Innlent

Því fyrr því betra

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir að menn hljóti að fara að velta því fyrir sér hvort Íslendingar hafi efni á að reka tvo flugvelli eftir að Davíð Oddsson utanríkisráðherra lagði til að Íslendingar tækju á sig aukinn kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar í viðræðum við Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær væri hægt að spara 240 milljónir á ári með því að flytja innanlandsflug til Keflavíkur. Slíkt væri hægt að gera með innan við árs fyrirvara. "Eg hef talað fyrir því í mörg ár að flugvöllurinn eigi að fara og það er ánægjulegt ef það gerist fyrr en ætlað var." Sturla Böðvarsson samgönguráðherra segir að það liggi í augum uppi að það tapist fé við að nýta ekki mannvirki Reykjavíkurflugvallar. "Ég hef ekki forsendurnar og get ekki lagt mat á fjárhæðirnar". Sturla segir að fari svo að Íslendingar þurfi að taka á sig stóraukinn hluta rekstrarkostnaðar við Keflavíkurflugvöll verði að taka málin til skoðunar og velja vænlegustu kostina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×