Skoðun: Kosningar 2022

Fréttamynd

Vertu úti Hafnfirðingurinn þinn!

Bæjarlistinn vill styðja við náttúruvitund og fjölbreytta útivist íbúa Hafnarfjarðar. Koma þarf á öflugu samstarfi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um uppbyggingu og rekstur þjónustu- og fræðslumiðstöðvar, viðhald og gerð stíga, bæta aðgengi hreyfihamlaðra við Hvaleyrarvatn og vinna í bættri aðstöðu fyrir fjölskyldur og vini til að koma saman og eiga góða stund.

Skoðun
Fréttamynd

Loftslagsváin og litla systir hennar

Í ársbyrjun 2020 barði Covid-19 farsóttin uppá hjá heimsbyggðinni og samfélög komu til dyra á nokkuð mismunandi hátt. Íslensk stjórnvöld undir forsæti Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð mörkuðu strax þá stefnu að byggja aðgerðir á vísindalegum grunni undir leiðsögn sóttvarnalæknis og endurskoða þær reglulega á grunni árangurs og nýrrar þekkingar. Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Gamli Sólvangur fær aukið hlutverk

Miðflokkurinn í Hafnarfirði hefur átt sæti í verkefnastjórn Sólvangs á þessu kjörtímabili. Það er með vissu stolti sem ég lít til verunnar í stórninni enda hefur stjórninn unnið sem einn maður að því að stuðla að umbyltingu í þjónustu við aldraða.

Skoðun
Fréttamynd

Framtíðin er líka á morgun

Framsóknarflokkurinn er hægt og rólega að sýna á spilin fyrir komandi kosningar. Það er í sjálfu sér ágætt, þá er allavega hægt að bregðast við þeim ákúrum sem frá þeim koma.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrirsjáanleg íbúafjölgun og uppbygging í Árborg?

Það hefur ekki farið framhjá neinum að íbúafjölgun í Sveitarfélaginu Árborg hefur verið mikil undanfarin ár og hvað þá að hér hefur geisað heimsfaraldur. Það er þó ekki víst að íbúar í Árborg hafi fengið að vita eins mikið af yfirvofandi heitavatnsskorti þar sem stefnan hefur ekki verið í takti við stækkun sveitarfélagsins síðastliðin fjögur ár.

Skoðun
Fréttamynd

Skulda­dagar í Reykja­víkur­borg

Í vor kjósum við Reykvíkingar um framtíð Reykjavíkurborgar. Rekstur sveitarfélaga snýst í grunninn um það að veita íbúum lögbundna grunnþjónustu - hlúa að velferð íbúanna. Lögbundin verkefni sveitarfélaganna sem þeim er skylt að sinna standa íbúum mjög nærri og eru þeim mikilvæg í daglegu lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Frístundir, fyrir öll börn!

Sveitarfélagið Árborg hefur tekið þátt í verkefninu Heilsueflandi samfélag frá árinu 2019. Margt gott hefur verið gert, en betur má ef duga skal. Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka barna í frístundum hefur mikið forvarna- og forspárgildi fyrir velgengni þeirra síðar á lífsleiðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar­fjörður – bær fram­kvæmdanna

Frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði komst í meirihluta árið 2014 hefur ríkt mikið framkvæmda- og framfaraskeið í bænum. Eftir ísaldarkjörtímabil vinstrimanna, þar sem ekkert var framkvæmt vegna afleitrar fjárhagsstöðu og óstjórnar, fór landið að rísa hratt.

Skoðun
Fréttamynd

Árborg er stórborg

Árborg er sveitarfélag í örum vexti og breytist hratt. Þar sem áður þekktu allir alla, er nú komin borgarbragur á sveitarfélagið okkar. Ef sveitarfélagið á að halda í við þessar öru breytingar og mikla vöxt, þá þarf stjórnsýslan að þróast með.

Skoðun
Fréttamynd

Saman erum við ó­stöðvandi

Eitt af því sem ég er hvað stoltust af á kjörtímabilinu er að hafa fengið að leiða starf landshlutasamtakanna okkar sem formaður SSNE, samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrir fólkið, fyrst og fremst

Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar árið 2018 sögðumst við ætla að lækka álögur á fjölskyldufólk með hinum ýmsu aðgerðum. Þær aðgerðir voru m.a. stóraukinn systkinaafsláttur á leikskólagjöldum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkun frístundastyrks.

