Tölvan áhrifameiri en þingið? 1. október 2005 00:01 Hundrað þrítugasta og annað löggjafarþing Íslendinga var sett í dag. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan hálftvö með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem séra Valgeir Ástráðsson predikaði og þjónaði fyrir altari, ásamt biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni. Að guðsþjónustu lokinni gengu forseti Íslands, biskupinn, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti þingið og að því loknu tók Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, við fundarstjórn, minntist látinna alþingismanna og stjórnaði síðan kjöri forseta Alþingis, Sólveigar Pétursdóttur. Í setningarræðu sinni minntist Ólafur Ragnar m.a. á brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stjórnmálum; hann sagði feril Davíðs hafa markað djúp spor í sögu þjóðarinnar og erfitt myndi reynast að fjalla um örlög Íslendinga við aldahvörf án þess að gera þætti fyrrum forsætisráðherra ítarleg skil. Forsetinn vék orðum sínum að fjölmiðlum og ?nettækninni? og sagði að hér áður fyrr hefðu allir fengið sömu fréttir, útvarpið hafi aðeins verið með eina rás og dagblöðin í föstum skorðum flokkakerfis. ?Nú ræður fjölbreytileikinn fréttum dagsins, margar stöðvar keppa um hylli fólksins og flokkarnir eiga ekki lengur á vísan að róa í fjölmiðlunum. Lýðræðið er í vaxandi mæli vettvangur fólks með ólíka reynslu, mismunandi upplýsingar, fréttir sem berast úr mörgum áttum. Enginn miðill nær lengur til allra. Nettæknin hefur í auknum mæli fært hverjum og einum tækifæri til að láta í sér heyra; miðlarnir geta í sjálfu sér orðið jafn margir mannfólkinu. Alþjóðleg áhrif eru daglegt brauð; við sjáum beinar útsendingar á sömu stundu og íbúar í fjarlægum álfum; áreitið stendur að okkur úr öllum áttum. Frjálsræði hvers og eins til að velja sér upplýsingar er nú meira en nokkru sinni og forræði valdsmanna á fréttum og umræðuefnum nánast horfið. Þessi þróun getur á margan hátt orðið lýðræðinu til aukins þroska, fært einstaklingum og almenningi tækifæri til áhrifa og stefnumótunar til jafns við þá sem formlega annast ákvarðanir,? sagði forsetinn, en bætti við að breytingarnar hefðu líka fleiri hliðar. Hinar brotakenndu tilvísanir sem að fólki streymi á degi hverjum gætu nefnilega ?smátt og smátt dregið úr samstöðu og samkennd sem áður var aðal lítllar þjóðar,? sagði forsetinn. Þá bar forsetinn saman áhrifamátt tölvunnar og ræðustóls Alþingis. ?Er tölvan kannski orðin þingmönnum öflugra áhrifatæki en ræðustóllinn hér í salnum? Þarf hinn kjörni fulltrúi ekki lengur á þingfundi að halda til að koma viðhorfum sínum til kjósendanna? Getur rödd eins þingmanns sem berst eftir netslóðum orðið áhrifaríkari en ályktanir þingflokkanna? Það er erfitt að svara slíku með skýrum hætti eða meta hver áhrifin af öllu þessu kunna að verða, en eitt er víst að viðbrögðin við þessari þróun munu ráða miklu um stöðu þingsins í framtíðinni, um sess þess meðal þjóðarinnar og skipan valds hér innan veggja,? sagði forseti Íslands í þingsetningarræðu sinni í dag. Þingsetningaræða forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar - 1. október 2005Þegar Alþingi kemur saman á ný ber það annan svip en áður. Merkir forystumenn hafa ákveðið að hverfa á braut og taka við nýjum ábyrgðarstörfum; og skipan ríkisstjórnar er einnig breytt.Það hefur færst í vöxt á síðari árum að alþingismenn sæki á annan vettvang og sjálfsagt fylgir það breyttum tíðaranda að kjörtímabilin marka ekki lengur starfsferil á löggjafarþingi. Ætíð er þó missir af góðum mönnum og vonandi verður það áfram talið virðing og sómi að gegna sem lengst þeim trúnaði sem þjóðin hefur falið alþingismönnum.