Ástin á götunni

Fréttamynd

Fann­ey með fót­bolta­heila og getur náð heimsklassa

Jólin komu snemma í ár með sigri Ís­lands á Dan­mörku í Þjóða­deildinni í fót­bolta í fyrra­dag. Á­tján ára gamall mark­vörður Ís­lands og Vals sló í gegn í frum­raun sinni. Ís­lenska lands­liðið gerði sér lítið fyrir og kramdi ólympíu­drauma danska lands­liðsins með 1-0 sigri sínum í loka­um­ferð riðla­keppni Þjóða­deildarinnar í Vi­borg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Á­kveðinn hópur sem ég leitaði til“

Guðni Bergsson fyrrverandi formaður KSÍ, sem sækist nú eftir kjöri á ný, kveðst fullur af orku til að halda áfram því starfi sem hann skildi við á sínum tíma. Hann velti fyrir sér framboðinu í nokkrar vikur áður en hann lét slag standa. 

Fótbolti
Fréttamynd

Edda fylgir Nik í Kópa­voginn

Edda Garðarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þar mun hún aðstoða Nik Chamberlain sem tók nýverið við starfi aðalþjálfara liðsins en þau unnu saman hjá Þrótti Reykjavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jakob­ína í Breiða­blik

Jakobína Hjörvarsdóttir er gengin í raðir Breiðabliks og mun spila með félaginu í Bestu deild kvenna á næstu leiktíð. Hún skrifar undir þriggja ára samning.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðni liggur undir feldi en Jón Rúnar hefur ekki á­huga

Ljóst er að kosið verður um nýjan for­mann Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands á næsta ári. Íþróttadeild Vísis fór á stúfana og kannaði lands­lagið hjá ein­stak­lingum sem hafa verið orðaðir við for­manns­fram­boð hjá KSÍ eða verið í um­­ræðunni í tengslum við em­bættið undan­farin ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gregg Ryder að taka við KR

Gregg Ryder, fyrrverandi aðstoðarþjálfari ÍBV, þjálfari Þróttar Reykjavíkur og Þór Akureyrar, mun stýra KR í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ragnar Sigurðs­son gæti snúið aftur til Rúss­lands

Það virðist næsta öruggt að Ragnar Sigurðsson verði ekki áfram þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Samningur hans er runninn út og Fram hefur gefið út að Rúnar Kristinsson sé efstur á blaði. Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið til Rússlands.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjarni Jóhannsson snúinn aftur í þjálfun

Bjarni Jóhannsson hefur ákveðið að snúa aftur í þjálfun og samdi við Selfoss þar sem hann mun stýra karlaliði félagsins til næstu tveggja ára. Verkefnið sem bíður hans er stórt, en liðið féll niður úr Lengjudeildinni í sumar og mun spila í 2. deild á næsta tímabili. 

Íslenski boltinn