Innlent

Laun embættismanna hækka

Kjaradómur hefur ákveðið að hækka laun embættismanna, sem falla undir kjaradóm, um þrjú prósent um áramótin og er þá tekið mið af almennum launahækkunum. Eftir hækkun verða mánaðarlaun forseta Íslands rúmar 1,5 milljónir. Forsætisráðherra fær 898 þúsund í mánaðarlaun og aðrir ráðherrar tæpar 810 þúsund krónur. Ákvörðun Kjaradóms á eftir að fara fyrir kjaranefnd, en hún ákvað þann 9. janúar að hækka laun embættismanna um þrjú prósent. Gilti hækkunin frá 1. janúar 2004.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×