Innlent

Fylgst með þróun mannréttinda hér

Louis Arbor, æðsti yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að fylgjast grannt með þróun mannréttindamála á Íslandi eftir að stjórnvöld ákváðu að hætta að styrkja Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í gær. Á opnum fundi hjá dönsku mannréttindaskrifstofunni í gær kom ástand mannréttindamála á Íslandi til umræðu þar sem meirihluti fjárlaganefndar Alþingis hefur lagt til að hætt verði að veita fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands og gera henni að sækja um árlega styrki til dómsmálaráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins. Því er óttast að sjálfstæði hennar sé stefnt í hættu. Arbor sagði að sterkar innlendar mannréttindastofnanir væru áhrifamesta aðferðin til að vinna að mannréttindum í hverju ríki. Sérhver aðgerð til að draga úr áhrifum slíkra stofnana færu því gegn hugmyndum og vilja alþjóðasamfélagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×