Bakarí

Fréttamynd

Starfsfólk Jóa Fel sagt skulda hundruð þúsunda

Fyrrverandi starfsmönnum bakarískeðjunnar Jóa Fel sem fór á dögunum í gjaldþrot hefur borist kröfubréf um óuppgreidda skuld starfsmanna við fyrirtækið. Bréfið er sent frá skiptastjóra þrotabúsins en engar skýringar koma fram í bréfinu hvers vegna starfsfólkið skuldi peningana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Getur loksins keyrt hringveginn nú þegar Gamla bakaríinu hefur verið lokað

Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna.

Innlent
Fréttamynd

Símaklefi í hlutverki bakarís í Stykkishólmi

Til að koma í veg fyrir matarsóun í Stykkishólmi setur bakaríið Nesbrauð alla afganga dagsins í gamlan símaklefa við hlið bakarísins þar sem fólk getur verslað bakkelsi í honum eftir lokun bakaríssin. Mikil ánægja er með framtakið.

Innlent
Fréttamynd

Bakarí Jóa Fel gjaldþrota

Bakarísrekstur Jóhannesar Felixssonar, Jóa Fel, er kominn í þrot. Gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna var samþykkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Öryggisverðir slökktu eld í bakaríi Jóa Fel

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í Holtagarða í Reykjavík á ellefta tímanum í kvöld. Eldur kom upp í loftræstikerfi í bakaríi Jóa Fel en öryggisvörðum tókst að slökkva hann áður en slökkvilið bar að garði.

Innlent