Valur

Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ
Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti formaður Handknattleikssambands Íslands. Hann er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði.

Valskonur tóku ÍBV í kennslustund
Valur vann afar öruggan ellefu marka sigur er liðið heimsótti ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í dag.

Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik
Valsmenn héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld með 34 stiga sigri á Hetti, 92-58, á Hlíðrenda. Þetta var fjórði sigur Valsliðsins í röð og kom liðinu upp í fimmta sætið.

Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin
Kvennalið Vals er komið í undanúrslit Powerade bikarsins í handbolta og tekur því þátt í bikarúrslitavikunni sjöunda árið í röð.

Framarar lausir við Frambanann
HK hefur tryggt sér þjónustu Þorsteins Arons Antonssonar næsta sumar en hann var á láni hjá félaginu í Bestu deildinni síðasta sumar.

Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028
Valskonur eru staddar út í Vestmannaeyjum þar sem þær áttu að spila bikarleik í kvöld en leiknum var frestað vegna veðurs. Liðið getur þá kannski í staðinn haldið upp á nýjasta samninginn hjá leikmanni liðsins.

Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“
Handknattleikssambandið og körfuknattleikssambandið hafa bæði tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem voru á dagskrá í kvöld, vegna rauðrar viðvörunar frá Veðurstofu Íslands.

Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals
Valur hélt Þorrablót Miðbæjar og Hlíða síðastliðið laugardagskvöld á Hlíðarenda. Óhætt er að segja að gleði og stemning hafi verið í loftinu þar sem Friðrik Ómar og Jógvan keyrðu upp stemninguna.

Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie
Þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta vissu allan tímann stöðuna á viðræðum félagsins við Katie Cousins einn allra besta leikmann Vals og Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Samningar náðust ekki milli Vals og Katie sem er á leið í Þrótt Reykjavík.

Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra
Katie Cousins, einn besti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta undanfarin ár, hefur samið um að snúa aftur til Þróttar og spila með liðinu á komandi leiktíð.

Fógetinn farinn frá Hlíðarenda
Valsmenn hafa ákveðið að segja skilið við bandaríska leikmanninn Sherif Ali Kenney sem leikið hefur með liðinu í vetur.

Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk
Topplið Vals heimsótti Stjörnuna í Garðabæ og vann öruggan 24-40 sigur í fjórtándu umferð Olís deildar kvenna.

Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“
„Þetta verður ekki auðvelt,“ segir Anton Rúnarsson sem í sumar verður nýr þjálfari hins sigursæla kvennaliðs Vals í handbolta. Þetta verður fyrsta starf Antons sem aðalþjálfari.

KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val
KR er Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu árið 2025. KR lagði Val 3-0 í úrslitaleik sem fór í Egilshöll fyrr í kvöld.

Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu
Það voru tvö lið á skriði sem mættust í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld og ljóst að eitthvað varð undan að láta. Njarðvíkingar með fjóra sigra í röð og Valsmenn með tvo. Eitthvað þurfti undan að láta og nú hafa Valsmenn unnið þrjá leiki í röð.

Oggi snýr aftur heim
Þorgils Jón Svölu Baldursson, línu- og varnarmaður, mun leika á ný með Val það sem eftir lifir leiktíðar í handboltanum hér á landi.

GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“
„Þetta verður bara geggjaður leikur,“ segir Pavel Ermolinskij en þeir Helgi Már Magnússon rýndu í leik Vals og Njarðvíkur sem verður GAZ-leikur kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta.

Anton tekur við kvennaliði Vals
Anton Rúnarsson mun taka við þjálfun Íslandsmeistara Vals í Olís-deild kvenna að yfirstandandi tímabili loknu. Hann tekur við liðinu er núverandi þjálfari Ágúst Jóhannsson mun taka við karlaliði félagsins.

Valur ofar eftir æsispennu
Valskonur höfðu betur gegn Stjörnunni í æsispennandi leik í Bónus-deild kvenna í körfubolta, 85-84, og eru því með tveimur stigum meira í 6. sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ
Víkingur og Stjarnan/Álftanes mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í ár en þetta er staðfest á heimasíðu KSÍ.

„Hann sem klárar dæmið“
„Maður sá hann lítið til að byrja með í leiknum, þannig en það kemur með honum ákveðin ró. En undir lok leiksins er það hann sem klárar dæmið.“

Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust
Bikarmeistarar Keflavíkur töpuðu með ellefu stigum gegn Íslandsmeisturum Vals í fimmtándu umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Bæði lið hafa verið í örlitlu brasi það sem af er móts og vonast til þess að rétta úr kútnum fyrir úrslitakeppnina. Eftir mikinn baráttuleik voru það Valur sem höfðu á endanum betur 70-81 og tóku sinn fjórða sigur í síðustu fimm leikjum.

Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast?
Í nýjasta þætti GAZins rýna þeir Pavel Ermoliskij og Helgi Magnússon í nýjustu viðbótina við leikmannahóp Íslandsmeistara Vals en öllum að óvörum spilaði bandaríski leikmaðurinn Joshua Jefferson í leik liðsins í 8-liða úrslitum VÍS bikarsins gegn Sindra.

Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu
Gestirnir í Gróttu sáu aldrei til sólar þegar liðið mætti Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í Olís-deild kvenna í handbolta, lokatölur 40-19.

Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum
Guðbjörg Sverrisdóttir varð í gærkvöldi leikjahæsti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta þegar hún lék sinn 383. deildarleik á ferlinum.

Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“
„Helvíti skemmtilegur leikur, mikil barátta. Mikil orka sem fór í hann. Þannig að ég er bara mjög sátt, en mjög þreytt,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir eftir 63-61 sigur Vals gegn Aþenu í leik sem gerði hana að leikjahæstu konu í sögu úrvalsdeildarinnar í körfubolta.

Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik
Valur vann Aþenu 63-61 eftir æsispennandi leik í fimmtándu umferð Bónus deildar kvenna. Aþenukonur grófu sér djúpa holu í upphafi en virtust ætla að stela sigrinum undir lokin. Svo varð ekki og Guðbjörg Sverrisdóttir endaði á því að skora síðustu stigin, í leiknum sem gerði hana að leikjahæsta leikmanni í sögu úrvalsdeildarinnar.

Haukar og Valur sluppu við að mætast
Nú er orðið ljóst hverjir mótherjar Vals og Hauka verða í 8-liða úrslitum EHF-keppni kvenna í handbolta. Þau drógust ekki saman og ef íslensku liðin komast áfram þá mætast þau ekki heldur í undanúrslitunum.

Valur og Keflavík í undanúrslit
Valur og Keflavík eru komin í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Þangað eru einnig komin KR og Stjarnan.

„Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“
Kristófer Acox er mættur aftur í slaginn eftir erfið meiðsli og hann hjálpaði Valsmönnum að vinna mikilvægan leik í síðustu umferð. Bónus Körfuboltakvöld fór yfir endurkomu fyrirliða Valsmanna inn á parketið.