Enski boltinn

Michail Antonio líklega frá út tímabilið

Michail Antonio, framherji West Ham, þurfti að yfirgefa völlinn eftir rúmlega hálftíma leik í 3-2 sigri liðsins gegn Wolves síðastliðinn mánudag. Antonio meiddist aftan á læri og nýjustu fregnir herma að meiðslin séu alvarlegri en áður var talið. Hann gæti því þurft að fylgjast með leikjum liðsins úr stúkunni það sem eftir er af tímabilinu.

Enski boltinn

Leikmenn Liverpool beittir kynþáttaníði

Trent Alexander-Arnold og Naby Keita, leikmenn Liverpool, voru beittir kynþáttaníði í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram í gærkvöld þegar liðið tapaði 3-1 gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Enski boltinn

„Lét eins og að Mané stundaði dýfingar“

Jürgen Klopp sagði Liverpool-menn ekki hafa átt meira skilið en 3-1 tap gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann furðaði sig þó á störfum dómarans Felix Brych og sagði hann hljóta að hafa eitthvað perónulegt á móti Sadio Mané.

Enski boltinn

Rudiger sendur heim af æfingu

Chelsea hafði ekki tapað leik síðan Thomas Tuchel tók við stjórn liðsins. Eftir 5-2 tap gegn West Brom á laugardaginn var pirringur í mönnum á æfingu. Kepa Arrizabalaga og Antonio Rudiger lenti þá saman og endaði það svo að Tuchel þurfti að senda Rudiger snemma í sturtu.

Enski boltinn

Mourinho kennir leikmönnum um töpuð stig

Tottenham mistókst í gær að vinna Newcastle eftir að hafa verið 2-1 yfir stutt var til leiksloka. Þetta er ekki í fyrsta skipti á tímabilinu sem það gerist, en liðið hefur nú tapað 13 stigum eftir að hafa verið yfir þegar innan við 15 mínútur eru eftir.

Enski boltinn