Innlent

SUS á móti listamannalaunahækkun

Almenningur á að geta valið hvort hann styður listafólk og hvers konar menningar hann nýtur. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Sambands ungra sjálfstæðismanna þar sem óánægju er lýst með þá ákvörðun Alþingis að auka útgjöld til heiðurslauna listamanna. Telur stjórnin að unnt sé að spara skattgreiðendum það fé sem rennur úr ríkissjóði til hvers kyns menningarstarfsemi. Því væri nær að afnema heiðurslaun listamanna en að hækka framlög til þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×