Kosningar í Frakklandi Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist ekki ætla að segja af sér og heitir því að sitja út kjörtímabil sitt til ársins 2027. Þá segist hann ætla að tilnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum. Erlent 5.12.2024 22:59 Franska ríkisstjórnin fallin Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, er fallin. Vantrauststillaga gegn ríkisstjórninni var samþykkt á þingi í kvöld, eins og stefnt hefur í á undanförnum dögum. Þingmenn kalla nú eftir afsögn Emmanuel Macron, forseta. Erlent 4.12.2024 20:20 Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Allt virðist stefna í að vinstri og hægri flokkar í Frakklandi muni taka höndum saman á morgun og styðja vantraust gegn forsætisráðherranum Michel Barnier og ríkisstjórn hans. Erlent 3.12.2024 11:03 Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. Erlent 9.10.2024 13:56 Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. Erlent 21.9.2024 22:01 Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. Erlent 7.9.2024 18:08 Tveggja daga viðræður um myndun ríkisstjórnar engu skilað Pattstaða ríkir enn í pólitíkinni í Frakklandi en Emmanuel Macron Frakklandsforseti neitar ennþá að útnefna forsætisráðherra úr röð vinstrihreyfingarinnar, sem fékk flest atkvæði í þingkosningunum í sumar. Erlent 27.8.2024 07:38 Segir nýja stjórn ekki verða myndaða fyrr en eftir Ólympíuleikana Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist ekki munu greiða fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrr en eftir að Ólympíuleikunum í París lýkur 11. ágúst næstkomandi. Erlent 24.7.2024 07:23 Pattstaða í Frakklandi Útlit er fyrir að bandalag vinstri flokka sem hlaut flest sæti í nýafstöðnum þingkosningum í Frakklandi sé nú þegar að klofna. Erlent 16.7.2024 07:01 Macron hvetur til samstöðu en virðist útiloka Mélenchon Emmanuel Macron hefur ritað opið bréf til Frakka þar sem hann hvetur pólitíska leiðtoga landsins til að taka sig saman og mynda meirihlutabandalag þjóðinni til heilla. Erlent 11.7.2024 11:07 Óvissa og spenna í Frakklandi næstu daga Óvenjuleg staða, þrungin óvissu, er uppi í frönskum stjórnmálum eftir seinni umferð þingkosninga í gær, þar sem undið var ofan af stórsigri Þjóðfylkingarinnar frá því í fyrri umferð en enginn flokkur náði meirihluta. Íslendingur búsettur í París segir næstu daga verða spennandi. Erlent 8.7.2024 12:55 Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. Fótbolti 8.7.2024 09:01 Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. Erlent 1.7.2024 20:30 Sögulegur dagur fyrir frönsku þjóðina að baki Bandalag vinstri flokka og miðjuflokkar Macrons Frakklandsforseta hvetja kjósendur til að kjósa taktískt gegn öfgahægriflokknum frönsku Þjóðfylkingunni í seinni umferð þingkosninganna sem fer fram í næstu viku. Útlit er fyrir stórsigur Þjóðfylkingarinnar ef marka má fyrstu tölur eftir fyrri umferð kosninganna. Erlent 30.6.2024 23:37 „Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. Erlent 30.6.2024 19:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. Erlent 30.6.2024 18:09 „Fólk er einfaldlega hrætt“ Allt bendir til þess að þingkosningarnar sem nú eru hafnar í Frakklandi verði sögulegar, að sögn fyrrverandi þingmanns sem búsettur er í París. Hún kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka spennu og ótta í frönsku samfélagi og nú, þar sem mikilla breytinga sé að vænta fari kosningarnar eins og kannanir bendi til. Erlent 30.6.2024 13:51 Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. Erlent 