Enski boltinn

Van Dijk skrifar undir til 2025

Hollenska varnartröllið Virgil van Dijk hefur skrifað undir nýjan samning hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool. Hann er nú samningsbundinn Bítlaborginni til ársins 2025.

Enski boltinn

Segir Burnl­ey þurfa á Jóhanni Berg að halda

Enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi og stefnir í langt og strembið tímabil hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hjá Burnley. Liðið þarf á því að halda að bestu menn þess séu allir í toppstandi því ef svo er ekki blasið fallir við.

Enski boltinn

Bætti á sig vöðvum til að bjarga ferlinum á Old Traf­ford

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því að félagið keypti hann frá Ajax. Leikmaðurinn nýtti það litla sumarfrí sem hann fékk til að bæta á sig vöðvum og virðist ætla að láta til sín taka í vetur eftir að hafa eytt nær öllu síðasta tímabili á varamannabekknum.

Enski boltinn

Meistarar Manchester City mæta laskaðir til leiks

Phil Foden verður frá í mánuð vegna meiðslanna sem héldu honum á hliðarlínunni er England tapaði fyrir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í síðasta mánuði. Manchester City mætir með laskað til leiks er enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi.

Enski boltinn