Fylkir

Fréttamynd

„Verst bara að Gylfi sé ekki kominn“

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir leik þess við Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Verst sé að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki á meðal andstæðinga kvöldsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Auðvitað er áhugi á mér“

„Ég býst við erfiðum leik. Þeir hafa gefið Víking og Breiðablik hörku leik. Fyrstu sextíu mínúturnar voru þeir mjög flottir og voru nálægt því að gera jafntefli. Þeir eru með gæði innan síns liðs og eru þéttir til baka. Rúnar kann alveg að búa til lið,“ segir Adam Pálsson, sóknarmaður Vals, um leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Bestu deild karla

Valur tekur á móti nýliðum Fylkis í eina leik dagsins í Bestu deild karla. Umferðin klárast svo á fimmtudag og sunnudag. Valur er í öðru sæti á eftir Víkingum sem eru með níu stigum meira. Fylkir er í næst neðsta sæti. Leikurinn er því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tvö jafntefli í Lengjudeild karla en markasúpa hjá konunum

Tveir leikir fóru fram í áttundu umferð Lengjudeildar karla og einn í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu. Fjölnir og Vestri skildu jöfn á Extra vellinum í Grafarvogi, 1-1. Njarðvík og Þór skildu einnig jöfn á Rafholtsvellinum í Njarðvík, 2-2. Kvennamegin fóru Fylkiskonur í heimsókn í Fjarðarbyggðarhöllina og unnu 4-2 sigur á FHL.

Sport