30.6.2024 08:43 Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. Erlent 29.6.2024 23:45 Hver er þessi 28 ára maður sem gæti orðið forsætisráðherra Frakka? Jordan Bardella er 28 ára gamall, óháskólagengin, hefur ekki reynslu af því að vera í ríkisstjórn, hefur hvergi unnið nema hjá stjórnmálaflokknum Þjóðfylkingunni og hjá fyrirtæki föður síns. Þrátt fyrir það eru talsverðar líkur á að Bardella verði næsti forsætisráðherra Frakklands. Erlent 16.6.2024 23:00 Reyna að mynda bandalög fyrir skyndikosningar í Frakklandi Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar um helgina. Bandalag við hægriöfgamenn veldur á sama tíma sundrungu á meðal íhaldsmanna. Erlent 12.6.2024 14:44 Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. Erlent 10.6.2024 23:59 Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. Erlent 10.6.2024 12:12 Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. Erlent 9.6.2024 19:23 Kynnti nýja stefnu fyrir síðustu þrjú ár sín í embætti Forseti Frakklands kynnti í gær ýmsar nýjar hugmyndir sem hann vill innleiða síðustu þrjú ár sín í embætti. Á tæplega þriggja tíma blaðamannafundi sagðist hann hlynntur skólabúningum, að hann vildi gera meira til að stöðva eiturlyfjaglæpagengi og að hann vildi koma í veg fyrir lækkandi fæðingartíðni. Erlent 17.1.2024 15:02 Reynir líklega að mynda meirihluta með Les Republicains Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun í dag og á morgun hitta flesta forkólfa þeirra flokka sem starfa á franska þinginu í von um að geta myndað starfhæfan meirihluta í landinu. Erlent 21.6.2022 06:57 Frakkar hafi kosið gegn breyttum eftirlaunaaldri Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfan meirihluta á franska þinginu eftir kosningar í gær. Slæmt gengi miðjuflokka forsetans er að mati stjórnmálafræðings áfellisdómur yfir helsta stefnumáli hans um að hækka eftirlaunaaldur í Frakklandi. Erlent 20.6.2022 11:40 Meirihlutinn í Frakklandi kolfallinn Meirihluti Ensemble, flokks Emmanuels Macron, er kolfallinn samkvæmt fyrstu tölum úr seinni umferð frönsku þingkosninganna. Flokkurinn missir um þriðjung fylgis og er langt frá þeim 289 sætum sem þarf til að ná meirihluta. Hægriflokkur Le Pen vinnur sögulegan sigur og vinstribandalag Mélenchon uppsker ríkulega. Erlent 19.6.2022 18:15 Líklegt að vinstrimenn felli meirihluta Macron Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi. Erlent 19.6.2022 11:32 Mikið í húfi fyrir Macron í þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. Erlent 19.6.2022 08:58 « ‹ 1 2 ›
Heitir því að klára kjörtímabilið og skammast út í þingmenn Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist ekki ætla að segja af sér og heitir því að sitja út kjörtímabil sitt til ársins 2027. Þá segist hann ætla að tilnefna nýjan forsætisráðherra á næstu dögum. Erlent 5.12.2024 22:59
Franska ríkisstjórnin fallin Ríkisstjórn Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, er fallin. Vantrauststillaga gegn ríkisstjórninni var samþykkt á þingi í kvöld, eins og stefnt hefur í á undanförnum dögum. Þingmenn kalla nú eftir afsögn Emmanuel Macron, forseta. Erlent 4.12.2024 20:20
Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Allt virðist stefna í að vinstri og hægri flokkar í Frakklandi muni taka höndum saman á morgun og styðja vantraust gegn forsætisráðherranum Michel Barnier og ríkisstjórn hans. Erlent 3.12.2024 11:03
