Skoðun

Betri bálfarir, betri jarðarfarir

Vésteinn Valgarðsson skrifar

Það hefur færst í vöxt á undanförnum áratugum að fólk kjósi að láta brenna lík látinna ástvina sinna í stað þess að grafa þau. Eina líkbrennsla landsins starfar í Fossvogi, og er rekin af Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma. Ofninn þar er orðinn mjög gamall og lélegur og nauðsynlegt er að reisa nýja bálstofu.

Skoðun

Ert þú með PCOS?

Ragnhildur Gunnarsdóttir skrifar

Kæri lesandi, ert þú með PCOS? Ég sé fyrir mér spyrjandi augnarráð þitt, því fæstir vita jú hvað skammstöfunin stendur fyrir. Reyndar hjálpar sjaldnast að útskýra skammstöfunina, Poly Cystic Ovary Syndrome, því heitið hringir heldur engum bjöllum.

Skoðun

Í­búa­fundur í Ráð­húsinu

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál.

Skoðun

Barnvæn bylting

Bóas Hallgrímsson skrifar

Þann 16. ágúst síðastliðinn birtist á vef Vísis skoðunargrein hverrar höfundur er Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara. Grein Haraldar er mjög góð en í henni gælir höfundur við þá hugmynd að hugsanlega séu hagsmunir barna ekki endilega í hávegum hafðir þegar tekist er á um leikskólamál. Undirritaður telur að slíkar grunsemdir eigi við rök að styðjast.

Skoðun

Leik­skóli á­fram í Staðar­hverfi

Skúli Helgason skrifar

Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins.

Skoðun

Hvað er að frétta hjá borgar­stjórn?

Ómar Már Jónsson skrifar

Nú þegar um þrír og hálfur mánuður frá því að ný borgarstjórn tók við keflinu er mikilvægt að fara yfir stöðuna. Hvað er að frétta, hvernig gengur?

Skoðun

Eitt mikil­vægasta verk­færið í verk­færa­kistunni

Willum Þór Þórsson skrifar

Endurhæfing er einn mikilvægasti hluti heilbrigðisþjónustu. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins alls. Snemmtæk íhlutun er kall og svar tímans því það er vaxandi fjöldi einstaklinga sem mun þurfa á einhverskonar endurhæfingu að halda á lífsleiðinni.

Skoðun

Ósýnilegu börnin

Guðlaugur Kristmundsson skrifar

Undanfarna mánuði hefur Barna- og fjölskyldustofa staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum sem miðar að því að hvetja fólk að gerast fósturforeldrar. Ástæðan? „Það hefur verið fækkun [fósturforeldra] á milli ára en þörf barnanna [sem þurfa fósturheimili] hefur aukist jafnt og þétt,“ var haft eftir forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í fréttum RÚV á dögunum.

Skoðun

Nennum Nýsköpun

Svava Björk Ólafsdóttir skrifar

Nýsköpun er nauðsynleg, annars stöndum við í stað. Oft er talað um að krísa sé móðir tækifæranna og ýti undir að nýjar hugmyndir og aðferðir líti dagsins ljós, þá af nauðsyn. Í velmegun og stöðugleika eru vandamálin og áskoranirnar ekki alveg jafn aðkallandi. En við lifum svo sannarlega ekki á tímum stöðugleika þó svo við búum við öll heimsins gæði. Jörðin skelfur og brennur og átök geisa. Við erum mitt í stórri krísu og yfir okkur vofir loftslagsváin. Við þurfum nýjar lausnir, sem leysa af hólmi núverandi aðferðir, ferla og samfélagssýn sem eru á góðri leið að tortíma veruleikanum okkar.

Skoðun

Konungurinn gerir ekki rangt

Andrés Magnússon skrifar

Umfang hins opinbera í efnahagslífinu er verulegt og hefur, samkvæmt upplýsingum frá OECD, aukist nokkuð hratt frá árinu 2016. Óvíða er þó umfang hins opinbera meira en í heilbrigðiskerfinu. Nýverið höfum við tekist á við áskoranir þar sem mjög reyndi á heilbrigðiskerfið og innviði þess.

Skoðun

Að hneppa þjóð í þræl­dóm

Dagur Ingi Ólafsson skrifar

Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna.

Skoðun

Hve­nær verður ný Sel­foss­brú yfir Ölfus­á vígð?

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Í aðdraganda alþingiskosninga í september 2021 sagði Sigurður Ingi þáverandi innviðaráðherra að brúin yrði boðin út strax þá um haustið. Það kosningaloforð sveik hann. Það eru svo sem ekki nýjar fréttir af Framsóknarflokknum, sem nú er í stórsókn á sömu slóðum og áður. Lofa fyrst og svíkja svo. Fyrst að körlum, síðan að konum.

Skoðun

Háð bæði Kína og Rússlandi

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Mikil aukning hefur orðið á innflutningi á fljótandi gasi til ríkja Evrópusambandsins frá Kína á þessu ári, eða sem nemur um 60% á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt frétt viðskiptablaðsins Financial Times, á sama tíma og vaxandi þrýstingur hefur verið á sambandið að hætta kaupum á rússnesku gasi.

