Innlent

Guðni fór ekki að upplýsingalögum

Dýralæknir, sem var annar tveggja umsækjenda, kvartaði undan skipan landbúnaðarráðherra í embætti héraðsdýralæknis, eftir að hinn umsækjandinn hafði verið skipaður. Taldi hann að ákvörðunin um skipunina hefði byggst á röngu mati á starfsreynslu umsækjenda og stangaðist á við ákvæði stjórnsýslulaga. Þá kvartaði hann einnig yfir því að hafa ekki fengið aðgang að prófskírteinum þess sem skipaður var í embætti, þrátt fyrir að hafa beðið um afrit af öllum gögnum sem höfð höfðu verið til hliðsjónar við skipunina. Engin minnisblöð eða önnur gögn varðandi starfsviðtöl við dýralæknana hefðu fylgt gögnum málsins, væri frá talið ódagsett og handskrifað blað, sem undirritað hefði verið af tveimur starfsmönnum ráðuneytisins auk yfirdýralæknis, þar sem segði að undirritaðir væru sammála um að mæla með hinum dýralækninum í starfið. Að áliti umboðsmanns leysti ráðuneytið ekki með réttum hætti úr beiðni dýralæknisins um aðgang að gögnum málsins. Umboðsmaður taldi hins vegar skipunina sjálfa ekki stangast á við stjórnsýslulög.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×