Körfubolti

Fréttamynd

Spán­verjar sitja eftir

Sterkt lið Spánar kemst ekki í átta liða úrslit í körfuboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París. Þetta var ljóst eftir tap fyrir Kanada í dag, 88-85. 

Körfubolti
Fréttamynd

Fer til Dallas á nýjan leik

Spencer Dinwiddie hefur ákveðið að færa sig um set og spila með Dallas Mavericks í NBA-deildinni á komandi leiktíð eftir að hafa skipt yfir til Los Angeles Lakers fyrr á þessu ári.

Körfubolti
Fréttamynd

Rus­sell West­brook frjáls ferða sinna á ný

Russell Westbrook er án félags, aðeins tveimur dögum eftir að LA Clippers skiptu honum til Utah Jazz. Tíðindin ættu þó ekki að koma neinum á óvart en Westbrook er sagður vera á leið til Denver Nuggets um leið og færi gefst.

Körfubolti
Fréttamynd

Faðir Kobe Bryant er látinn

Joe Bryant, faðir körfuboltagoðsagnarinnar Kobe Bryan heitins, er látinn 69 að aldri. Líkt og sonur hans lék Bryant í NBA-deildinni á sínum yngri árum. 

Körfubolti
Fréttamynd

Reiknar með því að hinn fjöru­tíu og tveg­gja ára Hlynur troði á komandi tíma­bili

Baldur Þór Ragnars­son er nýr þjálfari karla­liðs Stjörnunnar í körfu­bolta. Eftir nokkur ár í þýska boltanum snýr hann heim til Ís­lands, reynslunni ríkari og setur markið hátt. Stjörnu­menn hafa verið dug­legir að bæta við leik­manna­hóp sinn og þá reiknar Baldur með því að reynslu­boltinn Hlynur Bærings­son reimi einnig á sig körfu­bolta­skóna á næsta tíma­bili.

Körfubolti
Fréttamynd

Tryggðu sér sæti í átta liða úr­slitum

Íslenska stúlknalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri lagði Búlgaríu með tíu stiga mun í úrslitum B-deildar Evrópumótsins sem fram fer í Búlgaríu. Sigurinn tryggir Íslandi sæti í 8-liða úrslitum.

Körfubolti
Fréttamynd

Um­talað sam­band við eldri konu talið hafa spillt fyrir

Kyle Filipowski hefði átt að vera meðal fyrstu manna sem valdir voru í nýliðavali NBA-deildarinnar á dögunum. Samband hans við konu sem er 7-8 árum eldri og sambandsleysi við eigin fjölskyldu er sagt vera ástæða þess að hann fór ekki fyrr en í 2. umferð valsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Reese í sögu­bækurnar og Clark með enn einn stór­leikinn

Angel Reese skráði sig í sögubækur WNBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar hún afrekaði það að vera með tvöfalda tvennu í tíunda leiknum í röð. Það hefur aldrei verið gert áður. Þá átti Caitlin Clark sannkallaðan stórleik í sigri Indiana Fever á stórliði Phoenix Mercury.

Körfubolti
Fréttamynd

Faðir og sonur munu stýra syni og bróður

Alexander Jan Hrafnsson hefur samið við karlalið Breiðabliks í körfubolta til næstu tveggja ára. Þar mun hann heyra undir stjórn föður síns og bróður, Hrafns Kristjánssonar og Mikaels Mána Hrafnssonar.

Körfubolti