Stóð af sér vantrauststillögu Vantrauststillaga franskra þingmanna á hendur Michel Barnier, forsætisráðherra Frakklands, var felld á þinginu í gær. Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði Barnier forsætisráðherra í sumar en fyrir liggur að meirihlutastuðningur við Barnier er afar viðkvæmur á þinginu. Erlent 9.10.2024 13:56
Ríkisstjórn mynduð í Frakklandi Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur skipað nýja ríkisstjórn undir forystu forsætisráðherrans Michel Barnier. Hann tók við embætti forsætisráðherra fyrir tveimur vikum en stjórnarkreppa hefur verið í landinu frá því að gengið var til kosninga í sumar. Erlent 21.9.2024 22:01
Reiði vegna útnefningar nýs forsætisráðherra Þúsundir mótmæltu í dag ákvörðun Emmanuel Macron Frakklandsforseta um að útnefna hægrimanninn Michel Barnier sem forsætisráðherra þjóðarinnar. Erlent 7.9.2024 18:08
Tveggja daga viðræður um myndun ríkisstjórnar engu skilað Pattstaða ríkir enn í pólitíkinni í Frakklandi en Emmanuel Macron Frakklandsforseti neitar ennþá að útnefna forsætisráðherra úr röð vinstrihreyfingarinnar, sem fékk flest atkvæði í þingkosningunum í sumar. Erlent 27.8.2024 07:38
Segir nýja stjórn ekki verða myndaða fyrr en eftir Ólympíuleikana Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist ekki munu greiða fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar fyrr en eftir að Ólympíuleikunum í París lýkur 11. ágúst næstkomandi. Erlent 24.7.2024 07:23
Pattstaða í Frakklandi Útlit er fyrir að bandalag vinstri flokka sem hlaut flest sæti í nýafstöðnum þingkosningum í Frakklandi sé nú þegar að klofna. Erlent 16.7.2024 07:01
Macron hvetur til samstöðu en virðist útiloka Mélenchon Emmanuel Macron hefur ritað opið bréf til Frakka þar sem hann hvetur pólitíska leiðtoga landsins til að taka sig saman og mynda meirihlutabandalag þjóðinni til heilla. Erlent 11.7.2024 11:07
Óvissa og spenna í Frakklandi næstu daga Óvenjuleg staða, þrungin óvissu, er uppi í frönskum stjórnmálum eftir seinni umferð þingkosninga í gær, þar sem undið var ofan af stórsigri Þjóðfylkingarinnar frá því í fyrri umferð en enginn flokkur náði meirihluta. Íslendingur búsettur í París segir næstu daga verða spennandi. Erlent 8.7.2024 12:55
Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. Fótbolti 8.7.2024 09:01
Í höndum Macron að koma í veg fyrir stórsigur Le Pen Franska þjóðfylkingin vann stórsigur í fyrri umferð þingkosninga í gær. Stjórnmálafræðingur segir þetta merki um þróun mála á Vesturlöndum. Íslendingur búsettur í Frakklandi segir það nú í höndum Macron Frakklandsforseta hvort vinstri- og miðflokkar sameinist gegn þjóðfylkingunni. Erlent 1.7.2024 20:30
Sögulegur dagur fyrir frönsku þjóðina að baki Bandalag vinstri flokka og miðjuflokkar Macrons Frakklandsforseta hvetja kjósendur til að kjósa taktískt gegn öfgahægriflokknum frönsku Þjóðfylkingunni í seinni umferð þingkosninganna sem fer fram í næstu viku. Útlit er fyrir stórsigur Þjóðfylkingarinnar ef marka má fyrstu tölur eftir fyrri umferð kosninganna. Erlent 30.6.2024 23:37
„Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. Erlent 30.6.2024 19:30
Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. Erlent 30.6.2024 18:09
„Fólk er einfaldlega hrætt“ Allt bendir til þess að þingkosningarnar sem nú eru hafnar í Frakklandi verði sögulegar, að sögn fyrrverandi þingmanns sem búsettur er í París. Hún kveðst aldrei hafa upplifað viðlíka spennu og ótta í frönsku samfélagi og nú, þar sem mikilla breytinga sé að vænta fari kosningarnar eins og kannanir bendi til. Erlent 30.6.2024 13:51
