Orkudrykkir

Fréttamynd

Hneig niður eftir að hafa drukkið gos með koffíni úr Krambúðinni

Fjórtán ára drengur hneig niður eftir að hafa drukkið tvo gosdrykki með háu koffínmagni. Drykkina keypti hann á sjálfsafgreiðslukassa í Krambúðinni á Selfossi og höfðu starfsmenn engin afskipti af honum. Drengurinn náði sjálfur að hringja á sjúkrabíl og er kominn aftur heim til sín eftir stutta sjúkrahúsdvöl.

Innlent
Fréttamynd

Steindi, Auddi og Egill stofna hlutafélag

Félagið Celsius dreifing ehf. var skráð á hlutafélagaskrá ríkisskattstjóra í gærdag en á meðal stofnenda eru fjölmiðlamennirnir góðkunnu Auðunn Blöndal, Egill Einarson og Steinþór Hróar Steindórsson, einnig þekktur sem Steindi Jr.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Allt í þessum drykk er bara drasl“

Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur er harðorð þegar kemur að innihaldinu í íþróttadrykknum Prime. Drykkurinn hefur verið afar vinsæll hér á landi á meðal barna og ungmenna. 

Neytendur
Fréttamynd

Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni

Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks.

Neytendur
Fréttamynd

Biður forsætisnefnd um hvítan Monster á Alþingi

Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata hefur sent forsætisnefnd Alþingis formlegt erindi þess efnis að orkudrykkurinn Monster Ultra Energy White, betur þekktur sem hvítur Monster, verði gerður aðgengilegur í mötuneyti Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Svarti sauðurinn í í­þróttum

Orkudrykkir er samheiti yfir drykki sem innihalda koffín. Þetta er villandi nafn þar sem orkudrykkir innihalda ekki endilega orkuefni, það er kolvetni, fitusýrur og/eða prótein. Rétt nafn fyrir orkudrykki ætti í raun að vera örvunardrykkir, en það hljómar ekki jafn vel, þetta er allt markaðssetning.

Skoðun
Fréttamynd

Börn þurft að leita á bráða­mót­töku eftir neyslu orku­drykkja

Börn hafa þurft að leita á bráðamóttöku eftir neyslu orkudrykkja en íslensk börn drekka meira af þeim en jafnaldrar annars staðar. Sérfræðingur í eiturefnafræði segir langtímaneyslu ungmenna á orkudrykkjum áhyggjuefni þar sem efnin í þeim hækka meðal annars blóðþrýsting og skaða æðakerfið.

Innlent
Fréttamynd

Íslensk ungmenni í sérflokki í neyslu orkudrykkja

Neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum, sem innihalda koffín, er með því mesta sem þekkist í Evrópu og er vægi orkudrykkja í heildarkoffínneyslu íslenskra ungmenna mun meira en sést í sambærilegum erlendum rannsóknum.

Innlent
Fréttamynd

Inn­kalla tvær tegundir af Monster

Monster Ltd og CCEP hafa innkallað orkudrykkina Monster Lewis Hamilton LH44 og Monster Vanilla Espresso. Allar aðrar tegundir Monster-drykkja, svo sem Monster Green og Ultra, verða ekki fyrir áhrifum vegna þessarar innköllunar.

Neytendur
Fréttamynd

Drekkur orkudrykk fyrir svefninn

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir mætti á dögunum í dagskrárliðinn Yfirheyrsluna í Brennslunni. Hún var sjálf meðal þáttastjórnanda í þættinum fyrir ekki svo löngu.

Lífið
Fréttamynd

Gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna

Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja á meðal barna og eru dæmi um að fjögurra ára börn neyti lyfjanna. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki gripið til nægilega markvissra aðgerða til að bæta svefn ungmenna.

Innlent
Fréttamynd

Mælir gegn því að fólk bursti tennurnar strax eftir neyslu orku­drykkja

Formaður Tannlæknafélags Íslands mælir eindregið gegn því að fólk bursti tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir segir að fagfólki í tannlækningum svíði mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er en neysla slíkra drykkja hefur aukist mikið hér á landi á síðustu árum.

Innlent
  • «
  • 1
  • 2