Alþingiskosningar 2021

Fréttamynd

Réttur dýra til lífs og velvildar

Milli konu, kýr og kattar liggur leyniþráður í samfélagi sem á rætur í harðneskju og basli. Veiðar og búskapur með dýr hafa haldið í okkur lífinu og nytsemi eða ónytjar dýrs hafa oftar en ekki verið ráðandi í viðhorfum fólks til dýra. Fyrir nærri 140 árum hófst alvöru umræða um málefni dýraverndar á Íslandi. Næstu áratugina færðist vitund fólks í átt að því að dýr ættu skilið meiri „velvild og hlífð“ eins og það var orðað um aldamótin.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað skal kjósa?

Yfir helmingur kjósenda velur stjórnmálaflokk innan við mánuði fyrir kjördag og fjórði hver síðasta sólarhringinn, samkvæmt rannsóknum. Hér er því gagnlegur leiðarvísir til óákveðinna.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­lög­mætur stór­eigna­skattur

Jóhann Páll Jóhannsson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, ritar pistil hér á Vísi.is í dag og bregst ókvæða við gagnrýni minni á áform Samfylkingarinnar um að leggja á stóreignaskatt. Í pistli Jóhanns fer lítið fyrir svörum og rökstuðningi hvernig stóreignaskattur brjóti ekki gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og eignarréttarákvæði.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíal­istar vilja byltingu, Fram­sókn vill fram­farir

Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins, svarar grein minni um samvinnuna í ítarlegu og löngu máli eins og hans er von og vísa. Gunnar Smári er góður penni og beittur og endurskrifar sögu Framsóknar eins og hún sé á tiltölulega beinni leið til helvítis.

Skoðun
Fréttamynd

Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna

Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki.

Innlent
Fréttamynd

Hvað gekk ráðherra til?

Sjúkraþjálfarar eru komnir aftur í náðina hjá heilbrigðisráðherra. Svona að mestu. Líklega væri þó réttara að segja að ráðherrann væri hættur að gera upp á milli skjólstæðinga sjúkraþjálfara. Það eru góðar fréttir og ekki alveg óviðbúnar, enda eru að koma kosningar. Eftir stendur hins vegar stóra spurningin sem ekki hefur fengist svar við; hvað gekk ráðherra til?

Skoðun
Fréttamynd

Hefði verið auð­velt að fremja kosninga­svindl

Möguleikinn á kosningasvindli í komandi alþingiskosningum var fyrir hendi með notkun falsaðra stafrænna ökuskírteina. Tækni til að sannreyna skírteinin var ekki tekin í notkun við kjörstaði fyrr en í byrjun vikunnar en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 13. ágúst. 

Innlent
Fréttamynd

Sanngjarn og lögmætur stóreignaskattur

Það er kostulegt að fylgjast með taugaveiklun Sjálfstæðismanna yfir því að Samfylkingin ætli að taka upp hóflegan stóreignaskatt – sem leggst einvörðungu á ríkasta 1 prósent landsmanna – til að standa undir kjarabótum fyrir lágtekju- og millitekjuhópa.

Skoðun
Fréttamynd

Píratar vilja sterkari fjöl­miðla

Í nýjustu mælingu samtakanna Blaðamanna án landamæra á stöðu fjölmiðlafrelsis í heiminum hafnaði Ísland í 16. sæti. Við sem erum nógu gömul til að muna hversu svekkjandi það var að Gleðibankinn hafnaði bara í sextánda sæti í Eurovision 1986 eigum auðvelt með að setja það sæti í rétt samhengi; alls ekki nógu gott.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar ég varð stór rót­tækur femín­isti

Ég var enn í grunnskóla þegar ég fór að tala um sjálfa mig sem femínista og reifst við stráka um að ég gæti alveg jafn mikið og þeir. Ég var orðin fullorðin þegar Hildur Lilliendahl reif niður alla veggi og opinberaði hið víðtæka kvenhatur sem við höfum búið við allt of lengi. Ég fylltist eldmóði og baráttuvilja og varð róttæk.

Skoðun
Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Forfallinn Liverpool-unnandi

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Þegar ég var lítill rót­tækur femín­isti

Ég var 19 ára þegar ég byrjaði að skilgreina mig sem femínista. Árið var 2011 og viðhorf samfélagsins til femínista var allt annað en það er í dag. Að segjast vera femínisti upphátt opnaði á fjandsamlega lítillækkun og útskúfun. Síðastliðin 10 ár hefur hver byltingin á fætur annarri breytt viðhorfi okkar allra og fært umræðuna um jafnréttismál og kynbundið ofbeldi fram í sviðsljósið.

Skoðun
Fréttamynd

Sitt er hvað, fram­sókn og Fram­sókn

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins vildi taka mig í sögustund í grein sem hann skrifaði á Vísi í gær, grein sem hann kallar: Sitt er hvað, samvinna og samvinna

Skoðun
Fréttamynd

Spurninga­leikur, 18 stig í boði

Ýmsir flokkar, sem ég myndi leyfa mér að kalla eins máls- eða eins manns flokka, hafa oftar en ekki haft uppi stór orð varðandi störf ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. Ýmist kallað hana kyrrstöðustjórn, stjórn þriggja Framsóknarflokka (sem ég reyndar kann nokkuð vel við) eða stólastjórnina.

Skoðun
Fréttamynd

Jöfnum leikinn með vaxta­rstyrkjum

Á síðastliðnum árum hefur samfélagið áttað sig á mikilvægi íþrótta- og tómstunda á þroska barna. Kostirnir við iðkun íþrótta- og tómstunda eru fjölmargir.

Skoðun
Fréttamynd

Vest­firsk at­kvæða­greiðsla um fisk­eldi

Innan hreyfingar Pírata er fólki heimilt að hafa ólíkar skoðanir. Þannig eru sumir hlynntir sjókvíaeldi og aðrir ekki. Það er einkenni á heilbrigðum stjórnmálaflokki að þar rúmast ólík sjónarmið og skoðanir. Stjórnmálaflokkar sem stunda skoðanakúgun og hlýðni innan sinna raða eru í eðli sínu and-lýðræðislegir.

Skoðun
Fréttamynd

Rasismi gegn Íslendingum

Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er það venjan í kosningabaráttu. Það hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á mörgu fólki, ekki vegna þess að ég er Pírati og þau eru ósammála mér, heldur vegna þess að þau telja mig vera „útlending.”

Skoðun
Fréttamynd

Má bjóða þér að bíða?

Við erum öll sammála um að aðgengi að heilbrigðisþjónustu á að vera jafnt fyrir alla, óháð efnahag og óháð búsetu. Um það er enginn ágreiningur í íslenskum stjórnmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Já, það skiptir sko máli hver stjórnar

VG býr yfir mörgum gegnheilum hugsjónamanneskjum en flokksforystan velur að einblína á frúna í brúnni og framlengja mefistófelískt bandalag sitt við myrkraöflin í Valhöll.

Skoðun
Fréttamynd

Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum

Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Sitt er hvað, sam­vinna og sam­vinna

Hann er um margt áhugaverður, skyndilegur áhugi Gunnars Smára Egilssonar forsprakka Sósíalista á samvinnunni og uppruna Framsóknar. Og eflaust er Gunnar Smári sammála mér um það að samvinna er grundvöllur allra framfara. Það er hins vegar sitt hvað, samvinna Framsóknar og samvinna Sósíalista.

Skoðun