Erlent Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. Erlent 25.10.2023 12:47 Tilnefndu tvo á einungis tíu tímum Þingflokkur Repúblikanaflokksins hefur á einungis tíu klukkustundum tilnefnt tvo menn til embættis þingforseta fulltrúadeildarinnar. Tom Emmer var kjörinn úr hópi níu frambjóðenda í gær en hann hætti við framboðið eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, gagnrýndi hann opinberlega. Erlent 25.10.2023 12:00 Óheimilt að krefjast ófrjósemisaðgerða en óvíst um útlit ytri kynfæra Hæstiréttur Japan hefur komist að þeirri niðurstöðu að það standist ekki stjórnarskrá landsins að krefjast þess að trans fólk gangist undir aðgerð til að tryggja að það geti ekki eignast börn. Erlent 25.10.2023 11:22 Býður sig fram til formanns í Venstre Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formennsku í Venstre. Hann segir að hann og varaformaðurinn Stephanie Lose geti saman myndað sterka forystu í flokknum. Erlent 25.10.2023 11:09 Lítt þekkt baktería orsök fjöldadauða fíla í Afríku Vísindamenn telja sig mögulega hafa fundið svarið við því hvers vegna 350 fílar drápust í Botsvana árið 2020 og 35 í Simbabve. Fílarnir voru af báðum kynjum og á öllum aldri og sumir gengu í marga hringi áður en þeir féllu skyndilega niður. Erlent 25.10.2023 10:38 Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis Fellibylurinn Otis náði landi nærri borginni Acapulco á vesturströnd Mexíkó í morgun. Hann er fimmta stigs fellibylur en sérfræðingar segjast ekki vita til þess að sambærilega stór fellibylur hafi náð landi á þessum slóðum áður. Otis styrktist óvænt á stuttu tímabili í gærkvöldi. Erlent 25.10.2023 10:34 Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. Erlent 25.10.2023 08:50 Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. Erlent 25.10.2023 07:05 Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. Erlent 24.10.2023 23:30 Repúblikönum mistekst leiðtogavalið í þriðja sinn Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tekst ekki að velja þingforseta en Tom Emmer varð í dag þriðji Repúblikaninn á örskömmum tíma sem ekki fær nægilegan stuðning í atkvæðagreiðslum þingmanna. Flokkurinn fer með meirihluta í fulltrúadeildinni. Erlent 24.10.2023 22:42 Hló að spurningu um meinta tvífara Pútíns Talsmaður stjórnvalda í Kreml hló á blaðamannafundi í morgun þegar hann var spurður út í orðróm um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi fengið hjartaáfall á sunnudag og að hann nýtti sér tvífara í stað þess að koma fram opinberlega. Erlent 24.10.2023 15:14 Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. Erlent 24.10.2023 14:15 Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. Erlent 24.10.2023 13:14 Ofurgreind ekki enn á sjóndeildarhringnum en þörf á eftirliti Demis Hassabis, framkvæmdastjóri Google DeepMind, segir „guðlega“ gervigreind ekki á sjóndeildarhringnum enn sem komið er en að vinna við stefnumörkun og eftirlit með þróun gervigreindar verði að hefjast „í gær“. Erlent 24.10.2023 13:00 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður kvennaverkfallið fyrirferðarmest eins og búast mátti við. Erlent 24.10.2023 11:34 Blaðamönnum sýnd myndskeið af voðaverkum Hamas-liða Stjórnvöld í Ísrael buðu tugum erlendra blaðamanna á sérstaka kynningu í herstöð í Tel Aviv í gær þar sem sýnt var 45 mínútna langt safn myndskeiða frá deginum þegar Hamas-liðar réðust á almenna borgara í Ísrael. Erlent 24.10.2023 11:28 Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Hópar úkraínskra njósnara sem hafa náin tengsl við Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og hafa jafnvel verið þjálfaðir í Bandaríkjunum eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússlandi í skuggunum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa myrt Daríu Dugina í sprengjuárás, samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. Erlent 24.10.2023 10:56 Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. Erlent 24.10.2023 10:20 Flugmaður ákærður fyrir að reyna að brotlenda farþegaþotu Bandarískur flugmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa freistað þess að valda vélarbilun farþegaþotu. Ákæran er í 83 liðum, sem endurspeglar fjölda farþega um borð. Erlent 24.10.2023 08:57 Flutningaskip rákust saman við Heligoland Nokkurra er saknað eftir að tvö flutningaskip rákust saman á Norðursjó í nótt í grennd við eyjuna Heligoland að sögn þýsku strandgæslunnar. Erlent 24.10.2023 08:36 Réðust gegn samgönguinnviðum til að hefna fyrir glæpahöfðingja Vopnaðir glæpahópar