Ég óska Davíð Oddssyni, Bryndísi Hlöðversdóttur og Guðmundi Árna Stefánssyni allra heilla í nýjum störfum. Öll eiga þau að baki merkan þingferil og þeir einnig ráðherradóm. Sú reynsla mun tvímælalaust nýtast vel við breyttar skyldur.Þegar Davíð Oddsson hvarf úr forsæti ríkisstjórnar færði ég honum við þingsetningu þakkir fyrir farsæl störf í þágu þjóðar og samstarf okkar á liðnum árum. Skulu þær þakkir ítrekaðar enn á ný þegar hann víkur af vettvangi þingsins. Ferill hans hefur markað djúp spor í sögu okkar og erfitt mun reynast að fjalla um örlög Íslendinga við aldahvörf án þess að gera þætti fyrrum forsætisráðherra ítarleg skil.Hin glögga sýn sögunnar beinist ekki síður en kastljós dagsins að verkunum sem hér eru unnin og hollt að hafa í huga að tíminn er hraðfleygur fugl; áríðandi að nýta hann vel.Nú er aðeins einn eftir á þingi úr þeirri vösku sveit sem í salnum var þegar ég kom hér fyrst. Árin hafa svo sannarlega flogið hjá; sagan ein nú vitnisburður um þingstörf þessara forystumanna.Alþingi hefur verið meginstoð í þjóðarvitund Íslendinga og löngum notið þess að þjóðin bjó öll við áþekkan veruleika, að viðmið umræðunnar voru öllum ljós, tilvísanir sóttar í sameiginlegan sagnasjóð.Jarðvegur þingsins var sú lýðræðishefð sem Íslendingar áttu allir saman.Nú bendir hins vegar margt til þess að sú samkennd sé að breytast því lífsreynsla þjóðarinnar er orðin miklu margbrotnari, heildarmyndin ærið flókin og landsmenn sækja í vaxandi mæli efnivið á ólíkar lendur.Áður fyrr fengu allir sömu fréttir, útvarpið var með eina rás, dagblöðin voru í föstum skorðum flokkakerfis.Nú ræður fjölbreytileikinn fréttum dagsins, margar stöðvar keppa um hylli fólksins og flokkarnir eiga ekki lengur á vísan að róa í fjölmiðlunum.Lýðræðið er í vaxandi mæli vettvangur fólks með ólíka reynslu, mismunandi upplýsingar, fréttir sem berast úr mörgum áttum. Enginn miðill nær lengur til allra.Nettæknin hefur í auknum mæli fært hverjum og einum tækifæri til að láta í sér heyra; miðlarnir geta í sjálfu sér orðið jafn margir mannfólkinu. Alþjóðleg áhrif eru daglegt brauð; við sjáum beinar útsendingar á sömu stundu og íbúar í fjarlægum álfum; áreitið stendur að okkur úr öllum áttum.Frjálsræði hvers og eins til að velja sér upplýsingar er nú meira en nokkru sinni og forræði valdsmanna á fréttum og umræðuefnum nánast horfið.Þessi þróun getur á margan hátt orðið lýðræðinu til aukins þroska, fært einstaklingum og almenningi tækifæri til áhrifa og stefnumótunar til jafns við þá sem formlega annast ákvarðanir ? en breytingarnar hafa líka fleiri hliðar.Við sjáum ýmis merki þess að vitundin um sameiginlegan reynslusjóð kunni að dofna, að sameiginlegar minningar þjóðarinnar séu ekki lengur sú undirstaða umræðunnar sem áður var. Brotakenndar tilvísanir sem að okkur streyma á degi hverjum, og rætur eiga í sjálfstæðu vali hvers og eins, geta smátt og smátt dregið úr samstöðu og samkennd sem áður var aðal lítillar þjóðar.Alheimsvæðing fjölmiðlunar og greiðar götur um netheimana hafa opnað fólki ólíka reynsluheima og er sú þróun er ekki aðeins reynsla okkar; hún setur svip á öll Vesturlönd, nánast heiminn allan. Netheimarnir sem veita öllum tækifæri til að láta í sér heyra líkjast helst frumskógi þar sem allt fær að vaxa en ekkert nær þó að marka jarðveginn beinum brautum.Unga fólkið les nú blöð í minna mæli en áður var og enginn fréttamiðill nýtur lengur hylli heillar þjóðar. Lesendur og áheyrendur eru