Innlent

Grefur undan samstarfi

Mannréttindastofnun Abo-háskóla í Finnlandi hefur sent áskorun til Alþingis þar sem áhyggjum er lýst yfir tillögum meirihluta fjárlaganefndar um að fella niður styrk til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Í áskoruninni segir að þetta myndi grafa undan samstarfi stofnana sem vinna að mannréttindamálum á Norðurlöndum. Alþingi er því hvatt til að hækka útgjöld til mannréttindamála til að tryggja þátttöku íslenskra stofnana í norrænu samstarfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×