Skoðun
Fréttamynd

Frítt fyrir fimm ára í leikskóla

Í leikskólum fer fram mikilvæg menntun fyrir börn, áður en skólaskyldan hefst. Menntun sem byggist á því að læra og þroskast í gegnum leik og samveru við önnur börn undir handleiðslu fagaðila. Við í Viðreisn viljum að sem flest börn njóti þess að vera á leikskólum og finni þar fyrir umhyggju, öryggi og vellíðan. Við sjáum á þjónustukönnunum að foreldrar eru mjög ánægðir með leikskóla í Reykjavík og telja að börnunum sínum líði þar vel.

Skoðun
Fréttamynd

Skóla­upp­bygging til fram­tíðar í Garða­bæ

Í nýrri skýrslu VSÓ um íbúaþróun og skólasóknarsvæði Garðabæjar til ársins 2040 er dregin fram skýr mynd af verkefninu framundan. Það þarf að taka ákvörðun um skólauppbyggingu til framtíðar til þess að mæta fyrirsjáanlegri fjölgun íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarðabyggð til framtíðar

Nú er kjörtímabilið senn á enda og gengið verður til kosninga. Kjósendur hafa því enn á ný tækifæri til að ákveða hverjum þau treysta til að leiða rekstur og stefnumótun sveitarfélagsins næstu fjögur árin. Við teljum því viðeigandi að líta yfir áherslur og árangur Fjarðalistans á liðnu kjörtímabili.

Skoðun
Fréttamynd

Hefjum kröftuga upp­­byggingu í Fjarða­byggð

Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku.

Skoðun
Fréttamynd

Breytingar í Helguvík til framtíðar

Í til­lögu að nýju aðal­skipu­lagi Reykja­nes­bæjar til árs­ins 2035 er kynnt stefnu­breyt­ing varð­andi upp­bygg­ingu í Helgu­vík. Dregið er tölu­vert úr umfangi iðn­að­ar­svæðis frá því sem áður var sem m.a. felur í sér minni áhættu á meng­un.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðarhöll eða þjóðarskömm?

Það var sannarlega frábært að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta vinna sigur á Austurríki í gær. En á sama tíma var það sorglegt að Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari, þyrfti að nýta augnablikið í sigurreifu viðtali eftir leik til þess að ávíta stjórnvöld fyrir aðstöðuleysi landsliðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Skattfé og skotvellir

Fjármagn sem sveitarfélag hefur til ráðstöfunar er að stærstum hluta skattfé íbúanna og ljóst að þeir sem fara með völdin, bæði stjórnmálamenn og embættismenn, þurfa að tryggja að farið sé eins vel með fjármagnið og kostur er.

Skoðun
Fréttamynd

Nýja Árborg, við elskum þig!

M-listi Miðflokksins bauð fram í fyrsta sinni í sveitarfélaginu Árborg fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar sem haldnar voru í maí 2018. Við buðum þá fram undir kjörorðinu „Nýtt upphaf í Árborg“, með því var tónninn sleginn fyrir kjörtímabilið sem nú er senn á enda. Nú bjóðum við fram undir kjörorðinu „Nýja Árborg“.

Skoðun
Fréttamynd

Manstu fyrsta starfið?

Þú manst líklega vel eftir þinni fyrstu vinnu og þeim fjölbreyttu tilfinningum sem henni fylgdi. Í bleiklituðum baksýnisspegli ungdómsins rifjast fljótlega upp hversu stór hluti félagslegi parturinn var af vinnunni.

Skoðun
Fréttamynd

Tímaþjófurinn í borginni!

Virtir hagfræðingar hafa reiknað út að kostnaður höfuðborgarbúa af umferðatöfum í borginni sé yfir 50 milljarðar kr. á ári fyrir höfuðborgarbúa. Ef við dreifum þeim kostnaði á alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, sem eru eldri en 18 ára, samsvarar það rúmum 320 þúsund krónum á mann á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Er fatlað fólk vel­komið í Garða­bæ?

Um 15% mannkyns telst til fatlaðs fólks. Til fatlaðs fólks teljast m.a þeir sem eru með langvarandi andlega, líkamlega eða vitsmunalega skerðingu og sem verða fyrir ýmiss konar umhverfishindrunum sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Krefjumst að­gerða vegna Suður­fjarðar­vegar

Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur.

Skoðun