síbreytilegir minnihlutar.Lýðræðið mun í tímans rás taka mið af öllu þessu; stofnanir og starfshættir breytast að sama skapi. Þótt Alþingi hafi verið slitið á liðnu vori hafa alþingismenn áfram látið í sér heyra í netheimunum og þjóðin tekið mið af skilaboðum sem henni berast eftir þeim leiðum.Er tölvan kannski orðin þingmönnum öflugra áhrifatæki en ræðustóllinn hér í salnum? Þarf hinn kjörni fulltrúi ekki lengur á þingfundi að halda til að koma viðhorfum sínum til kjósendanna? Getur rödd eins þingmanns sem berst eftir netslóðum orðið áhrifaríkari en ályktanir þingflokkanna?Það er erfitt að svara slíku með skýrum hætti eða meta hver áhrifin af öllu þessu kunna að verða, en eitt er víst að viðbrögðin við þessari þróun munu ráða miklu um stöðu þingsins í framtíðinni, um sess þess meðal þjóðarinnar og skipan valds hér innan veggja.Sú tækni sem nú er orðin almenningseign og margbreytileiki miðlunarinnar sem að okkur berst á hverjum degi hafa brotið vitundarspegil sem áður gaf Alþingi og þjóðinni allri heildarmynd og sú skuggsjá verður aldrei alveg heil á ný.Í nágrannalöndum hefur verið reynt að kortleggja breytingarnar á lýðræðinu, efna til víðtækra rannsókna á þessari þróun. Á vettvangi Norðurlanda hefur sú greining verið talin brýn.Við Íslendingar deilum þessari reynslu með öðrum og því mikilvægt að fylgjast vel með umræðum og viðbrögðum í sem flestum löndum.Við getum í senn lært og miðlað í þessum efnum.Ég óska þingmönnum heilla á komandi vetri og beini um leið árnaðaróskum til ráðherra sem nú hafa axlað nýja ábyrgð, bið þingheim allan að rísa úr sætum og minnast ættjarðarinnar. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Foreldrar krefjast svara frá Kennarasambandinu Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Sjá meira
Hundrað þrítugasta og annað löggjafarþing Íslendinga var sett í dag. Þingsetningarathöfnin hefst klukkan hálftvö með guðsþjónustu í Dómkirkjunni þar sem séra Valgeir Ástráðsson predikaði og þjónaði fyrir altari, ásamt biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni. Að guðsþjónustu lokinni gengu forseti Íslands, biskupinn, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setti þingið og að því loknu tók Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, við fundarstjórn, minntist látinna alþingismanna og stjórnaði síðan kjöri forseta Alþingis, Sólveigar Pétursdóttur. Í setningarræðu sinni minntist Ólafur Ragnar m.a. á brotthvarf Davíðs Oddssonar úr stjórnmálum; hann sagði feril Davíðs hafa markað djúp spor í sögu þjóðarinnar og erfitt myndi reynast að fjalla um örlög Íslendinga við aldahvörf án þess að gera þætti fyrrum forsætisráðherra ítarleg skil. Forsetinn vék orðum sínum að fjölmiðlum og ?nettækninni? og sagði að hér áður fyrr hefðu allir fengið sömu fréttir, útvarpið hafi aðeins verið með eina rás og dagblöðin í föstum skorðum flokkakerfis. ?Nú ræður fjölbreytileikinn fréttum dagsins, margar stöðvar keppa um hylli fólksins og flokkarnir eiga ekki lengur á vísan að róa í fjölmiðlunum. Lýðræðið er í vaxandi mæli vettvangur fólks með ólíka reynslu, mismunandi upplýsingar, fréttir sem berast úr mörgum áttum. Enginn miðill nær lengur til allra. Nettæknin hefur í auknum mæli fært hverjum og einum tækifæri til að láta í sér heyra; miðlarnir geta í sjálfu sér orðið jafn margir mannfólkinu. Alþjóðleg áhrif eru daglegt brauð; við sjáum beinar útsendingar á sömu stundu og íbúar í fjarlægum álfum; áreitið stendur að okkur úr öllum áttum. Frjálsræði hvers og eins til að velja sér upplýsingar er nú meira en nokkru sinni og forræði valdsmanna