Frakkar ganga að kjörborðinu Kosningar, sem gætu orðið sögulegar, eru hafnar í Frakklandi. Aldrei áður hefur flokkur lengst til hægri verið líklegri til þess að bera sigur úr býtum í kosningum þar í landi. Erlent 30.6.2024 08:43
Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. Erlent 29.6.2024 23:45
Hver er þessi 28 ára maður sem gæti orðið forsætisráðherra Frakka? Jordan Bardella er 28 ára gamall, óháskólagengin, hefur ekki reynslu af því að vera í ríkisstjórn, hefur hvergi unnið nema hjá stjórnmálaflokknum Þjóðfylkingunni og hjá fyrirtæki föður síns. Þrátt fyrir það eru talsverðar líkur á að Bardella verði næsti forsætisráðherra Frakklands. Erlent 16.6.2024 23:00
Reyna að mynda bandalög fyrir skyndikosningar í Frakklandi Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar um helgina. Bandalag við hægriöfgamenn veldur á sama tíma sundrungu á meðal íhaldsmanna. Erlent 12.6.2024 14:44
Hægri öfl gætu eignast sinn fyrsta forsætisráðherra Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Stærstu tíðindin urðu í Frakklandi, þar sem Þjóðernisflokkur Marine Le Pen vann stórsigur. Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrrverandi þingmaður var á línunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir nokkur atriði geta skýrt stórsigur Þjóðernisflokksins í kosningunum. Erlent 10.6.2024 23:59
Macron veðjar á að Frakkar séu í áfalli Stjórnmálafræðingur segir forseta Frakklands greinilega veðja á að Frakkar séu í áfalli eftir uppgang hægri þjóðernissinna í nýafstöðnum evrópuþingskosningum, með því að boða strax til þingkosninga í Frakklandi. Þrátt fyrir gott gengi hægri flokka heldur bandalag miðjuflokka í kosningum til Evrópuþingsins. Erlent 10.6.2024 12:12
Macron rýfur þingið og boðar til kosninga Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur tilkynnt að hann muni rjúfa þingið og boða til kosninga. Ástæðan er kosningasigur hægriflokka í Evrópukosningunum þar í landi. Erlent 9.6.2024 19:23
Kynnti nýja stefnu fyrir síðustu þrjú ár sín í embætti Forseti Frakklands kynnti í gær ýmsar nýjar hugmyndir sem hann vill innleiða síðustu þrjú ár sín í embætti. Á tæplega þriggja tíma blaðamannafundi sagðist hann hlynntur skólabúningum, að hann vildi gera meira til að stöðva eiturlyfjaglæpagengi og að hann vildi koma í veg fyrir lækkandi fæðingartíðni. Erlent 17.1.2024 15:02
Reynir líklega að mynda meirihluta með Les Republicains Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun í dag og á morgun hitta flesta forkólfa þeirra flokka sem starfa á franska þinginu í von um að geta myndað starfhæfan meirihluta í landinu. Erlent 21.6.2022 06:57
Frakkar hafi kosið gegn breyttum eftirlaunaaldri Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfan meirihluta á franska þinginu eftir kosningar í gær. Slæmt gengi miðjuflokka forsetans er að mati stjórnmálafræðings áfellisdómur yfir helsta stefnumáli hans um að hækka eftirlaunaaldur í Frakklandi. Erlent 20.6.2022 11:40
Meirihlutinn í Frakklandi kolfallinn Meirihluti Ensemble, flokks Emmanuels Macron, er kolfallinn samkvæmt fyrstu tölum úr seinni umferð frönsku þingkosninganna. Flokkurinn missir um þriðjung fylgis og er langt frá þeim 289 sætum sem þarf til að ná meirihluta. Hægriflokkur Le Pen vinnur sögulegan sigur og vinstribandalag Mélenchon uppsker ríkulega. Erlent 19.6.2022 18:15
Líklegt að vinstrimenn felli meirihluta Macron Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi. Erlent 19.6.2022 11:32
Mikið í húfi fyrir Macron í þingkosningunum í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni. Erlent 19.6.2022 08:58
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent