Umhverfismál

Fréttamynd

„Það er engin á­stæða til að gefast upp“

Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru nú þegar komnar vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjuninni enn frekar. 

Innlent
Fréttamynd

„Í næstu um­ferð fara hlutirnir í gegn“

Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt.

Innlent
Fréttamynd

Davíð hafi lagt Golíat

Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat.

Innlent
Fréttamynd

Hvammsvirkjun bíður dóms Hæsta­réttar

Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar.

Innlent
Fréttamynd

Hitamet slegið á Spáni um helgina

Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita.

Erlent
Fréttamynd

Um­bóta þörf til að halda uppi lífs­gæðum á Ís­landi að mati OECD

Endurskoða þarf ríkisfjármálin, efla grunnmenntun, virkja meira og létta á reglugerðarfargani til þess að tryggja áframhaldandi hagvöxt og lífsgæði á Íslandi, að mati sérfræðinga Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Stofnunin segir sérstakt áhyggjuefni hvað Ísland hefur dregist eftir úr í menntamálum.

Innlent
Fréttamynd

Hefur sjálfur séð eyði­leggingu af völdum botn­vörpu­veiða

Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að þróa botnvörpuveiðar til að minnka umhverfisáhrif þeirra. Það eigi líka við um aðrar veiðiaðferðir. Hafsvæði sem hafa orðið fyrir tjóni vegna veiða hafi verið lokuð fyrir þeim. Maður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar segir þær valda alltof miklu tjóni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hólavallagarður frið­lýstur

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,-orku- og loftslagsráðherra, staðfesti í dag friðlýsingu vegna Hólavallagarðs við Suðurgötu. Friðlýsingin tekur til Hólavallagarðs í heild; veggjar umhverfis garðinn, heildarskipulags hans, klukknaports, minningarmarka og ásýndar garðsins.

Innlent
Fréttamynd

Friðum Eyja­fjörð

Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, hefur lýst því yfir að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð vegna mögulegrar sjókvíaeldisstarfsemi. Verði burðarþolsmatið samþykkt gæti sjókvíaeldi hafist í Eyjafirði. Einhver hluti íbúa við fjörðinn sáttur, annar hluti ósáttur.

Skoðun
Fréttamynd

Kanadískt svif­ryk hrellir borgar­búa

Styrkur fíns svifryk hefur hækkað á nokkrum mælistöðvum í borginni yfir helgina og í dag. Sennilega er hér um að ræða mengun frá skógareldum í Kanada en samkvæmt kanadísku veðurstofunni hefur mengunarský frá eldunum dreifst um Kanada, Bandaríkin og til Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Börnin heim eftir meiri­háttar vandræðagang

Gert er ráð fyrir því að starfsfólk og börn leikskólans Brákarborgar komist aftur í sitt eigið húsnæði í október á þessu ári en að framkvæmdum eigi að vera lokið í september. Tæp fimm ár eru síðan Reykjavíkurborg festi kaup á húsnæði við Kleppsveg í þeim tilgangi að breyta því í leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Olíu­dreifing sýknuð af tug milljóna króna bóta­kröfu Costco

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Olíudreifingu af rúmlega sjötíu milljóna króna bótakröfu Costco vegna olíuleka á bensínstöð verslunarrisans í Garðabæ árið 2022. Meira en hundrað þúsund lítrar af olíu láku út í fráveitukerfi Hafnarfjarðar. Ekkert stöðugt eftirlit með stöðinni var tryggt.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er glóru­laust rugl í ráð­herra“

Enn ríkir mikil óánægja með kílómetragjaldsfrumvarp fjármálaráðherra eftir að efnahags- og viðskiptanefnd gerði breytingar á því út frá umsögnum hagsmunaaðila. Formönnum tveggja samtaka sem sendu inn umsögn finnst lítið hafa verið tekið mark á sér. 

Innlent
Fréttamynd

Leiðin til Parísar (bók­staf­lega)

Annar hver Svíi segist hafa valið umhverfisvænni farkost einu sinni eða oftar til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Umhverfisþenkjandi Stokkhólmsbúi spyr sig hvort hann eigi að fljúga til Spánar og losa 442 kg CO2e eða taka lest og losa 26 kg CO2e.

Skoðun
Fréttamynd

Sumarið verður nýtt vel til upp­byggingar snjó­flóða­varna

Hraðari uppbygging ofanflóðavarna á hættusvæðum er eitt af áherslumálum nýrrar ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að lagt sé kapp á útgjaldaaðhald og hagræðingu í fjármálaáætlun okkar, þá höfum við ákveðið að setja aukna fjármuni í ofanflóðavarnir í þeim tilgangi að hraða brýnustu verkefnum.

Skoðun
Fréttamynd

Ómetan­legt að koma skila­boðum sinnar kyn­slóðar á fram­færi á svo stórum við­burði

Fimm íslensk ungmenni eru aðalhlutverki í myndbandi sem var sýnt í Osaka í Japan í dag áður en Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, flutti ræðu á Heimssýningunni sem þar fer nú fram. Í myndbandinu deila ungmennin sýn sinni á frið, jafnrétti, sjálfbærni og framtíð samfélagsins, með áherslu á að rödd ungs fólks skipti máli í alþjóðlegri umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Til varnar Eyja­fjöllum - og Ís­landi öllu

Landinu okkar - náttúruperlunni Íslandi - er ógnað. Fjársterkir aðilar sem virðast skeyta um fátt annað en skjótfenginn gróða fara nú í hvert sveitarfélagið á fætur öðru með skipulagstillögur sem lúta að því að setja niður hótel, baðlón, smáhýsi, bensínstöðvar, skyndibitastaði og minjagripaverslanir.

Skoðun