sálfræðingar eru í einhverjum framhaldsskólum en Flokkur fólksins vill, komist hann til áhrifa á Alþingi, berjast fyrir að fá sálfræðinga í alla framhaldsskóla landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Styrkja Píeta samtökin til þriggja ára

Píeta samtökin og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hafa gert samning um að ríkið styrki starfsemi samtakanna í forvörnum gegn sjálfsvígum. Samningurinn er til þriggja ára og fá Píeta samtökin 25 milljónir króna á ári samkvæmt honum.

Innlent
Fréttamynd

„Þú gleymir aldrei“

Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Tölum um sjálfs­víg

10. september er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga og þá eru gjarnan skipulagðir alls kyns viðburðir til að opna umræðuna um sjálfsskaða og sjálfsvíg, auk þess sem fjöldi fallegra minningarstunda á sér stað.

Skoðun
Fréttamynd

Öflugri heil­brigðis­þjónusta á Suður­landi

Heilbrigðisumdæmi Suðurlands hefur lengi verið eitt vinsælasta ferðamannasvæði landsins, bæði hjá innlendum og erlendum ferðamönnum auk þess sem sumarbústaðafjöldi á svæðinu er með því sem mest gerist á landinu og fólksfjölgun hefur verið mikil. Í heilbrigðisumdæminu bjuggu árið 2020 29.9217 manns á víðfeðmu svæði.

Skoðun
Fréttamynd

Að skilja sjálfsvíg

Ég missti mömmu mína í vor. Hún lést úr krabbameini.Hún barðist hetjulega þar til hún dó. Hún tók alla slagi sem hún gat tekið, ef það var meðferð í boði þá vildi hún prófa. Alla daga vaknaði hún og hugsaði; ég ætla að sigra þennan fjanda. Við hlið hennar vorum við, fólkið hennar, að styðja hana.

Skoðun
Fréttamynd

Hjúkrunar­fræðingur á Land­spítala grunaður um mann­dráp

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Geð­heil­brigðis­stefna Pírata

Heilbrigðismál eru eitt stærsta pólitíska málið í komandi kosningum. Nú sem aldrei fyrr sjáum við hversu mikilvæg heilbrigðisþjónusta er og hvað fjárfestingar í henni geta skilað sér margfalt til baka.

Skoðun
Fréttamynd

Gaslýsing: Siðlaus samskiptatækni í nánum samböndum

Ómerkilegasta en um leið ein áhrifamesta gaslýsing sem ég hef heyrt af hófst með lykli. Lykill týndist í vörslu manns. Hann sór fyrir það að hafa ekki týnt lyklinum heldur sett hann í póstkassa eiganda. Þegar póstkassinn var opnaður var engan lykil þar að finna. Þá sagði maðurinn ákveðinn að hann hefði ruglast á kassa og sett lykilinn í póstkassa nágrannans. Þegar leitað var til nágranna var engan lykil þar heldur að finna.

Skoðun
Fréttamynd

Allt of fáir að leita sér hjálpar vegna þunglyndis

Að vakna á morgnanna, klæða sig í föt og halda af stað til vinnu eða skóla er eitthvað sem flestir gera án þess að hugsa frekar út í. Einungis partur af rútínunni sem gerir lífið að því sem það er. En margir þarna úti, fleiri en gert er grein fyrir, eiga alls ekki auðvelt með að fylgja þessari rútínu.

Skoðun
Fréttamynd

Að sýna þrautseigju í hliðstæðum veruleika

Ég skrifaði grein um Að afvopna kvíðann þar sem togstreitan á milli óttans og hugrekkisins var umræðuefnið. Þar fór ég inn á að hugrekki væri persónuleikaeinkenni sem væri hægt að þjálfa og kenna nemendum að tileinka sér til að vega upp á móti kvíðanum eða óttanum. En núna langar mig að einblína á annað persónuleikaeinkenni sem er þrautseigja.

Skoðun
Fréttamynd

Fjórðungur lands­manna kominn með Co­vid-kvíða

Kvíði lands­manna hefur aukist mikið sam­hliða vexti far­aldursins og segist nú fjórðungur þjóðarinnar kvíðinn vegna Co­vid-19. Bið­listar eftir sál­fræði­að­stoð hjá Kvíða­með­ferðar­stöðinni hafa aldrei verið eins langir og nú.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfsvígum fjölgar í Kenía

Nærri 500 manns hafa tekið eigið líf í Kenía það sem af er ári en allt árið í fyrra nam fjöldinn 320. Yngsta manneskjan var níu ára og sú elsta 76 ára, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins.

Erlent
Fréttamynd

„Vekur marga til umhugsunar um það álag sem er á herðum þessara keppenda“

Sú ákvörðun fimleikastjörnunnar Simone Biles að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum til að huga að andlegri heilsu sinni gæti haft mikil áhrif til frambúðar og skapað aukna umræðu um það umhverfi sem stærstu íþróttastjörnur heims lifa og hrærast í. Þetta segir Haukur Ingi Guðnason, fyrrverandi fótboltamaður sem hefur starfað við og kennt íþróttasálfræði.

Sport