Skoðun

Að ári liðnu - Efndir í umhverfismálum?

Tinna Hallgrímsdóttir skrifar

Nú er ár liðið síðan Ungir umhverfissinnar kynntu Sólina, einkunnagjöf fyrir umhverfis- og loftslagsmál í stefnum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2021.

Skoðun

Hjarta­bankinn - banki allra laun­þega

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Hjartabankinn er banki sem mig langar að labba inn í. Þar bíða mín starfsmenn sem eiga auðvelt að kalla fram bros þar sem þeim líður vel í vinnunni og þar sem þeim líður vel með þau störf sem þau inna af hendi. Þar bíður mín kaffi og hjartalaga súkkulaðimolar sem ég get ekki staðist um leið og ég lofa sjálfri mér að synda tvær aukaferðir seinna í sundinu.

Skoðun

Er alltaf best að sigra?

Eva María Jónsdóttir skrifar

Við elskum öll íslensku. Við sem höfum hana að móðurmáli og líka þau sem koma til landsins og læra hana sjálfviljug. Að veita því athygli sem maður óskar góðs gengis og gróanda er okkur flestum tamt. Þess vegna dreg ég athygli að íslenskunni sem blasir við framan á nýju blaði Nettó sem stendur fyrir Heilsu- og lífsstílsdögum um þessar mundir.

Skoðun

Frá kyrr­setu­manni að drepast - yfir í líkama sem gott er að lifa í

Jón Þór Ólafsson skrifar

Fyrir 5 árum gaf líkaminn mér 10 kíló í fertugsafmælisgjöf. Ég var alltaf grannur en vandist þessu ótrúlega fljótt. Var bara “ánægður” með velmegunar vömbina. En fyrir minn líkama þýddi þetta líka augljósar hrotur sem trufluðu svefn konunar minnar og falinni kæfisvefn svo ég vaknaði þreyttur og hafði ekki orku til að hreyfa mig.

Skoðun

Stillum átta­vitann í fisk­eldis­málum

Magnús Guðmundsson skrifar

Þetta er fyrirsögn á pistli Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í Morgunblaðinu 1.9.2022. Já gerum það endilega. Stillum áttavitann í fiskeldismálum, það hefði átt að gera það frá upphafi.

Skoðun

NPA samningar – jafnaðar­menn knýja fram réttar­bót fyrir fatlað fólk í Hafnar­firði

Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur sýnt fötluðu fólki fálæti og áhugaleysi undanfarin ár. Með því að fylgja ekki útreikningum NPA miðstöðvarinnar á tímagjaldi NPA samninga, sem byggja á gildandi kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA, hefur meirihlutinn hlunnfarið notendur NPA í Hafnarfirði.

Skoðun

Hvaða bakslag?

María Rut Kristinsdóttir skrifar

Fréttir af regnbogafánum sem rifnir eru niður, eyðileggingum á regnbogagötum, nýnasistaáróðri gegn hinsegin fólki, skemmdaverkum á listasýningu í tilefni Hinsegin daga, hatursorðræðu og meiðandi ummælum hafa verið óþgæginlega algengar síðastliðnar vikur hér á landi. Það virðist ógna tilveru einhverra í samfélaginu okkar að fjölbreytileikinn hafi fest sig í sessi á Íslandi.

Skoðun

Ef eitt­hvað væri að marka Bjarna

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði spurningum viðskiptakálfs Morgunblaðsins um skattamál á miðvikudaginn. Frásögn blaðsins endar svona:

Skoðun

Getur Krist­rún orðið Makka­beus ís­lenskra jafnaðar­manna?

Birgir Dýrfjörð skrifar

Nafngiftin Makkabeus var þekkt í menningu Gyðinga löngu fyrir Krists burð. Í þeirra huga var Makkabeus heiðursnafnbót á leiðtoga, sem upphófst af sjálfum sér meðal fólksins. Með trausti fólksin lánaðist fátækum bóndasyni að fylkja Gyðingum í uppreisn gegn áratuga kúgun Sýrlendinga og Grikkja. Gyðingar heiðruðu hann með sæmdarheitinu Makkabeus.

Skoðun

Hvers vegna óttast stjórn­völd sam­keppni svona mikið?

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

Fólk hræðist stundum breytingar. Það er auðveldara að halda sig við vanann en tækifæri glatast hins vegar þegar vaninn fær alltaf að ráða för. Nýlega voru sagðar fréttir af dómsmáli þar sem hin undirliggjandi saga er einmitt af óþarfa hræðslu við breytingar. Málið snýst um afstöðu hins opinbera til að bjóða út verkefni og opinber innkaup.

Skoðun

Á­kall til al­þingis­manna

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Staðreynd: Rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. En það ætti að vera það. Það er undir Alþingi að lögfesta slíkt og tryggja fjármögnun fyrsta skólastigsins.

Skoðun