Fótbolti

Fréttamynd

Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópu­draumnum á lífi

Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Sú besta með slitið krossband og missir af EM

Alexia Putellas, handhafi Gullknattarins og miðjumaður Spánarmeistara Barcelona sem og spænska landsliðsins, sleit krossband á landsliðsæfingu og verður frá næstu mánuði. Hún missir því af Evrópumótinu í Englandi sem og stórum hluta næstu leiktíðar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Lamptey velur Gana fram yfir England

Knattspyrnumaðurinn Tariq Lamptey, leikmaður Brighton í ensku úrvalsdeildinni, hefur tekið þá ákvörðun að hann ætli sér að spila fyrir landslið Gana frekar en Englands.

Fótbolti
Fréttamynd

Grótta tyllti sér á topp deildarinnar

Grótta situr á toppi Lengjudeildar karla í fótbolta eftir leiki kvöldsins í 10. umferð deildarinnar. Heil umferð var spiluð í kvöld en fjögur rauð spjöld litu dagsins ljós í leikjunum sex. 

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla

Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu

Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sú besta meiddist á æfingu

Alexia Putellas, besta knattspyrnukona heims um þessar mundir, meiddist á landsliðsæfingu Spánar aðeins degi áður en Evrópumótið í Englandi hefst.

Fótbolti
Fréttamynd

Telja sigur­líkur Ís­lands vera tæp þrjú prósent

Tölfræðivefurinn Opta mun halda utan um alla tölfræði Evrópumóts kvenna í fótbolta sem hefst á morgun með leik Englands og Austurríkis. Þá er vefurinn búinn að taka saman sigurlíkur hverrar þjóðar fyrir sig en Ísland er í 9. sæti af þeim sextán þjóðum sem taka þátt.

Fótbolti
Fréttamynd

Mala­cia mættur til Manchester

Manchester United hefur staðfest komu vinstri bakvarðarins Tyrell Malacia. Hann eru fyrstu kaup félagsins síðan landi hans Erik ten Hag tók við þjálfun Man United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Búið að sparka Pochettino frá París

Mauricio Pochettino hefur verið rekinn sem þjálfari Frakklandsmeistara París Saint-Germain. Argentínumaðurinn, sem lék með liðinu á sínum tíma, entist rétt rúma 18 mánuði í starfi.

Fótbolti
Fréttamynd

Skrifaði undir nýjan samning með vinstri

Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið Bayern München að markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Samningurinn var greinilega undirritaður nokkru á undan þar sem Cecilía Rán var enn með gifs á hægri hendi og átti í stökustu vandræðum við að skrifa undir með vinstri.

Fótbolti