Spænski boltinn

Fréttamynd

Messi. Ég verð ekki valinn bestur

Lionel Messi er einstaklega hógvær maður og man Vísir ekki eftir því að það hafi verið birt neikvæð frétt um þennan geðuga Argentínumann sem virðist vera algjörlega til fyrirmyndar innan vallar sem utan.

Fótbolti
Fréttamynd

Loforð Mourinho kveikti í leikmönnum Real Madrid í gær

Real Madrid fór á kostum í síðasta leik sínum á árinu í gær og vann þá 8-0 sigur á Levante í spænska Konungsbikarnum. José Mourinho, þjálfari Real Madrid, sagði að loforð sitt fyrir leikinn hafði kveikt í sínum mönnum en bæði Cristiano Ronaldo og Karim Benzema skoruðu þrennu í þessum stórsigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Átta mörk hjá Real Madrid í lokaleik ársins

Cristiano Ronaldo og Karim Benzema skoruðu báðir þrennu í kvöld þegar Real Madrid vann 8-0 stórsigur á Levante í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Barcelona gerði markalaust jafntefli við Atletico Bilbao í sömu keppni í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi: Mourinho kveikir í okkur

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur gert allt sem hann getur til þess að koma leikmönnum Barcelona úr jafnvægi en Xavi, miðjumaður Barcelona, hefur nú greint frá því að liðið noti Mourinho til þess að hvetja sig áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

Bilbao náði markalausu jafntefli á móti Barcelona á Nývangi

Athletic Bilbao endaði tíu leikja sigurgöngu Barcelona með því að ná markalausu jafntefli á móti spænsku meisturum á Camp Nou í kvöld í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska Konungsbikarsins. Liðin mætast aftur í Bilbao 5. janúar næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Bojan Krkic með nýjan samning við Barcelona til 2015

Bojan Krkic er búinn að framlengja samning sinn við Barcelona um tvö ár og er því með samning við spænsku meistarana til ársins 2015. Krkic er enn einn leikmaður Barcelona sem hefur framlengt samning sinn á síðustu vikum og mánuðum.

Fótbolti
Fréttamynd

Iniesta hefur engan áhuga á peningum Man City

„Þetta félag hefur gefið mér og fjölskyldu minni allt," segir Andrés Iniesta, miðjumaðurinn magnaði hjá Barcelona. Hann hefur verið orðaður í enskum fjölmiðlum við peningaveldi Manchester City.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola: Besta spilamennskan síðan ég tók við

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að liðið sé að spila sinn besta fótbolta síðan hann tók við stjórnartaumunum. Guardiola vann þrennuna með Börsungum á sínu fyrsta tímabili og varði svo deildarmeistaratitilinn á síðasta tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea með veskið tilbúið fyrir Pepe

Chelsea er tilbúið að opna veskið til að kaupa varnarmanninn Pepe frá Real Madrid. Portúgalski landsliðsmaðurinn hefur neitað tilboðum frá spænska liðinu um nýjan samning en hann vill fá talsvert hærri laun en honum hefur verið boðið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Carlos Tevez orðaður við báða spænsku risana

Ensku blöðin eru uppfull af allskonar sögum af argentínska sóknarmanninum Carlos Tevez sem virðist vera á leið frá Manchester City. Þrátt fyrir að City vilji halda Tevez er leikmaðurinn ákveðinn í því að yfirgefa félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar um áramótin.

Fótbolti
Fréttamynd

Dýrmætt sigurmark en dýrkeyptur fögnuður

Juan Angel Albin tryggði Getafe 1-0 sigur á Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær en markið skoraði hann á 90. mínútu leiksins og tryggði sínu liði þar sem þriðja sigurinn í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Dómari segir að Ronaldo sé svindlari

Cristiano Ronaldo, stórstjarna Real Madrid, er óheiðarlegur leikmaður. Þetta segir danski dómarinn Claus Bo Larsen sem dæmdi í vikunni sinn síðasta leik í Meistaradeildinni þegar Ajax vann AC Milan á San Siro.

Fótbolti
Fréttamynd

Mascherano hamingusamur á bekknum

Argentínumaðurinn Javier Mascherano hefur lítið fengið að spila með Barcelona síðan hann kom til félagsins frá Liverpool síðasta sumar. Þrátt fyrir það er leikmaðurinn í góðum anda.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka byrjaður að æfa á ný

Brasilíumaðurinn Kaka hefur ekkert spilað með Real Madrid á þessu tímabili vegna hnéaðgerðar sem hann gekkst undir í sumar. Hann er þó farinn að geta æft með félögum sínum á nýjan leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid á eftir Milito

Svo gæti farið að framherjinn Diego Milito leiki aftur undir stjórn José Mourinho því ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Real Madrid ætli sér að gera tilboð í leikmanninn í janúar.

Fótbolti