Samgöngur

Fréttamynd

Grunar að net­verslun út­skýri færri ferðir

Íbúar í Reykjavík fara færri ferðir á dag en fyrir tuttugu árum síðan. Í febrúar 2002 fóru íbúar að meðaltali 4,1 ferð á dag en í nóvember í fyrra fóru íbúar að meðaltali 3,3 ferðir daglega. Gallup grunar að netverslun útskýri þessa fækkun ferða. 

Innlent
Fréttamynd

Venju­leg gella á hjóli með þrenn skýr skila­boð til bíl­stjóra

Brynhildur Bolladóttir lögfræðingur segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist rafhjól. Nú þýtur hún upp brekkur, kennir bílstjórum að umgangast hjólastíga og segir ekkert kappsmál fyrir henni að vera bíllaus. Hjólið veiti einfaldlega hamingju. Rafhjólin gætu orðið bylting millistéttarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Greiðar og öruggar sam­göngur allt árið um kring, hvernig hljómar það?

Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar pönkararnir héngu á Hlemmi

Á níunda áratug síðustu aldar gegndi Hlemmur öðru hlutverki sem samkomustaður en í dag. Þegar skýlið á Hlemmtorgi var opnað á sínum tíma var í fyrsta sinn komið opið almenningsrými á Íslandi, þar sem fólk, óháð stétt og stöðu, gat leitað skjóls. Þar sem nú er mathöll var því fyrr á árum nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir einstaklinga sem lifðu utan við og á jaðri samfélagsins.

Lífið
Fréttamynd

Sam­göngu­bætur eða átta milljarða krúnu­djásn

Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið.

Skoðun
Fréttamynd

Heils­árs­dekk um­tals­vert verri en önnur

„Heilsársdekk eru umtalsvert verri en venjuleg vetrar- og sumardekk óháð yfirborði vegar. Við hálku aðstæður í vetrarfærð teljast dekkin ónothæf til aksturs á sænskum vegum,“ segir í skýrslu frá vega- og samgöngurannsóknarstofnun Svíþjóðar.

Innlent
Fréttamynd

Nokkur orð um rafskútur

Eins og umtalsvert hefur verið fjallað um síðustu daga er slysatíðni af rafskútum áhyggjuefni í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Hjólin éti upp árangurinn

Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári.

Innlent
Fréttamynd

Samið við Sæferðir um rekstur nýs Baldurs

Vegagerðin hefur samið við Sæferðir um rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Áformað er að nýr Baldur, sem nú er í slipp í Hafnarfirði, hefji áætlunarsiglingar um Breiðafjörð upp úr miðjum nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarslys við álverið í Straumsvík

Miklar tafir eru á umferð um Reykjanesbraut eftir umferðarslys þar sem tveir bílar lentu saman. Þrír voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra eru að öllum líkindum ekki alvarleg.

Innlent
Fréttamynd

Nýr kafli með bundnu slitlagi að opnast á Dynjandisheiði

Stefnt er að því að nýr vegarkafli á Dynjandisheiði með bundnu slitlagi verði tekinn í notkun eftir næstu helgi. Kaflinn er 3,5 kílómetra langur og liggur um hæsta hluta fjallvegarins milli núverandi slitlagsenda við Norðdalsá, norðan Bíldudalsgatnamóta, og Vatnahvilftar neðan Botnshests ofan Geirþjófsfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Boðað til vígsluhátíðar brúar yfir Þorskafjörð

Vegagerðin hefur boðað til vígsluathafnar í Þorskafirði í Reykhólasveit klukkan 14 á morgun, miðvikudag 25. október. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, munu þá formlega opna nýju Þorskafjarðarbrúna með því að klippa á borða.

Innlent
Fréttamynd

Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi

Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri beygjan við Eiðs­granda aldrei í hættu

Vinstri beygjan af Hringbraut á Eiðsgranda við JL-húsið er ekki í hættu líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur haldið fram. Beygjan sem lagt er til að hverfi er úr porti nokkrum metrum frá hringtorginu. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­sam­mála um breytt gatna­mót við JL-húsið

Deilt er um framkvæmdir við JL-húsið sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir gerðar í nafni umferðaröryggis. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir framkvæmdirnar óhjákvæmilegar eftir ítrekaðar kvartanir frá íbúum svæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Senn líður að jólum

Nú er haustið að skella á okkur af fullum þunga. Hver lægðin á fætur annarri bregður sér yfir landið og léttir á sér yfir okkur. Svo kólnar, og rigningin breytist í slyddu og snjó. Færð spillist og birtutíminn styttist. Við tekur tímabil fram á vormánuði þar sem veghaldarar landsins keppast við að halda akstursskilyrðum eins góðum og hægt er. Verkefni sem er fullt af áskorunum eins og síðasti vetur bar með sér.

Skoðun
Fréttamynd

Umferðarslys á bæði Þela­merkur­vegi og Hörg­ár­dals­vegi

Hringveginum um Þelamerkurveg var lokað tímabundið vegna áreksturs um sexleytið í kvöld. Enginn slasaðist alvarlega að sögn ökumanns. Umferð var í kjölfarið beint um Hörgárdalsveg en þar varð einnig slys og var þeim vegi því einnig lokað. Þelamerkurvegur var opnaður á ný upp úr hálf átta.

Innlent