Forsetakosningar 2020

Fréttamynd

Hvað kostar lýð­ræðið?

Það mætti deila meira um hugtakið „óumdeilt“. Kannski hefur það ekki snúist jafn hressilega upp í andhverfu sína og orðin „kóngur“ og „meistari“ en þegar fólk er sagt óumdeilt verðum við að staldra stundarkorn við.

Skoðun
Fréttamynd

Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna

Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin.

Innlent
Fréttamynd

Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði

Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson.

Innlent
Fréttamynd

Guðni hefur kosningabaráttu sína

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur hafið kosningabaráttu sína. Guðni tilkynnir í dag framboð sitt til endurkjörs en fjögurra ára kjörtímabili hans lýkur í ár.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Franklín Jónsson býður sig fram til forseta

Guðmundur Franklín Jónsson, viðskipta- og hagfræðingur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis Forseta Íslands. Nafn Guðmundar verður því að finna á kjörseðlum þegar kosningar fara fram 27. júní, nái hann tilskyldum fjölda meðmælenda. Guðmundur tilkynnti ákvörðun sína í beinni á Facebook síðu sinni í dag.

Innlent