Fótbolti

Fréttamynd

Lærisveinar Steven Gerrard sóttu sín fyrstu stig

Alls fóru fram 14 leikir í Evrópudeild UEFA í dag og í kvöld. Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers sóttu sín fyrstu stig með 2-0 sigri gegn Brøndby og Napoli hleypti spennu í C-riðil með 3-0 sigri gegn Legia Varsjá svo eitthvað sé nefnt.

Fótbolti
Fréttamynd

Piqu­e kom Börsungum til bjargar

Þegar neyðin er stærst er Gerard Pique næst. Spænski miðvörðurinn kom Barcelona til bjargar er liðið vann nauman 1-0 sigur á Dynamo Kiev er liðin mættust á Nývangi í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Salah bætti tvö félagsmet

Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah varð í kvöld markahæsti leikmaður Liverpool í Meistaradeildinni frá upphafi er hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3-2 sigri gegn Atlético Madrid. Hann varð einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora í níu leikjum í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney sagður áhugasamur um stjórastöðu Newcastle

Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County og fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, er sagður áhugasamur um að taka við stöðu knattspyrnustjóra Newcastle ef núverandi stjóri, Steve Bruce, verður látinn taka poka sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Lykilmenn framlengja við Vestra

Þeir Pétur Bjarnason og Vladimir Tufegdzig, eða Túfa eins og hann er yfirleitt kallaður, hafa framlengt smaningum sínum við knattspyrnufélag Vestra frá Ísafirði.

Fótbolti
Fréttamynd

Þurfa „að­eins“ að glíma við Messi og Mbappé

París Saint-Germain verður án Brasilíumannsins Neymar er liðið fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sá sem sér um samfélagsmiðla Leipzig-liðsins hefur grínast með að liðið þurfi þá „aðeins“ að glíma við Lionel Messi og Kylian Mbappé.

Fótbolti
Fréttamynd

Lacazette bjargaði stigi fyrir Arsenal

Crystal Palace var hársbreidd frá því að næla í öll þrjú stigin á Emirates-vellinum er liðið mætti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Alexandre Lacazette jafnaði hins vegar metin í blálokin og leiknum því með 2-2 jafntefli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Áfram í Fram

Alex Freyr Elísson hefur skrifað undir nýjan samning við Fram og mun leika með liðinu í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Samningur hans gildir til ársins 2023.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ný­liðarnir sáu aldrei til sólar gegn Liver­pool

Claudio Ranieri byrjar tíma sinn hjá Watford ekki vel en liðið tapaði 5-0 fyrir Liverpool í fyrsta leik hans við stjórnvölin. Nýliðar Watford áttu aldrei möguleika í dag og ljóst að Ranieri á erfitt verkefni fyrir höndum á Vicarage Road .

Enski boltinn