í Rio de Janeiro í Brasilíu eru sagðir hafa kveikt í að minnsta kosti 36 strætisvögnum, fjórum sporvögnum og lest til að hefna fyrir háttsettan leiðtoga sem var drepinn af lögreglu. Erlent 24.10.2023 08:08 Fjögur hundruð árásir á sólarhring og meira en helmingur íbúa á vergangi Ísraelsher segist hafa gert 400 árásir á skotmörk á Gasa-ströndinni síðasta sólarhringinn en í gær voru árásirnar 320. Herinn fullyrðir að aðgerðirnar hafi beinst gegn starfstöðvum hryðjuverkamanna á svæðinu. Erlent 24.10.2023 07:20 Erdogan leggur fram frumvarp um inngöngu Svía í Nató Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lagði í gær fram frumvarp fyrir tyrkneska þingið um aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Virðist síðasta hindrunin fyrir inngöngu Svía í Nató þannig úr vegi. Erlent 24.10.2023 07:03 Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg Erlent 23.10.2023 21:30 Árásarmaðurinn í Brussel hafði flúið úr fangelsi í Túnis Árásarmaðurinn sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrir viku síðan flúði úr túnisísku fangelsi árið 2011. Yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali mannsins í fyrra en framsalsskjalið týndist á skrifstofu saksóknara. Erlent 23.10.2023 20:23 Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. Erlent 23.10.2023 15:43 Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. Erlent 23.10.2023 13:38 Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Erlent 23.10.2023 10:30 Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. Erlent 23.10.2023 09:09 Þjóðernissinnar höfðu betur í Sviss Flokkur fólksins í Sviss var óumdeildur sigurvegari þingkosninganna þar í landi sem fram fóru um helgina. Flokkurinn, sem er langt á hægri vængnum og mótfallinn Evrópusambandinu, hlaut 28,6 prósent atkvæða. Erlent 23.10.2023 08:02 « ‹ 114 115 116 117 118 119 120 121 122 … 334 ›
Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. Erlent 25.10.2023 12:47
Tilnefndu tvo á einungis tíu tímum Þingflokkur Repúblikanaflokksins hefur á einungis tíu klukkustundum tilnefnt tvo menn til embættis þingforseta fulltrúadeildarinnar. Tom Emmer var kjörinn úr hópi níu frambjóðenda í gær en hann hætti við framboðið eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, gagnrýndi hann opinberlega. Erlent 25.10.2023 12:00
Óheimilt að krefjast ófrjósemisaðgerða en óvíst um útlit ytri kynfæra Hæstiréttur Japan hefur komist að þeirri niðurstöðu að það standist ekki stjórnarskrá landsins að krefjast þess að trans fólk gangist undir aðgerð til að tryggja að það geti ekki eignast börn. Erlent 25.10.2023 11:22
Býður sig fram til formanns í Venstre Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formennsku í Venstre. Hann segir að hann og varaformaðurinn Stephanie Lose geti saman myndað sterka forystu í flokknum. Erlent 25.10.2023 11:09
Lítt þekkt baktería orsök fjöldadauða fíla í Afríku Vísindamenn telja sig mögulega hafa fundið svarið við því hvers vegna 350 fílar drápust í Botsvana árið 2020 og 35 í Simbabve. Fílarnir voru af báðum kynjum og á öllum aldri og sumir gengu í marga hringi áður en þeir féllu skyndilega niður. Erlent 25.10.2023 10:38
Vara við martraðakenndu ástandi vegna fellibylsins Otis Fellibylurinn Otis náði landi nærri borginni Acapulco á vesturströnd Mexíkó í morgun. Hann er fimmta stigs fellibylur en sérfræðingar segjast ekki vita til þess að sambærilega stór fellibylur hafi náð landi á þessum slóðum áður. Otis styrktist óvænt á stuttu tímabili í gærkvöldi. Erlent 25.10.2023 10:34
Varnarmálaráðherrann sem hvarf látinn taka pokann sinn Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, hefur verið látinn fjúka en tveir mánuðir eru liðnir frá því að hann sást síðast opinberlega. Engar skýringar hafa verið gefnar á brotthvarfi hans né hefur verið greint frá því hver tekur við af honum. Erlent 25.10.2023 08:50
Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. Erlent 25.10.2023 07:05
Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. Erlent 24.10.2023 23:30
Repúblikönum mistekst leiðtogavalið í þriðja sinn Repúblikönum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings tekst ekki að velja þingforseta en Tom Emmer varð í dag þriðji Repúblikaninn á örskömmum tíma sem ekki fær nægilegan stuðning í atkvæðagreiðslum þingmanna. Flokkurinn fer með meirihluta í fulltrúadeildinni. Erlent 24.10.2023 22:42
