Körfubolti

„Velti fyrir mér virði heiðurs­manna­sam­komu­lags“

Vestra verður að öllum líkindum dæmdur ósigur í tveimur leikjum félagsins í 11. flokki karla í körfubolta eftir að liðið notaði leikmann sem var of gamall til að spila í flokknum. Félagið hafði hins vegar fengið samþykki allra annarra liða í deildinni fyrir því að nota leikmanninn.

Körfubolti

Rockets ræður þjálfarann sem Celtics setti í bann

Ime Udoka er nýr þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni í körfubolta. Sá var rekinn frá Boston Celtics á síðasta ári fyrir framhjáhald með samstarfskonu sinni. Þá var hann ásakaður um að láta óæskileg ummæli falla um kvenmann sem starfaði fyrir félagið.

Körfubolti

„Við mætum dýrvitlausar í kvöld“

Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti magnaðan leik fyrir Val er liðið vann annan leik einvígis liðsins við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum. Valur leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn með sigri í Reykjanesbæ í kvöld.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þor­láks­höfn - Valur 92-83 | Ís­lands- og bikar­meistararnir með bakið upp við vegg

Þór Þorlákshöfn tók á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Sanngjarn sigur Þórs var niðurstaðan. Valsmenn gátu varla keypt sér körfu á löngum stundum meðan að heimamenn léku við hvurn sinn fingur sóknarlega. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Körfubolti

„Gengur ekki á móti svona góðu liði eins og Þór“

„Þórsararnir tóku af skarið í byrjun, hittu vel og náðu yfirhöndinni og héldu henni út leikinn,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir tap sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 2-0 Þór í vil.

Körfubolti

Hamar upp í Subway deildina

Hamar tryggði sér í kvöld sæti í Subway deild karla á næstu leiktíð með sigri á Skallagrími í oddaleik. Lokatölur í Hveragerði 93-81 og Hamar komið aftur upp í deild þeirra bestu.

Körfubolti

Allt undir í Hvera­gerði

Hamar og Skallagrímur mætast í oddaleik um sæti í Subway deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Spennan er gríðarleg fyrir leik kvöldsins en rimma liðanna hefur verið hreint út sagt mögnuð.

Körfubolti

Elvar skoraði níu í stórsigri | Naumt tap Tryggva og félaga

Elvar Már Friðriksson skoraði níu stig fyrir Rytas Vilnius er liðið vann öruggan 25 stiga sigur gegn Jonava í litháísku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, 81-106. Á sama tíma máttu Tryggvi Snær Hlinason og félagar hans í Zaragoza þola naumt fjögurra stiga tap gegn Unicaja í spænsku deildinni, 70-74.

Körfubolti

Martin með tólf stig í sigri Valencia

Ís­lenski at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í körfu­bolta, Martin Her­manns­son skoraði 12 stig fyrir lið sitt Valencia á Spáni er það bar sigur­orðið af Bil­bao í ACB deildinni.

Körfubolti

Wembanyama skráir sig í nýliðavalið

Victor Wembanyama, einn mest spennandi körfuboltamaður heims síðustu tuttugu ára, hefur gefið það út að hann muni skrá nafn sitt í nýliðaval NBA-deildarinnar í körfubolta fyrir næsta tímabil.

Körfubolti

Pavel: Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður

Það var ljóst strax á fyrstu mínútum leiks Njarðvíkur og Tindastóls í hvað stefndi þegar liðin mættust í fyrsta leik undarúrslita Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Stefnan var á sigur gestanna af Sauðárkrók en þeir byrjuðu ótrúlega vel og slepptu aldrei hálstakinu sem þeir náðu Njarðvíkingum í. Leikar enduðu 52-85 fyrir Tindastól sem leiða 1-0 í einvíginu sem fer norður á sunnudag.

Körfubolti