Innlent

Skilar ríkissjóði 340 milljónum

Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp sem felur í sér að áfengisgjald á sterku víni og tóbaki hækkar um 7%. Áfengisgjald af léttu víni og bjór verður óbreytt. Ætla má að smásöluverð á sterku víni hækki um 5,6% og verð á tóbaki um 3,7%. Hækkunin skilar ríkissjóði 340 milljóna króna tekjuauka. Áætluð áhrif á vísitölu neysluverðs eru talin verða um 0,08%. Frumvarpið fékk skjóta afgreiðslu gegnum þingið. Fjármálaráðherra lagði það fram á Alþingi um sexleytið og lögfestingu var lokið fjórum klukkustundum síðar. Frumavrpið var samþykkt með 35 samhljóða atkvæðum. Níu þingmenn Samfylkingarinnar og Frjálslynda flokksins sátu hjá og 19 þingmenn voru fjarstaddir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×