á fréttum og umræðuefnum nánast horfið. Þessi þróun getur á margan hátt orðið lýðræðinu til aukins þroska, fært einstaklingum og almenningi tækifæri til áhrifa og stefnumótunar til jafns við þá sem formlega annast ákvarðanir,? sagði forsetinn, en bætti við að breytingarnar hefðu líka fleiri hliðar. Hinar brotakenndu tilvísanir sem að fólki streymi á degi hverjum gætu nefnilega ?smátt og smátt dregið úr samstöðu og samkennd sem áður var aðal lítllar þjóðar,? sagði forsetinn. Þá bar forsetinn saman áhrifamátt tölvunnar og ræðustóls Alþingis. ?Er tölvan kannski orðin þingmönnum öflugra áhrifatæki en ræðustóllinn hér í salnum? Þarf hinn kjörni fulltrúi ekki lengur á þingfundi að halda til að koma viðhorfum sínum til kjósendanna? Getur rödd eins þingmanns sem berst eftir netslóðum orðið áhrifaríkari en ályktanir þingflokkanna? Það er erfitt að svara slíku með skýrum hætti eða meta hver áhrifin af öllu þessu kunna að verða, en eitt er víst að viðbrögðin við þessari þróun munu ráða miklu um stöðu þingsins í framtíðinni, um sess þess meðal þjóðarinnar og skipan valds hér innan veggja,? sagði forseti Íslands í þingsetningarræðu sinni í dag. Þingsetningaræða forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar - 1. október 2005Þegar Alþingi kemur saman á ný ber það annan svip en áður. Merkir forystumenn hafa ákveðið að hverfa á braut og taka við nýjum ábyrgðarstörfum; og skipan ríkisstjórnar er einnig breytt.Það hefur færst í vöxt á síðari árum að alþingismenn sæki á annan vettvang og sjálfsagt fylgir það breyttum tíðaranda að kjörtímabilin marka ekki lengur starfsferil á löggjafarþingi. Ætíð er þó missir af góðum mönnum og vonandi verður það áfram talið virðing og sómi að gegna sem lengst þeim trúnaði sem þjóðin hefur falið alþingismönnum.Ég óska Davíð Oddssyni, Bryndísi Hlöðversdóttur og Guðmundi Árna Stefánssyni allra heilla í nýjum störfum. Öll eiga þau að baki merkan þingferil og þeir einnig ráðherradóm. Sú reynsla mun tvímælalaust nýtast vel við breyttar skyldur.Þegar Davíð Oddsson hvarf úr forsæti ríkisstjórnar færði ég honum við þingsetningu þakkir fyrir farsæl störf í þágu þjóðar og samstarf okkar á liðnum árum. Skulu þær þakkir ítrekaðar enn á ný þegar hann víkur af vettvangi þingsins. Ferill hans hefur markað djúp spor í sögu okkar og erfitt mun reynast að fjalla um örlög Íslendinga við aldahvörf án þess að gera þætti fyrrum forsætisráðherra ítarleg skil.Hin glögga sýn sögunnar beinist ekki síður en kastljós dagsins að verkunum sem hér eru unnin og hollt að hafa í huga að tíminn er hraðfleygur fugl; áríðandi að nýta hann vel.Nú er aðeins einn eftir á þingi úr þeirri vösku sveit sem í salnum var þegar ég kom hér fyrst. Árin hafa svo sannarlega flogið hjá; sagan ein nú vitnisburður um þingstörf þessara forystumanna.Alþingi hefur verið meginstoð í þjóðarvitund Íslendinga og löngum notið þess að þjóðin bjó öll við áþekkan veruleika, að viðmið umræðunnar voru öllum ljós, tilvísanir sóttar í sameiginlegan sagnasjóð.Jarðvegur þingsins var sú lýðræðishefð sem Íslendingar áttu allir saman.Nú bendir hins vegar margt til þess að sú samkennd sé að breytast því lífsreynsla þjóðarinnar er orðin miklu margbrotnari, heildarmyndin ærið flókin og landsmenn sækja í vaxandi mæli efnivið á ólíkar lendur.