Innlent

Matur og drykkur í eitt ár

Hjón með tvö börn undir sjö ára aldri og eina milljón króna í tekjur á mánuði geta grætt 717 þúsund krónur á skattbreytingum ríkisstjórnarinnar þegar þær eru komnar að fullu til framkvæmda árið 2007 miðað við stöðuna í dag. Hjónin greiða rúmlega 677 þúsund krónum minna í staðgreiðslu og fá tæplega 40 þúsund krónum meira í barnabætur. Hvorki er tekið tillit til breytinga á eignaskatti né skerðingar á vaxtabótum. Ávinningurinn af skattbreytingunum virðist vera umtalsverður. Þannig nemur upphæðin því sem fjögurra manna fjölskylda eyddi í mat og drykkjarvörur á ári á tímabilinu 2000-2002 og tæplega það en samkvæmt tölum frá Hagstofunni nam þessi neysla 773 þúsund krónum á ári hjá fjögurra til fimm manna fjölskyldu. Fyrir mismuninn getur fjölskyldan síðan notað tóbak í eitt ár, eða sem nemur tæpum 46 þúsund krónum, og á þá samt eftir 10 þúsund krónur aukalega til að skreppa í bíó. Verðbreytingar sem kunna að hafa orðið frá 2000-2002 eru ekki teknar með í reikninginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×