Innlent

Hægt að refsa hér á landi

Helgi Hjörvar þingmaður
Helgi Hjörvar þingmaður

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur sent Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra bréf þar sem farið er fram á að hann fyrirskipi opinbera rannsókn á meintum flutningum fanga um íslenska lofthelgi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar.

Í bréfinu segir að umræddum föngum sé meinuð réttarstaða stríðsfanga og þeim sé haldið föngnum án dómsúrskurðar. Þá leiki sterkur grunur á því að fangarnir séu beittir pyntingum við yfirheyrslur í fangelsum sem við sögu koma.

Helgi vekur athygli á að brot af þessum toga geti verið refsiverð samkvæmt íslenskum hegningarlögum og unnt sé að sækja menn til saka fyrir grimmdarverk eða pyntingar fyrirskipi dómsmálaráðherra rannsókn eða málshöfðun.

Helgi tilgreinir þrjár auðkenndar flugvélar sem hann vill láta rannsaka vegna viðkomu hér á landi í meintum fangaflutningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×