Hló að spurningu um meinta tvífara Pútíns Talsmaður stjórnvalda í Kreml hló á blaðamannafundi í morgun þegar hann var spurður út í orðróm um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti hafi fengið hjartaáfall á sunnudag og að hann nýtti sér tvífara í stað þess að koma fram opinberlega. Erlent 24.10.2023 15:14
Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. Erlent 24.10.2023 14:15
Hvetja forsetann að sóa ekki meiri tíma Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra. Erlent 24.10.2023 13:14
Ofurgreind ekki enn á sjóndeildarhringnum en þörf á eftirliti Demis Hassabis, framkvæmdastjóri Google DeepMind, segir „guðlega“ gervigreind ekki á sjóndeildarhringnum enn sem komið er en að vinna við stefnumörkun og eftirlit með þróun gervigreindar verði að hefjast „í gær“. Erlent 24.10.2023 13:00
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður kvennaverkfallið fyrirferðarmest eins og búast mátti við. Erlent 24.10.2023 11:34
Blaðamönnum sýnd myndskeið af voðaverkum Hamas-liða Stjórnvöld í Ísrael buðu tugum erlendra blaðamanna á sérstaka kynningu í herstöð í Tel Aviv í gær þar sem sýnt var 45 mínútna langt safn myndskeiða frá deginum þegar Hamas-liðar réðust á almenna borgara í Ísrael. Erlent 24.10.2023 11:28
Njósnarar þjálfaðir af CIA heyja skuggastríð gegn Rússum Hópar úkraínskra njósnara sem hafa náin tengsl við Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og hafa jafnvel verið þjálfaðir í Bandaríkjunum eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússlandi í skuggunum. Þeir eru meðal annars sagðir hafa myrt Daríu Dugina í sprengjuárás, samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. Erlent 24.10.2023 10:56
Skipagöngin boðin út í von um hagstætt tilboð Norska ríkisstjórnin hefur falið Kystverket, siglingastofnun Noregs, að hefja útboðsferli skipaganganna við Stað, sem yrðu fyrstu skipagöng heims. Stefnt er að því að útboðið verði á næsta ári, að undangengnu forvali verktaka, og að framkvæmdir hefjist árið 2025. Áætlað er að gerð ganganna taki fimm ár. Erlent 24.10.2023 10:20
Flugmaður ákærður fyrir að reyna að brotlenda farþegaþotu Bandarískur flugmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa freistað þess að valda vélarbilun farþegaþotu. Ákæran er í 83 liðum, sem endurspeglar fjölda farþega um borð. Erlent 24.10.2023 08:57
Flutningaskip rákust saman við Heligoland Nokkurra er saknað eftir að tvö flutningaskip rákust saman á Norðursjó í nótt í grennd við eyjuna Heligoland að sögn þýsku strandgæslunnar. Erlent 24.10.2023 08:36
Réðust gegn samgönguinnviðum til að hefna fyrir glæpahöfðingja Vopnaðir glæpahópar í Rio de Janeiro í Brasilíu eru sagðir hafa kveikt í að minnsta kosti 36 strætisvögnum, fjórum sporvögnum og lest til að hefna fyrir háttsettan leiðtoga sem var drepinn af lögreglu. Erlent 24.10.2023 08:08
Fjögur hundruð árásir á sólarhring og meira en helmingur íbúa á vergangi Ísraelsher segist hafa gert 400 árásir á skotmörk á Gasa-ströndinni síðasta sólarhringinn en í gær voru árásirnar 320. Herinn fullyrðir að aðgerðirnar hafi beinst gegn starfstöðvum hryðjuverkamanna á svæðinu. Erlent 24.10.2023 07:20
Erdogan leggur fram frumvarp um inngöngu Svía í Nató Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lagði í gær fram frumvarp fyrir tyrkneska þingið um aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Virðist síðasta hindrunin fyrir inngöngu Svía í Nató þannig úr vegi. Erlent 24.10.2023 07:03
Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg Erlent 23.10.2023 21:30
Árásarmaðurinn í Brussel hafði flúið úr fangelsi í Túnis Árásarmaðurinn sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrir viku síðan flúði úr túnisísku fangelsi árið 2011. Yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali mannsins í fyrra en framsalsskjalið týndist á skrifstofu saksóknara. Erlent 23.10.2023 20:23
Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. Erlent 23.10.2023 15:43
Spenna og ásiglingar í Suður-Kínahafi Yfirvöld á Filippseyjum segja áhöfn kínversks strandgæsluskips hafa siglt utan í tvö filippseysk skip í gær. Verið var að sigla filippseysku skipunum til Second Thomas-grynninga og var verið að flytja birgðir til hermanna þar. Engan sakaði. Erlent 23.10.2023 13:38
Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. Erlent 23.10.2023 10:30
Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. Erlent 23.10.2023 09:09
Þjóðernissinnar höfðu betur í Sviss Flokkur fólksins í Sviss var óumdeildur sigurvegari þingkosninganna þar í landi sem fram fóru um helgina. Flokkurinn, sem er langt á hægri vængnum og mótfallinn Evrópusambandinu, hlaut 28,6 prósent atkvæða. Erlent 23.10.2023 08:02