Meistaradeildin

Fréttamynd

Diljá og Häcken í riðlakeppni Meistaradeildarinnar

Fimm Íslendingar freistuðu þess að komast í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í dag. Diljá Zomers og félagar hennar í Häcken slógu Vålerenga með Amöndu Andradóttir og Ingibjörgu Sigurðardóttir innanborðs úr leik með 3-2 sigri eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyon í fínni stöðu í Meistaradeildinni

Lyon, lið landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, vann 2-1 sigur á Levante frá Spáni í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Spáni í kvöld. Liðin mætast að nýju í Frakklandi eftir viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilhjálmur Kári: Við klárum þetta á heimavelli

Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks var sáttur með frammistöðuna sem lið hans sýndi í Króatíu í dag. Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Króatíumeistara Osijek í fyrri leik umspils um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Svava og stöllur í ágætis stöðu þrátt fyrir tap

Landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði síðustu 25 mínúturnar er lið hennar Bordeaux frá Frakklandi tapaði 3-2 fyrir þýska stórliðinu Wolfsburg í fyrri leik umspils um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Jorginho valinn leikmaður ársins hjá UEFA

Ítalski miðjumaðurinn Jorginho var í dag valinn leikmaður ársins hjá UEFA. Tilkynnt var um verðlaunin samhliða því þegar dregið var í riðla Meistaradeildarinnar, en Jorginho vann þá keppni með Chelsea í fyrra, ásamt því að hampa Evrópumeistaratitlinum með Ítölum.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester City og PSG í dauðariðli Meistaradeildarinnar

Nú rétt í þessu var dregið í riðla Meistaradeildar Evrópu. Manchester City mætir PSG og RB Leipzig í A-riðli, Liverpool er einnig í erfiðum B-riðli með Atletico Madrid, Porto og AC Milan, og Manchester United mætir Villareal, Atalanta og Young Boys í F-riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

Blikakonur nær tugum milljóna og desemberleikjum

Íslandsmeistarar Breiðabliks í fótbolta kvenna eiga ágæta möguleika á því að verða í hópi 16 bestu liða Evrópu sem leika í nýrri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu frá október fram í desember. Það myndi skila félaginu tugmilljónum króna í kassann.

Fótbolti
Fréttamynd

María út af í hálfleik í Meistaradeildartapi

María Catharina Ólafsdóttir Gros spilaði fyrri hálfleik fyrir Celtic sem tapaði 2-1 fyrir spænska liðinu Levante í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Celtic er því úr keppni en spilar um þriðja sæti í sínum undanriðli.

Fótbolti
Fréttamynd

Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen.

Fótbolti