Áður fyrr fengu allir sömu fréttir, útvarpið var með eina rás, dagblöðin voru í föstum skorðum flokkakerfis.Nú ræður fjölbreytileikinn fréttum dagsins, margar stöðvar keppa um hylli fólksins og flokkarnir eiga ekki lengur á vísan að róa í fjölmiðlunum.Lýðræðið er í vaxandi mæli vettvangur fólks með ólíka reynslu, mismunandi upplýsingar, fréttir sem berast úr mörgum áttum. Enginn miðill nær lengur til allra.Nettæknin hefur í auknum mæli fært hverjum og einum tækifæri til að láta í sér heyra; miðlarnir geta í sjálfu sér orðið jafn margir mannfólkinu. Alþjóðleg áhrif eru daglegt brauð; við sjáum beinar útsendingar á sömu stundu og íbúar í fjarlægum álfum; áreitið stendur að okkur úr öllum áttum.Frjálsræði hvers og eins til að velja sér upplýsingar er nú meira en nokkru sinni og forræði valdsmanna á fréttum og umræðuefnum nánast horfið.Þessi þróun getur á margan hátt orðið lýðræðinu til aukins þroska, fært einstaklingum og almenningi tækifæri til áhrifa og stefnumótunar til jafns við þá sem formlega annast ákvarðanir ? en breytingarnar hafa líka fleiri hliðar.Við sjáum ýmis merki þess að vitundin um sameiginlegan reynslusjóð kunni að dofna, að sameiginlegar minningar þjóðarinnar séu ekki lengur sú undirstaða umræðunnar sem áður var. Brotakenndar tilvísanir sem að okkur streyma á degi hverjum, og rætur eiga í sjálfstæðu vali hvers og eins, geta smátt og smátt dregið úr samstöðu og samkennd sem áður var aðal lítillar þjóðar.Alheimsvæðing fjölmiðlunar og greiðar götur um netheimana hafa opnað fólki ólíka reynsluheima og er sú þróun er ekki aðeins reynsla okkar; hún setur svip á öll Vesturlönd, nánast heiminn allan. Netheimarnir sem veita öllum tækifæri til að láta í sér heyra líkjast helst frumskógi þar sem allt fær að vaxa en ekkert nær þó að marka jarðveginn beinum brautum.Unga fólkið les nú blöð í minna mæli en áður var og enginn fréttamiðill nýtur lengur hylli heillar þjóðar. Lesendur og áheyrendur eru síbreytilegir minnihlutar.Lýðræðið mun í tímans rás taka mið af öllu þessu; stofnanir og starfshættir breytast að sama skapi. Þótt Alþingi hafi verið slitið á liðnu vori hafa alþingismenn áfram látið í sér heyra í netheimunum og þjóðin tekið mið af skilaboðum sem henni berast eftir þeim leiðum.Er tölvan kannski orðin þingmönnum öflugra áhrifatæki en ræðustóllinn hér í salnum? Þarf hinn kjörni fulltrúi ekki lengur á þingfundi að halda til að koma viðhorfum sínum til kjósendanna? Getur rödd eins þingmanns sem berst eftir netslóðum orðið áhrifaríkari en ályktanir þingflokkanna?Það er erfitt að svara slíku með skýrum hætti eða meta hver áhrifin af öllu þessu kunna að verða, en eitt er víst að viðbrögðin við þessari þróun munu ráða miklu um stöðu þingsins í framtíðinni, um sess þess meðal þjóðarinnar og skipan valds hér innan veggja.Sú tækni sem nú er orðin almenningseign og margbreytileiki miðlunarinnar sem að okkur berst á hverjum degi hafa brotið vitundarspegil sem áður gaf Alþingi og þjóðinni allri heildarmynd og sú skuggsjá verður aldrei alveg heil á ný.Í nágrannalöndum hefur verið reynt að kortleggja breytingarnar á lýðræðinu, efna til víðtækra rannsókna á þessari þróun. Á vettvangi Norðurlanda hefur sú greining verið talin brýn.Við Íslendingar deilum þessari reynslu með öðrum og því mikilvægt að fylgjast vel með umræðum og viðbrögðum í sem flestum löndum.Við getum í senn lært og miðlað í þessum efnum.Ég óska þingmönnum heilla á komandi vetri og beini um leið árnaðaróskum til ráðherra sem nú hafa axlað nýja ábyrgð, bið þingheim allan að rísa úr sætum og minnast ættjarðarinnar.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Foreldrar krefjast svara frá Kennarasambandinu Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborðið: Formenn Framsóknar, Flokks fólksins og Samfylkingar ræða málin „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Sjá meira