Sport

Full­yrðir að Ólafur Ingi sé að taka við KR

Fótboltagúrúinn Hjörvar Hafliðason, einnig þekktur sem Dr. Football, greindi frá því á Twitter í dag Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari KR. Í sömu færslu segir hann að Rúnar Kristinsson, fyrrum þjálfari KR, sé að taka við Fram.

Fótbolti

City bar sigurorðið manni færri

Manchester City komst aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu tveimur deildarleikjum. Manuel Akanji var rekinn af velli undir lok leiks, en það gerði ekki til og Englandsmeistararnir hirtu öll stigin þrjú.

Enski boltinn

Leverkusen læðist á toppinn

Fimm knattspyrnuleikir fóru fram síðdegis í þýsku úrvalsdeildinni og sviptingar urðu á toppi deildarinnar. Leverkusen náði sigri gegn Wolfsburg og fer upp í efsta sætið, Stuttgart vann öruggan sigur gegn Union Berlin og kemur sér í annað sætið. 

Fótbolti

Diljá Zomers orðin markahæst í Belgíu

Diljá Ýr Zomers, íslensk landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður OH Leuven í Belgíu er orðin markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar þar í landi eftir að hafa skorað tvö mörk í 8-1 sigri liðsins gegn Charleroi. 

Fótbolti

Hrifust helst af troðslum og baksendingum

Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds töldu saman bestu tilþrif þriðju umferðar deildarinnar. Það var nóg um glæsilegar troðslur en flinkar sendingar fyrir aftan bak og góður varnarleikur greip augað einnig. 

Körfubolti

Fjórar breytingar á Liverpool liðinu | Engar hjá Everton

Byrjunarlið Liverpool og Everton hafa verið gerð opinber fyrir leik liðanna í 9. umferð ensku úrvalsdeildinnar. Jurgen Klopp gerir fjórar breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn Brighton í síðustu umferð, Sean Dyche gerir engar breytingar á Everton liðinu frá 3-0 sigrinum gegn Bournemouth í síðustu umferð.

Enski boltinn

Benedikt eftir stórsigur á Hetti: Átti ekki von á svona stórum sigri hérna

Njarðvík og Höttur áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík þegar 3. umferð Subway deildar lauk í kvöld. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn í kvöld svo það var ljóst að eitthvað varð að gefa eftir hjá öðru liðinu. Á endanum voru það Njarðvíkingar sem höfðu betur en þeir kjöldrógu Hattarmenn og höfðu 36 stiga sigur 107-71, Benedikt Guðmundsson var að vonum stoltur af sínum mönnum.

Körfubolti