Stjarnan

Fréttamynd

„Það eru allir að spyrja“

Ísold Sævarsdóttir er aðeins sextán ára. Hún fór á kostum með Stjörnunni í Subway-deild kvenna í fyrrakvöld en hún er einnig ein besta frjálsíþróttakona landsins.

Körfubolti
Fréttamynd

„Eins og að vera fastur í hryllings­mynd“

Það var beygður þjálfari Stjörnunnar sem mætti í viðtal eftir leik liðsins gegn Haukum í kvöld. Tap Stjörnunnar var sjötta tap liðsins í síðustu sjö leikjum. Hann sagðist vona að botninum væri náð.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta bætir geðheilsuna tals­vert“

Fimm leikja taphrina Stjörnunnar í Subway deildinni er lokið eftir sigur gegn Njarðvík á heimavelli 77-73. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn.

Sport
Fréttamynd

Grótta náði í stig í Eyjum

Grótta gerði góða ferð til Vestmannaeyja í dag því liðið gerði jafntefli við ÍBV í Olís-deild karla í handknattleik. Þá vann Stjarnan sigur á KA í Garðabæ.

Handbolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og við­töl: Grinda­vík - Stjarnan 80-72 | Verð­skuldaður sigur Grind­víkinga

Grindavík tók á móti Stjörnunni í 18. umferð Subway-deildar kvenna nú í kvöld. Þetta var lokaleikur deildarinnar áður en henni verður skipt upp í A deild og B deild. Fyrir leikinn voru Grindvíkingar í þriðja sæti með 20 stig á meðan gestirnir úr Garðabæ sátu sæti neðar með 18 stig. Svo fór að lokum að Grindavík vann átta stiga sigur eftir afar skemmtilega leik. Lokatölur hér í Smáranum 80-72

Körfubolti